Leita í fréttum mbl.is

Góður díll ;)

Eitt af því sem við fengum í verðlaun í Reykjanesmaraþoni var Adidas hlaupabolur að eigin vali.  Við áttum erindi í Kringluna í gær og kíktum á úrvalið.  Við gátum valið um hlýrabol, stuttermabol, þunnan síðerma eða þykkan síðerma.  Af þessum þá voru þykku síðerma lang dýrastir en sennilega það sem okkur síst vantaði.  Þá hrökk hagsýna húsmóðirin í gírinn.  Ég spurði verslunarstjórann hvort að ég mætti, fræðilega, taka tvo dýrustu bolina, skila þeim svo og fá ódýrari í staðinn og nota mismuninn til að kaupa eitthvað á krakkana...  Hún horfði á mig í smá stund og 'Þetta er nú það besta sem ég hef heyrt í langan tíma.  Að sjálfsögðu máttu það, ég á hérna flottan galla á litlu skvísuna.'   Við enduðum með að fá sitt hvorn síðerma þunnan hlaupabol, hrikalega sætan jogginggalla á Lilju og Liverpool stuttbuxur á Gabríel í stíl við bolinn hans!

Gabríel í Liverpool gallanum
Gabríel pósar fyrir framan afrakstur keppna sumarsins :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband