Leita í fréttum mbl.is

Sveitaferð og Íslandsmeistaramót

Við fjölskyldan lögðum af stað í sveitina á laugardaginn en á dagskrá var fjölskylduútilega, í Hellishólum, með vinnunni hans Þórólfs.  Þetta var heilmikið fyrirtæki hjá okkur, við þurftum að fara á tveimur bílum, því ég var að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum á sunnudeginum.  Við skildum hjólið eftir upp í bústað hjá okkur þar sem við gistum svo um nóttina og héldum áfram að Hellishólum. 

Þvílík blíða!  Fullt af skemmtilegu fólki, ratleikur og grill í lokin.  Krakkarnir voru alveg í essinu sínu, fundu sér leikfélaga og nutu þessa að vera úti í blíðunni.  Eftir grillveisluna og spjall þá héldum við aftur í bústaðinn og komum öllum í ból.

Ekki var sunnudagurinn síður fallegur.  Vaknaði snemma, tók keppnisrútínuna mína og brunaði að Nesjavöllum.  Við vorum fjórar konur sem mættum til leiks og okkur var startað rétt á eftir körlunum.  Í fyrstu bekkunum slitum við Lára okkur frá þeim Bryndísi og Sibbu, við hjóluðum svo saman rúma 40 km mjög spakar og skiptumst á að brjóta vindinn.  Keppni í hjólreiðum er mjög frábrugðin hlaupunum, það er deginum ljósara, gengur miklu meira út á taktík og hluti af því er að hjóla frekar hægar og vera í samfloti því það er svo gríðarlegur (30%) munur á því að drafta og kljúfa vind. 

Þegar við vorum búnar með hringinn á Þingvöllum hófst slagurinn og það hefur örugglega verið mjög kómískt að horfa á okkur stöllur.  Ég leiddi alla leiðina til baka, með Láru í 'rassinum' á mér.  Hún neitaði að gefa sig og ég  hjólaði sikk sakk til að þreyta hana.  Var örugglega eins og ótemja að reyna að hrista hana af mér.  Það var nú samt ekki fyrr en við komust í alvöru brekkur að ég gat rifið mig í burtu og þá var þetta líka komið.  Ég var óþreytt og brekkurnar voru því lítið mál.  Var lang fyrst í mark á 2:11:03 en þetta var 64 km leið, meðalhraðinn rétt um 30 km/klst. 

Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2009
  

Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2009

Haffi og Eva

Mynd frá Kidda af www.hfr.is en þar er að finna nánari úrslit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo ótrúlega dugleg Eva :)  Tek þig til fyrirmyndar á næstunni ;) Kveðja Linda parísarpæ.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:16

2 identicon

Þú getur allt, Eva. Bið að heilsa Skotta litla.

Gísli ritari (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir!  Skotti litli stóð sig frábærlega, sló ekki feilpúst frekar en fyrri daginn enda var ég búin að dekra við hann, smyrja og bóna svo hann væri glaður .

Eva Margrét Einarsdóttir, 31.8.2009 kl. 21:38

4 identicon

Til hamingju - þú ert ótrúleg :) Og svo ég hermi eftir fyrri póstinum, þá hafðir þú mikil áhrif á það að ég fór í mitt fyrsta 10 k hlaup núna ;) Frábært að lesa póstana þína!

R (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:38

5 identicon

Mig er nú farið að langa til að hitta Skotta  ég á Skottu (tík) sem er góður göngufélagi.

Hjartanlega til hamingju Eva, með þennan sigur og alla aðra

Dagbjört Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband