24.7.2009 | 15:33
Ármannshlaupið 2009 og Piotr
Sumir dagar koma manni skemmtilega á óvart, þannig var gærdagurinn. Við hjónin vorum svona passlega stemmd fyrir Ármannshlaupið, fundum ennþá fyrir átökum síðustu vikna og ákváðum því að láta þetta bara ráðast allt saman. Fórum í langan hjólatúr um morguninn til að liðka okkur aðeins og vorum nær dauða en lífi af kulda á eftir, þvílíkar verðrabreytingar...
En alla vega, hlaupið gekk vonum framar og ég var 41:39, bara 4 sek frá Óshlíðartímanum mínum þrátt fyrir heilmikið rok á brautinni. Það segir mér bara að ég er að styrkjast með hverri raun og nú fer að koma tími á pb. Í þetta skipti fékk ég líka góða keppni um 3. sætið frá henni Margréti Elíasdóttur, á eftir Írisi Önnu og Arndísi Ýr. Ég átti harma að hefna eftir Miðnæturhlaupið þar sem hún tók mig í nefið á síðasta km en nú var ekkert gefið eftir og 3. sætið var mitt. Við hjónin tókum svo annað sætið í sveitakeppninni með honum Jósep vini okkar en sveitin okkar hét Koma svo til heiðurs Gísla ritara .
Á endaspretti, ekkert gefið eftir!
Hann Piotr félagi okkar tók þessa mynd en við fundum hann á Akureyri hjá honum Orra bróður og tókum hann í tveggja daga fóstur. Orri tilheyrir nefnilega einhverjum Hospitality Club á netinu og fær iðullega til sín ferðamenn í gistingu. Oftar en ekki er hann búin að steingleyma hvenær og hverjum hann hefur lofað að koma og það er alltaf spennandi að sjá hvort einhver hringi á dyrabjöllunni með allar pjönkur sínar...
Piotr er frábær náungi frá Póllandi, sem býr á Írlandi og kom til Íslands til að hjóla um landið. Hann vinnur við hugbúnað og hefur áhuga á öllu mögulegu, m.a. ljósmyndun og var með flottar græjur með sér. Hann tók sér mánuð í að hjóla hringinn og svaf nú yfirleitt í tjaldi og var þess vegna alsæll að komast í rúm inn á milli. Hann var svo glaður að vera með okkur á Akureyri að hann bauð okkur öllum út að borða á Greifanum í þakkarskyni. Við buðum honum svo að vera hjá okkur í tvær nætur þegar hann kæmi í bæinn og nú er hann á leiðinni til Keflavíkur þar sem hann verður næstu daga, áður en hann heldur heim til Írlands á ný.
Fjölskyldan og Piotr
Piotr var ekki sá eini sem við tókum að okkur á ferðalaginu. Á leiðinni norður fengum við nefnilega símtal þar sem við fengum formlegt leyfi til að verða stoltir eigendur Skotta (racerinn hans Gísla ) sem hefur verið í fóstri hjá okkur síðustu mánuði. Mikil gleði, enda vorum við orðin mjög svo náin og ég gat ekki alveg séð fyrir mér að senda hann frá mér aftur. Gaman.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með frábæran tíma og Skotta!
Sóla (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:14
Takk, takk
Eva Margrét Einarsdóttir, 25.7.2009 kl. 22:23
þú ert búin að vera rosaleg í hlaupunum síðustu vikur, til hamingju með þessa flottu tíma :) og til hamingju með að vera formlega orðin racer eigandi, ég er svo mikið að skoða mér hjól þessa dagana..hver er stærðin á skottanum þínum ?
María Ögn (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:55
Takk, takk í hlaupunum þá er ég á heimavelli . Skotti er 54", eins gott að ég sé ekki að bulla eitthvað, en ég er nokkuð viss um það. Skal fá það staðfest hjá Gísla.
Eva Margrét Einarsdóttir, 28.7.2009 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.