Leita í fréttum mbl.is

Made my day :)

Fyndið, gæti notað fyrirsögn síðustu bloggfærslu aftur í dag!  Hef sennilega óvart secretað þetta en ég tók þátt í MÍ 5000 m í dag og tíminn var (óstaðfest) 20:01.  Fékk fyrst að vita að ég hefði verið á 19:59:98 og var alsæl með það, skrýtið hvað ein sek. getur haft mikið að segja... 

En alla vega, hlaupið var mér frekar erfitt, var þung á mér og streðaði með öndunina.  Var mjög fljót að komast í 'dóla þetta' gírinn og hengdi mig á hælana á henni Hrönn og lét það gott heita.  Fann ekki fyrir nokkru hungri í að gera neitt meira en það.  Þórólfur aftur á móti stóð sig eins og hetja í 10000m hlaupinu og bætti sinn besta tíma um nokkrar sek., var á 36:37, ótrúlega stolt af mínum manni.  Hann var líka bara svo flottur á brautinni!

Var svona frekar blehhh... þegar ég kom heim og var að kveðja barnapíurnar út á tröppum með henni Lilju minni, þegar við sjáum konu koma skokkandi niður brekkuna.  Hún stoppar þegar hún sér mig og segir: 'Fyrirgefðu en má ég aðeins trufla þig', ég hélt það nú...  ´'Mig langaði bara svo að segja þér að ég var á Rotary fyrirlestri hjá þér fyrir ári síðan og hann hafði svo mikil áhrif á mig.  Ég var mikið búin að hugsa um það sem þú sagðir og í febrúar þá tók ég mig loksins til og fór út að skokka í fyrsta sinn.  Ég hélt ekki út nema í tæpa mínútu, labbaði, náði andanum og skokkaði svo pínu meira...  Nú hleyp ég 13 km hring!  Ég er líka búin að léttast um 6 kg.  Mig langaði bara svo að þakka þér fyrir og láta þig vita hvaða áhrif þú hafðir á mitt líf.'

Úff, hvað getur maður eiginlega sagt...  Ég sagði bara: 'Veistu það, You made my day, TAKK'.

Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá en frábært að fá svona hrós. Þú hefur alveg sannarlega breytt lífi margra með útgeislun þinni og hvatningu.

Gangi þér rosa vel á sunnudaginn Eva. Þú rúllar þessu upp.

Kær kveðja úr Garðabænum.

Alma María (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband