Leita í fréttum mbl.is

Nú verður ekki aftur snúið

Orð eru til alls fyrst segir einhvers staðar.  Ekki grunaði mig samt að þegar ég missti það út úr mér í endorfínvímu eftir Powerade hlaup í vetur, að það væri kannski gaman að vera með í Hálfum Járnkarli í ágúst, að sú yrði raunin.  Gísli ritari var eins og 'kid in a candy store' um leið og ég var búin að missa þetta út úr mér og það var sama hvað ég reyndi að segja honum að þetta hefði nú bara verið grín hjá mér, hann var komin með stórhættulegan glampa í augun...

Svo veit ég ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna, þá hitti ég Stein sem segir að það sé nú alveg frábært að ég ætli að vera með í Hálfa Járnkarlinum...  Ha!!!  Nei, það var bara grín o.s.frv.

Nokkrum vikum seinna í símtal við Bibbu, 'Ætlar þú svo að vera með í Hálfa Járnkarlinum?'.  Neihhhhh....  Ja, Gísli var eitthvað að tala um það...

Á leiðinni til Akureyrar keyptum við racerinn hans Gísla, 'Þú verður þá pottþétt með í Hálfa, er það ekki?'   Humpfff.... 

Á Ísafirði í markinu á Óshlíðarhlaupinu hitti ég svo Gumma og Ölmu.  'Já, mín bara búin að skrá sig í Hálfa Járnkarlinn???'.  NEIIIIII!!!!   'Ja, þú ert alla vega skráð'.  Gísliiiiii....

Þegar við vorum í bústaðnum fyrir nákvæmlega viku síðan fórum við í sund á Selfossi og þar sem ég var eignilega alveg farin að geta rétt handlegginn alla leið upp yfir höfuð eftir viðbeinsbrot/brákið í hjólaslysinu mínu þá hvíslaði ég að Þórólfi; 'Ég ætti kannski að prófa hvort ég geti synt skriðsund...'.   Fram að þeirri stundu hafði ég samtals synt 250 m á síðasta ári, 100 m í nóvember og 150 m í maí (þar af 50 bringu Tounge).  Ég synti 500 m og fann ekki fyrir handleggnum.  Nákvæmlega á þeirri stundu fór að renna upp fyrir mér að það væri hugsanlega, mögulega, ef til vill örlög mín að keppa í Hálfum Járnkarli í Hafnarfirði 2009!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að vera í klappliðinu og fylgjast með þér Eva og hinum. Ég mun gefa þér kraft með hrópum og köllum.

Alma María (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:48

2 identicon

Þetta verður bara gaman, Eva! Komaso!!

Gísli ritari (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 18:35

3 identicon

Nú væri rétt að rifja upp bloggfærslu frá þér sem hét "Segðu bara já"
:)

Bibba (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Góður punktur Bibba, ég hafði nú bara gaman af að rifja þetta upp: http://evaogco.blog.is/blog/evaogco/entry/613959/

Eva Margrét Einarsdóttir, 6.8.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband