30.7.2009 | 14:49
Tvíþraut í Hafnarfirði
Stundum þá þarf ég að klípa sjálfa mig til að vera viss um að mig sé ekki að dreyma. Ég er í alvöru að taka þátt í hverri skemmtuninni á fætur annarri, fá að vera með frábæru, jákvæðu afreksfólki sem finnst ekkert skemmtilegra en að sjá hversu langt það kemst í hverri þraut. Það er sko langt frá því að vera sjálfsagt mál.
En alla vega þá tókum við hjónin þátt í Tvíþraut í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. Á dagskránni var 5 km hlaup, 30 km hjól og svo aftur 5 km hlaup. Ég keppti á honum Skotta okkar en Þórólfur fékk lánað hjól hjá honum Steini. Frábært veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Ég kláraði þrautina á 1:41 en tímarnir voru ca svona - hlaup 5 km 20:34 - hjól 30 km 58:30 - hlaup 5 km 21:30 - plús skipti tímar. Mjög ánægð með þetta allt saman, sérstaklega sátt að ná að halda yfir 30 km/klst á hjólinu eftir að hafa hlaupið frekar hraða 5 km. Þórólfur stóð sig líka með miklum sóma og kláraði þrautina á 1:36, 5. í heildina.
Toppaði kvöldið að hitta frábæra afreksíþróttakonu, Karen Axelsdóttur, þríþrautarkonu sem býr í Bretlandi og er í heimsklassa í Ólympískri þríþraut. Hún rústaði okkur stelpunum að sjálfsögðu en það sem meira var, hún var í hælunum á fyrsta karli, honum Torben, en hann á Íslandsmetið í hálfum járnkarli og annan besta tímann í heilum. Steinn sem á Íslandsmetið í heilum járnkarli þurfti að játa sig sigraðan fyrir kvenpeningnum í gærkvöldi. Respect! Hún var svo dugleg við að hvetja okkur stelpurnar áfram og gefa okkur góð ráð. Hef svo sannarlega eignast nýja fyrirmynd!
Fyrstu þrjár konur, Eva (2) , Karen og Lára (3).
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Karen er systurdóttir mannsins míns og mjög flott stelpa, hefur toppkeppnisskap, kát og lífsglöð
Silla (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:21
Hver var tíminn hennar?
silla (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:23
Hæ Silla, hún var á 1:26:59. Hérna eru annars úrslitin: http://ultraironman.wordpress.com/2009/07/30/tvi%c3%beraut-28-juli/
Eva Margrét Einarsdóttir, 31.7.2009 kl. 09:08
Býr þessi Karen kannski í London? Ég var búin að heyra miklar frægðarsögur af einni slíkri frá mömmu stelpu sem var au pair hjá henni. Þetta hlýtur að vera sama manneskjan. En Eva, þú stóðst þig líka helvíti vel....og Þórólfur auðvitað líka.
Sóla (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:35
Fyrirmynd fyrirmyndar......
Ása Dóra (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:01
Vinkona mín benti mér á þennan pistil um Karen á Þríþrautarsíðunni: http://www.triceland.net/content/view/109/39/
Eva Margrét Einarsdóttir, 31.7.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.