23.8.2009 | 21:03
Samanburður og rannsóknir
Ég er ekki Business Analysti fyrir ekki neitt og vinn við greiningar daginn út og inn... Er búin að leggjast yfir hlaupið í gær og bera saman við síðasta 10 km hlaupið mitt og það er mjög fyndið að sjá munin á því hvernig ég hleyp, þegar ég hleyp eins og ég hleyp... Og svo hvernig ég hleyp eins og einhver annar .
Ármannshlaup 23.07.2009 en við fengum þá töluvert sterkan mótvind frá km 5 - 9:
RM 22.08.2009:
Fyrstu 3 km eru allt of hraðir fyrir mig, við erum komin 23 sek undir áætlun eftir 3, en jafnframt er mesta hækkunin í hlaupinu á 1. og 3. km. Á 1. og 3. km fæ ég max pace 3:10 en það hef ég bara aldrei prófað áður svo ég viti til. Km 4 og 5 eru svo aftur á móti nokkuð yfir goal pace þannig að við erum rétt undir áætlun eftir 5 km eða á 19:53 þegar ég kveð mína menn.
Nú er ég orðin spennt að sjá hvernig mér tekst til í Reykjanes maraþoninu og bera saman við þessar niðurstöður, en þar verður ekkert annað í boði en bæting n.b.
Annars fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvaða snilldar hugbúnað ég er að nota með Garminum þá heitir hann SportTracs. Frítt á netinu, gargandi snilld!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Eva,
Ég held að það sé ekki gott að treysta um of á hraðann sem Garmin sýnir hverju sinni. Ómögulegt að við höfum hlaupið á 3:10 hraða. Mín tilfinning var að við hlupum á mjög jöfnum hraða á 4mín tempói eftir 1. km.
mín splitt (tekin við keilurnar) -> 5sek yfir startlínu. 3:45; 3:59; 3:54; 4:10; 4:02 (19:57); 4:02; 4:07; 3:59; 4:00; 3:59.
Kv Biggi
Birgir Sævarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:19
Sæll Biggi og takk fyrir samfylgdina, úff þetta átti ALLS EKKI að vera þetta er allt hérunum að kenna pistill!!! Mér fannst sko ekkert leiðinlegt að elta ykkur félagana, það gerði mér alveg örugglega gott og nýtist í næstu hlaupum. Ég vil taka það skýrt fram, hefði átt að gera það hér að ofan, að ég var ekki að fara undir 40 í þessu hlaupi, hvorki með eða án héra!!!
Það er líka engin spurning um að þið eigið að miða ykkar splitt við keilurnar, Garmurinn minn mælir hlaupið tæpum 100 m lengra og pípti rétt fyrir keilurnar. Já, ég er eiginlega alveg sammála þér með max pace-ið á Garminu, það eru engin skilyrði fyrir því að hraðanum sé haldið í ákveðin tíma þannig að það segir manni ekki svo mikið. Í SportTracs forritinu sé ég að max pace er 3:23 en þar er skilyrði að hraðanum sé haldið í X langan tíma.
Tilgangurinn með að skoða samanburðinn á þessum tveimur hlaupum er einungis ætlaður til þess að læra af, fyrir mig persónulega og hvernig ég næ að hámarka minn árangur. Þar sem ég fæ ekki héraþjónustu á hverjum degi þá þarf ég að nota upplýsingarnar úr Garminum hjá mér. Ég fór reyndar yfir fleiri hlaup og þau hlaup sem mér hefur gengið best í þá hleyp ég fyrstu 3 km örlítið yfir goal pace.
Flott að fá splittin frá þér, mér sýnist Garmurinn og þín splitt vera nokkuð sambærileg á fyrstu 3 km 11:38 hjá þér vs. 11:37 hjá mér
Eva Margrét Einarsdóttir, 24.8.2009 kl. 11:45
Hæ Eva,
Ég tók þessu alls ekki illa :-). Vildi bara nefna það við þig að festast ekki um of í Garmin pælingum. En það er örugglega rétt að hlaupa örlítið hægar fyrstu 3km til að ná því besta úr sér í 10km. Alveg sammála því.
Kv Biggi
Birgir Sævarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.