6.8.2009 | 22:33
Síðasta æfingin
Þegar það var runnið upp fyrir mér að ég væri sannarlega að fara að taka þátt í hálfum Járnkarli þá flýtti ég mér að grafa upp þríþrautarbók sem við hjónin keyptum í New York ferðinni okkar í fyrra. Í bókinni eru fleiri þríþrautar prógrömm bæði fyrir Ólympíska þríþraut og Iron Man. Ég fann líka eitt prógram fyrir hálfan Iron Man en það var 18 vikur! Ég smellti mér bara beint inn í viku 17 og er samviskusamlega búin að æfa eftir prógramminu í 9 daga .
Ég náði líka að fara á tvær hjólaæfingar með HFR og var örugglega mjög pirrandi því ég notaði ALLAN tímann til að spyrja og spyrja meira... Albert þjálfari er örugglega með þolinmóðari mönnum því hann var ekkert nema almennilegheitin og ráðlagði mér sem best hann gat.
Sundið er klárlega mín veikasta hlið og þá leitaði ég til hennar Bibbu minnar. Hún og Ásgeir tóku mig í einkaþjálfun um helgina og fínpússuðu það sem hægt var, svona einn tveir og þrír. Ég er svo búin að vera meira og minna í sundi, mest til að ná því að slaka vel á og sannfæra sjálfa mig um að ég geti komist þessa 1900 m án mikilla átaka. Bibba og Ásgeir voru líka svo sæt að lána mér allan þann þríþrautarútbúnað sem mig vantaði og miðluðu af reynslu sinni, en það hefur sannarlega skipt sköpum fyrir mig, takk!
Í dag voru síðustu æfingarnar mínar, 30 km hjól og 30 mínútna hlaup í morgun og svo synti ég 1000 m í kvöld. Kroppurinn er í toppstandi, leið ljómandi vel á öllum æfingunum.
Nú sit ég hér og súpa Cabó Load, alveg tilbúin í að slaka aðeins á í tvo daga og hlakka til að takast á við enn eina áskorunina. Ég er alveg laus við að vera stressuð núna, ég er eins vel undirbúin og hægt er, miðað við tíma, aldur og fyrri störf... Þetta verður örugglega gaman!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli þetta verði ekki einn af hápunktum sumarsins :) Hlakka til að heyra frá ævintýrinu á mánudaginn :)
Þú átt eftir að standa þig svo vel! Bara það að fara í þessa keppni er nótla AWESOME!!!
Sigrún Þöll, 7.8.2009 kl. 08:41
Shitturinn titturinn hvað ég er orðin spennt, er samt hrædd um að ég nái lítið að hvetja þig krútta mín, verð á fótboltamóti á Selfossi. Hugsa samt stíft til þín.
Ásta (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 15:07
Takk Ásta mín. Gabríel er líka að keppa á Selfossi um helgina svo við sjáum þig kannski þar. Þórólfur verður pottþétt eitthvað á morgun og ég reyni að koma eftir brautarskoðun ef allt gengur upp.
Eva Margrét Einarsdóttir, 7.8.2009 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.