16.9.2009 | 20:40
Breyttir tímar
Afi minn sagði einhvern tíma, 'Allir hlutir hafa tilhneigingu til að enda heldur vel'. Afi minn var enginn rugludallur.
Í fyrsta skipti á hlaupaferlinum erum við hjónin komin með alvöru hlaupaþjálfara, þ.e.a.s. fyrir utan okkur sjálf . Í stórum skokkhópum þá er ekki hægt að ætlast til annars en að leiðbeinandi skipuleggi almennar æfingar sem henta meirihlutanum. Það eru mörg ár síðan við hjónin fórum að grúska sjálf í að finna prógrömm og setja upp okkar eigin æfingaáætlanir með tilheyrandi pælingum og vinnu.
Það er þess vegna þvílíkt dekur að fá prógramm tilbúið með slaufu, fá aðhald frá þjálfara (sem er ekki í hjónabandinu...) og æfa með sér betri hlaupurum. Æfingin byrjaði á þéttri upphitun að hætti ÍR-inga en þeim er meinilla við að gera nokkurn skapaðan hlut á yfir 5:00 pace-i. Í dag voru svo hraðir sprettir í aðalrétt, 800 m (pace 3:33) - 4 mín skokk - 600 m (pace 3:35) - 3 mín skokk - 400 m (pace 3:25) - 2 mín skokk og svo 200 m (pace 3:13) að lokum.
Bara svo það sé skjalfest og opinbert, þá kom í ljós eftir sprettina að allir mínir sprettir voru örlítið hraðari en ektamannsins! Það eru fréttir til næsta bæjar og ef ég þekki minn mann rétt þá mun það ekki gerast aftur í bráð, fái hann einhverju um það ráðið .
Eftir sprettina var svo farið í framstig, 2 * 40 stykki, takk fyrir, við létum annað settið duga... Við vorum eitthvað að væla í þjálfaranum um að við ætluðum að keppa annað kvöld. 'Já flott, þið eigið þá eftir að þakka mér fyrir 200 m sprettinn áðan þegar þið tætið á fljúgandi ferðí mark!'. Einmitt.
Við Gabríel erum búin að skrá okkur í Saucony 5 km í Árbænum annað kvöld, bóndinn er ennþá að ákveða sig hvort það sé girnilegra að passa eða blasta með okkur...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir aðganginn Eva og innilega til hamingju með Gabríel og þjálfarann líka Hlakka til að fylgjast með :)
Dagbjört Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 07:03
Er með þessar líka fínu harðsperrur eftir þessi nokkur framstig í gær. Sjáumst í blastgírnum í kvöld :)
Alma María (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:02
Vó...bara allt að gerast! Gabríel orðinn ýkt góður hlaupari og þið komið með brjálaðan þjálfara! Þarf ég sem sagt að fara í ÍR til þess að koma mér í almennilegt form?
PS Björg var mjööög ánægð með fötin og sagði bara: Kúúúúúúl! Kærar þakkir!
Sóla (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 20:37
Púff, þetta er svakakeyrsla, hljómar mjög vel.
Ásta (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.