4.7.2009 | 20:20
Gull, silfur og brons!
Íþróttaálfarnir á heimilinu létu allir ljós sitt skína í dag. Við hjónin sóttum sitt hvorn bikarinn á Skagann í 10 km hlaupinu, Þórólfur var annar í hlaupinu og ég var fyrst kvenna. Var í góðum félagsskap á palli, Vala samGlenna mín varð önnur og Fjóla fyrrum samNFRari í þriðja. Sérstaklega skemmtilegt hlaup þar sem saman voru komnar fullt af gömlum góðum vinkonum mínum sem og nýjum, getur ekki verið betra.
Gabríel var líka á palli í dag en liðið hans varð í 3. sæti á N1 mótinu. Þeir töpuðu bara einum leik og það var í undanúrslitunum í vítaspyrnukeppni. Ótrúlega flottir stákar og við Þórólfur hefðum svo gjarnan viljað vera þarna fyrir norðan til að upplifa þetta og fagna með stráknum okkar, en við vitum að amma og afi í Norðurbrún standa sig frábærlega sem okkar staðgenglar á staðnum. Við sláum bara upp veislu um leið og við fáum guttann okkar heim á morgun!
Eftir hlaupið fórum við á skemmtilegt kaffihús á Akranesi og þegar heim var komið tók við rólusmíði, en við vorum að klára fyrir stundu. Rétt í þessu var elskan mín að koma heim með eitthvað gúmmelaði frá Austurlandahraðlesinni, later...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérnahér...þær eru duglegar þessar Glennur. Vantaði bara eina í þriðja sætið!
Sóla (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:25
Glæsilegt hjá ykkur öllum!
Börkur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 08:16
Til hamingju aftur bæði tvö var með nokkrar fleiri myndir sendi þér á póstinn eftir helgi
Fjóla (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.