Leita í fréttum mbl.is

Hneturúnnstykki í morgunmat

Það þýðir bara eitt, já einmitt í dag var vigtunardagur.  Það var fámennt en góðmennt í þessari vigtun, mættar voru Bibba, Vala og Jóhanna.  Það er skemmst frá því að segja að Jóhanna tók þetta á Ipponi eina ferðina enn með 0 í frávik, við hinar vorum allar aðeins yfir okkar markmiðum.

Ég var með nákvæmlega eitt kg í frávik sem er náttúrulega ekki mjög gott vigtunarkeppnislega séð en ...  Eftir þessa lotu (þetta var vigtun 5 af 6) reikna ég með að sækja um breytingu upp á + 1 kg eða í 63 kg.  Það er n.b. mjög vel ígrunduð ákvörðun og hér fyrir neðan verða taldar til nokkrar ástæður þess: 

  • Í fyrsta lagi var ákvörðun um að létta mig í 62 kg (úr 64 kg/ úr 66 kg sem var upprunalega kílóið mitt í keppninni) tengd keppnismarkmiðum í hlaupunum og átti að vera tímabundin. 
  • Í annan stað finnst Jóhönnu ég miklu sætari þegar ég er 63. 
  • Í þriðja lagi þá þarf voðalega lítið til að leggja mann í rúmið þegar maður er með svona lága fituprósentu (13 - 17% eftir mismundi mælingaraðferðum...).  
  • Í fjórða lagi þá verður rassinn á manni soldið asnalegur ef maður er of grannur (það segir Bibba alla vega). 
  • Í fimmta lagi þá held ég að ég verði búin að ná hlaupamarkmiðunum áður en til formlegrarar þyngingar kemur, sem verður einhvern tíma í september Grin

Hnetuvínabrauð og kaffi, Laugavegsspjall og slúður að vigtun lokinni, mmmmm.  Framundan er hádegismatur á einhverjum sjávarréttarstað rétt hjá Gullinbrú, spennandi. 

Ja, vi rike har det gott, eins og hún mor-mor sagði alltaf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

1. þú þolir örugglega að vera í 66 kg, þannig 63 er ok

2. ekki verra að verða sætari

3. ekki gott að vera of léttur að það stofni heilsu manns í hættu

4. aldrei verra að vera með klípulegri rass

5. þú nærð þeim markmiðum sem þú ætlar þér hvort sem þú ert 62 eða 63 kíló :)

þannig að GO FOR IT!....

Sigrún Þöll, 9.7.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já, já ég veit svo sem alveg að ég má við kílói í plús.  En það er alveg sama hvað maður er búin að vera mjóna lengi, maður er dauðhræddur við allar breytingar í þyngd og verður að skoða vel hvers vegna maður vill breyta :)

Eva Margrét Einarsdóttir, 10.7.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Sigrún Þöll

svo bara ef þér líður illa í 63 kg, þá bara ferðu aftur niður í 62 :)

Sigrún Þöll, 10.7.2009 kl. 09:52

4 identicon

Takk fyrir frábærar samverustundir eins og ævinlega :)

Bibba (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband