Leita í fréttum mbl.is

Blehhh...

Var einmitt að spá í það á miðvikudagskvöldið hvernær ég kæmi niður af 'high-inu' eftir sunnudaginn.  Maður verður nefnilega svo uppfullur af orku þegar vel gengur í erfiðri þraut að það er eiginlega til vandræða. 

En á fimmtudagsmorgun eftir tímakeppnina og Glennusaumaklúbb á eftir þá var ég alveg eins og skotin, tómt á tankinum og ég rétt gat lufsast á hjólinu í vinnuna og heim aftur.  Ákvað að taka börnin með mér í bíó eftir vinnu þar sem ég vissi að ég væri ekkert spennandi kompaní, þau sáu Ísöldina 3 og ég dottaði þeim við hlið.  Þórólfur fór í golf eftir vinnu svo eftir að litla skottið var komin í bólið, skreið ég upp í sófa með rauðvínstár og vafði mig inní teppi.  Nennti ekki einu sinni að horfa á sjónvarpið, gerði bara nákvæmlega ekki neitt nema slaka á fyrir svefninn. 

Í dag var ég ennþá þreytt.  Fór snemma heim úr vinnunni og er bara búin að lufsast með fjölskyldunni minni, ekki gera handtak meira en ég þarf.  Hlakka til að fara snemma að sofa í kvöld, zzzzzzzzz.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis tilbreyting að lesa svona færslur hjá þér. Þú ert þá mennsk eftir allt saman!

Sóla (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ójá Sóla mín, meira segja mjög svo!  Það er bara ákveðin og meðvituð taktík hjá mér að tína til það sem mér finnst jákvætt og skemmtilegt til að skrifa niður og sleppa hinu.  Mér finnst nefnilega eins og það að skrifa eitthvað gerir það raunverulegra og minnistæðara og þá er eins gott að það séu aðallega jákvæðu hlutirnir, smá secret pæling eða þannig .

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband