Leita í fréttum mbl.is

Gull, silfur og brons!

Íþróttaálfarnir á heimilinu létu allir ljós sitt skína í dag.  Við hjónin sóttum sitt hvorn bikarinn á Skagann í 10 km hlaupinu, Þórólfur var annar í hlaupinu og ég var fyrst kvenna.  Var í góðum félagsskap á palli, Vala samGlenna mín varð önnur og Fjóla fyrrum samNFRari í þriðja.  Sérstaklega skemmtilegt hlaup þar sem saman voru komnar fullt af gömlum góðum vinkonum mínum sem og nýjum, getur ekki verið betra.

Eva og Þórólfur
Fjóla var svo sæt að taka mynd af okkur hjónum eftir hlaup.
.

Gabríel var líka á palli í dag en liðið hans varð í 3. sæti á N1 mótinu.  Þeir töpuðu bara einum leik og það var í undanúrslitunum í vítaspyrnukeppni.  Ótrúlega flottir stákar og við Þórólfur hefðum svo gjarnan viljað vera þarna fyrir norðan til að upplifa þetta og fagna með stráknum okkar, en við vitum að amma og afi í Norðurbrún standa sig frábærlega sem okkar staðgenglar á staðnum.  Við sláum bara upp veislu um leið og við fáum guttann okkar heim á morgun!

Bikarinn

Eftir hlaupið fórum við á skemmtilegt kaffihús á Akranesi og þegar heim var komið tók við rólusmíði, en við vorum að klára fyrir stundu.  Rétt í þessu var elskan mín að koma heim með eitthvað gúmmelaði frá Austurlandahraðlesinni, later...

IMG 1326
IMG 1325
Lilja að fá retouch á prinsessunaglalakkið sem hún er b.t.w. líka með á táslunum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérnahér...þær eru duglegar þessar Glennur. Vantaði bara  eina í þriðja sætið!

Sóla (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:25

2 identicon

Glæsilegt hjá ykkur öllum!

Börkur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 08:16

3 identicon

Til hamingju aftur bæði tvö var með nokkrar fleiri myndir  sendi þér á póstinn eftir helgi

Fjóla (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband