Leita í fréttum mbl.is

Timetrial

Í gærkvöldi var Íslandsmeistaramótið í Tímakeppni í hjólreiðum, 20 km á Krísuvíkurveginum.  Ég ætlaði alltaf að vera með í þessari keppni, þ.e. fyrir járnkarl, en var ekki viss um hvernig ég kæmi undan honum og ákvað að taka bara stöðuna á keppnisdegi.  Var bara spræk í gær og þó svo að ég vissi að ég myndi nú ekki vera að fara að slá nein met þá ákvað ég að láta vaða.  Markmið dagsins voru a) að fá að hitta Karenu Axelsdóttur og reyna að fræðast eins mikið og ég gæti af henni fyrst ég missti af fyrirlestrinum hennar  b) að kynna mér hvernig þátttaka í svona keppni fer fram c) gera eins vel og ég gæti með 1/2 járnkarl í lærunum.

Í tímakeppni er einnig leyfilegt að nota ýmiskonar hjólabúnað til að minnka loftmótstöðu sem annars er ekki leyfilegur í hefðbundnum götuhjólreiðum þar sem allir keppendur er ræstir saman.  Keppendur eru svo ræstir af stað með mínútu millibili keppendum raðað eftir árangri á sambærilegum mótum þannig að íslandsmeistari síðasta árs er ræstur síðastur.  Langflestir keppendurnir í gær voru með sérstakar gjarðir til að minnka loftmótstöðu, sérstaka hjálma og ég veit ekki hvað.  Ég og Skotti minn komum bara 'au natural' Cool.

Ég spurði Karen ráða fyrir keppni hvort það væri ekki lagi fyrir mig að taka þátt, hvort ég gæti skemmt eitthvað fyrir mér og fékk þau svör að það væri í fínu lagi en ég mætti reikna með svona 80% afköstum að hámarki.  Hún ráðlagði mér með gíra og tók mig með í upphitun, góð lexía þar.   Keppnin var alveg ótrúlega skemmtileg og miðað við aldur og fyrri störf var ég sátt með árangurinn og n.b. ég var síðust í kvennaflokki!  Karen sem er í algjörum sérflokki varð Íslandsmeistari en á okkur hinum munaði innan við 50 sek.  Hérna eru úrslitin!  Við erum allar farnar að huga að næstu keppni sem verður þann 30. ágúst og þá verður barist til síðasta blóðdropa... 

Í startinu
Á harðakani
Myndir af www.hfr.is  Ljósmyndarar: Albert og Kristinn

 

Í gær var sýnt smá viðtal við mig og fleiri í Íslandi í dag vegna umfjöllunar um Reykjvíkurmaraþon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband