20.8.2009 | 10:14
Bara 10!!!
Er búin að vera alveg ótrúlega þung á mér síðustu daga, með framandi harðsperrur í lærunum eftir timetrialið og var verulega farin að efast um að ég kæmist alla 10 km á laugardaginn, hvað þá á einhverjum tíma... En í gær á sprettæfingu fann ég mig vel, sprettirnir voru mér auðveldir og ég var létt á mér. Allt annað að fara inn í helgina með þessu hugarfari og nú hlakka ég til að spreyta mig.
Það er þvílík stemmning að myndast hérna hjá okkur í vinnunni. Það er þó nokkur pressa á starfsmenn að taka þátt, sumum til mikillar armæðu en flestir eru alsælir um leið og þeir eru búnir að skrá sig. Ég er í hálfu starfi sem hlauparáðgjafi og sálfræðingur þessa dagana, mér finnst það ekkert leiðinlegt og reyni að vinna á tvöföldum hraða þess á millli... Daníel Smári verður með fyrirlestur hjá okkur í hádeginu í dag og á morgun er íþróttafatadagur, allir að mæta í spandexinu, vúhúúú...
Ég er reyndar dissuð hérna til hægri og vinstri fyrir að fara BARA 10 km. Ég fæ ekkert kredit fyrir að hafa farið hálft maraþon í hálfa járnkarlinum um daginn og það er ekkert tekið mark á mér þegar ég segi að ég væri frekar til í að fara hálft eða heilt maraþon rólega en að blasta 10... Fólkið mitt hérna er ekki að kaupa það. Þeir sem ætla hálft eða heilt marathon, nota því hvert tækifæri til að segja öðrum frá því hvað þeir séu nú æðislegir á meðan hlaupadrottningin sjálf ætli nú BARA að fara 10!
Eins gott að maður sé með breitt bak... .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ekki bara betra að vera með harðsperrur í lærunum þegar maður fer í keppni ;) hihihihihihi
ég vona að ég hafi ekki dissað þig með 10k! held að fólk meini ekkert illt með því að segja "BARA 10!" væntingastuðullinn er bara hærri á þig hehehe :)
ohh ég hlakka svo tiliiil!
Sigrún Þöll, 20.8.2009 kl. 11:19
Öss, þú ert umkringd byrjendum. Vita þau ekki að það eru gæðin en ekki magnið sem skipta máli? Megir þú komast á pall á morgun eða bæta tímann þinn eða helst bæði...
Sóla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.