27.9.2009 | 21:26
Hjartadagshlaupið 2009
Þetta var dagurinn hans Gabríels. Loksins, loksins fékk hann að halda upp á afmælið sitt (frá því í júlí) og hér var búið að bjóða hátt í 20 krökkum í partý seinnipartinn.
En fyrst var það Hjartadagshlaupið og í tilefni dagsins ákvað ég að hlaupa með stráknum mínum, honum veitti ekkert af stuðningi í rokinu í dag. Hann stóð sig þræl vel, hljóp á 24:03 og var 9 karl í mark og skilaði mömmu sinni 3. sætinu, en það voru 169 sem hlupu!!! Flestir voru langt frá sínu besta í erfiðri braut og miklu roki, þannig að hann getur verið virkilega ánægður með tímann sinn. Pabbi hans gerð sér lítið fyrir og vann 5 km hlaupið á 19:11 og komst í fréttirnar fyrir vikið! Hlaupafélagar okkar í ÍR tóku reyndar öll verðlaunin í dag, Ásdís var fyrst kvenna í 5 km og Birkir og Fríða Rún unnu 10 km hlaupið. Áfram ÍR .
Eftir brunch hjá ömmu og afa í Garðabær var haldið á uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í fótbolta á Broadway. Við skiptum þess vegna liði, ég fór í að undirbúa afmæli meðan Lilja svaf og Þórólfur fór með guttann á hátíðina.
Klukkan fjögur hófst svo fjörið hérna hjá okkur. Fyrst var chillað svolítið, hlustað á tónlist og hinkrað þangað til allir voru kominir. Upphífingar græjan okkar sló heldur betur í gegn hjá krökkunum, stelpurnar voru bara ekkert að gefa strákunum mikið eftir og sumir komu þvílíkt á óvart. Svo var það bíó og á meðan fór ég að sækja pizzur í liðið og ná mér í Sing Star græjur. Eftir bíó og pizzur var svo barist hatrammlega í ABBA og Queen Singstar og ég fékk að vera með, jeiii... Flottir krakkar og ég skemmti mér ótrúlega vel (án þess að gera út af við frumburðinn) og partýið endaði á því að Gabríel skoraði á mömmu gömlu í Bohemian Rhapsody .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.