24.9.2009 | 09:56
Spettir, framstig og ballett
Hörku æfingadagur í gær. Fór með nokkrum úr vinnunni í hádegisskokk, en þessi hópur fer upp í Árbæjarlaug á miðvikudögum, hleypur þaðan svona 5 km hring og fer svo í pottinn. Ég var ekki með sunddót þannig að ég skokkaði bara úr vinnunni og hitti þau þar. Á leiðinni fékk ég hugmynd, þ.e. að það væri alveg brilljant fyrir mig að nota miðvikudagshádegin til þess að synda. Ég get þá verið samferða einhverjum úr hópnum upp í laug, synt á meðan þau skokka og hitt þau svo í pottinum á eftir og afgreitt þannig langsundsæfingu vikunnar!
Ég er bara að verða nokkuð leikinn í skiptingum frá hjóli yfir í hlaup. Kem venjulega skransandi heim á hjólinu eftir vinnu, skipti um skó, hendi af mér hjálminum og skokka svo annað hvort að ná í Lilju eða á æfingu. Þetta á örugglega eftir að koma sér vel í einhverjum Járnkarlinum í framtíðinni .
Í gær var það beint á æfingu, upphitun og svo sprettir á Laugardalsvellinum. Á dagskránni voru hraðir sprettir 400 - 500 - 600 - 500 - 400 og 4 mínútna skokk á milli. Eftir sprettina var svo farið 2 * 40 framstig og svo lærðum við nýja æfingu til að styrkja lappirnar. Þá teygir maður aðra löppina fram og sest niður á hækjur sér. Til að byrja með er best að halda sér í til að missa ekki jafnvægið og við vorum vægast sagt fyndin, eins og litlar ballerínur í röð, sem halda sér í stöngina að gera 'plie'.
Eftir þetta allt saman fórum við í könnunarleiðangur upp á ÍSÍ tún að skoða brautina í Víðavangshlaupi Framfara. Get ekki sagt að hún hafi verið neitt sérstaklega freistandi á þeirri stundu, lærin níðþung eftir spretti og framstig... Sé til hvernig stuði ég verð í á laugardaginn.
Nú er komið haust og það þá kemst ég í prjónagírinn. Er með eina lopapeysu í gangi en svo stalst ég til að byrja að prjóna trefil sem ég fékk uppskrift af í prjónaklúbbi ÍR stelpna. Það er eins með þetta og svo margt annað, það er alveg eins og ég sé í kappi við sjálfa mig... Ein umferð í viðbót, bara ein enn áður en ég fer inn að... já lesa smá, eina blaðsíðu í viðbót, bara eina enn. Ég var nefnilega að fá þriðju Millenium bókina (Karlmenn sem hata konur) og þarf að klára bókina sem ég er að lesa til að geta byrjað á henni.
Ég á ekki í nokkrum vandræðum með svefn, eins og skotinn þangað til klukkan hringir .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að detta í prjónagírinn aftur líka ... þú verður svo að setja inn myndir af því sem þú klárar, það er svo gaman að sjá hvað aðrir eru að prjóna :)
Agga, 25.9.2009 kl. 11:10
Ekki málið, geri það og uppskift líka
Eva Margrét Einarsdóttir, 25.9.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.