22.9.2009 | 13:52
Betra er seint...
Í kvöld er afmæliskaffiboð fyrir familínuna heima hjá okkur. Það á reyndar engin afmæli núna. Við erum bara að fara að halda uppá afmæli strákanna (17. og 19. júlí) og vorum ekki búin að finna tíma fyrr... Í gær sleppti ég þess vegna sprettæfingunni með ÍR-ingum og hljóp í staðinn smá hring inn í Elliðaárdal beint eftir vinnu, til að geta svo útréttað fyrir veisluna. Í gærkvöldi krúttuðumst við hjónin svo við að baka (Þórólfur sér um gerbaksturinn á heimilinu) og undirbúa heita rétti ofan í mannskapinn. Á meðan gátum við horft á litla sjónvarpið okkar inní eldhúsi, allt annað líf!!!
Í dag var ég í þjálfarahlutverki í hádegisskokkinu, það er voða gaman til tilbreytingar. Samstarfskona mín er að fara eftir Sub 50 prógramminu og það voru 3 * 2000 m sprettir á 4:55 pace á dagskránni. Hún stóð sig eins og hetja, rúllaði þessu upp stelpan. Gaman.
Ég var búin að ímynda mér að nú færi að róast hjá mér í keppnum, þ.e. að það færi að minnka úrvalið, ég veit vel að ég þarf ekki að vera með í öllu . En það er nóg um að vera, Víðavangshlaup Framfara, Hjartadagshlaupið, Víðavangshlaup Íslands, Powerade, Haustþon... Við erum þá bara að tala um næsta mánuð, jeehawww... Maður verður ekki feitur, fúll og slappur á meðan.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir leyniorðið. Nú getur maður haldið áfram að ná sér í kraft af síðunni hjá þér. Kv. Anna María
Anna María (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:28
Velkomin
Eva Margrét Einarsdóttir, 24.9.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.