25.9.2009 | 12:56
Unglingurinn okkar
Við Gabríel skelltum okkur í Kringluna eftir kvöldmat í gær. Erindið var að græja krakkana upp fyrir veturinn. Við erum reyndar heppin með að fá mikið af fötum gefins á litla skottið en það þarf alltaf að kaupa eitt og annað eins og boli, nærföt og sokkabuxur. Við vorum ekki lengi að afgreiða dömuna í Name it og meðan við vorum að bíða eftir afgreiðslu þá datt mér í hug að spyrja hvort það væru til einhver föt nógu stór á herramanninn. Það var eitthvað pínulíðið til og konan kom til baka með gallabuxur sem Gabríel leist vel á. Kom í ljós að þær smellpössuðu og voru alveg eins og hann hafði dreymt um. Ekki skemmdi verðið fyrir en þær kostuðu heilar 2.990,- !
Gabríel fékk pening í afmælisgjöf sem hann mátti eyða í það sem hann vildi og maður fékk smá 'reality check' þegar hann sagði hvað hann vildi kaupa sér. Litli strákurinn minn vildi fara í Zöru og kaupa sér 'GEÐVEIKT' flotta skó! Skórnir voru ekki til í hans númeri í Kringlunni en afgreiðslukonan athugaði fyrir okkur í Smáralind og þeir voru til í réttri stærð þar. Við brunuðum upp eftir og náðum rétt fyrir lokun.
Í morgun brosti minn maður svo hringinn þegar hann var búinn að kría út leyfi til að fara í skólann í nýju gallabuxunum og skónum. Hann þurfti reyndar í staðinn að sitja undir ræðu frá foreldrunum um að hann mætti þá ekki fara í fótbolta, klifra yfir girðingar, renna sér niður brekkur á rassinum, draga tærnar á eftir sér á hjólinu eða bara eiginlega að gera nokkurn skapaðan hlut sem 11 ára strákum finnst gaman .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.