18.7.2009 | 18:59
Óshlíðin 2009
Þetta ferðalag okkar ætlar að verða eitt heljarinnar ævintýri! Óshlíðarhlaupið í gærkvöldi var hreint út sagt frábært, tipp topp skipulagning, frábær stemmning, veðrið eins, best verður og við í stuði. Það er skemmst frá því að segja að Þórólfur sigraði hlaupið á rétt rúmum 37 mínútum, ótrúlega flottur! Ég var fyrst kvenna og tók besta tímann minn á árinu 41:35.
Í dag var svo skemmtiskokk, 4 km frá Silfurtorginu á Ísafirði. Gabríel hljóp með pabba sínum og stóð sig heldur betur vel, varð 3. í sínum flokki, fór á pall og fékk brons.
Ég skokkaði með Lilju á bakinu og hún skríkti svoleiðis og hló að það voru allir í kasti í kringum okkur. Gamanið entist í 3 km, þá vildi mín hlaupa soldið sjálf og fara að leika í leiktækjum sem urðu á vegi okkar svo var mín eiginlega búin að fá nóg. Þá tók við ævintýrastund að hætti mömmu til að koma henni alla leið í mark án þess að tapa allri lífsgleði... Það tókst og hún hljóp sjálf síðasta spottann.
Ég var svo með smá fyrirlestur á Hótel Ísafirði í tengslum við hlaupahátíðina og það gekk allt saman vel líka. í kvöld er svo bara kósíkvöld og afslappelsi fyrir næstu áskorun, Vesturgötuna, en við ætlum að taka styttri vegalengdina. Rock and roll!
Gabríel í nýju takkaskónum!
Það þarf nú oft ekki mikið til að gleðja mann
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju þið eruð snögg :)
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 19.7.2009 kl. 00:11
Dísus, þið eruð rosaleg alveg og þið Vala eruð þvílíkt að halda Glennumerkinu á lofti þessa dagana, til hamingju.
Ásta (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.