Leita í fréttum mbl.is

Réttlætið sigrar að lokum

Í dag fékk ég þær fréttir að úrslitum í Akureyrarmaraþoni hafi verið snúið.  Sigurvegari í maraþoni kvenna á Landsmóti á Akureyri þann 11. júlí 2009 var Sigríður Einarsdóttir.  Hún fékk bikarinn afhentan á sunnudaginn.  

Í dag finnst mér allt vera þess virði.

Í dag er ég þakklát fyrir allt sem ég hef lært síðustu mánuði.

Í dag er ég sérstaklega stolt af fólkinu mínu, sem stendur með mér þegar á móti blæs. 

Í dag er ég sterk, glöð og bjartsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar fréttir fyrir íþróttina okkar. Góðar fréttir fyrir þig Eva mín og góðar fréttir fyrir Sigríði. Réttlætið sigraði að lokum. Til lukku segi ég nú bara :)

Alma María (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:33

2 identicon

Já það er gott að þessu máli sé nú loksins lokið. Þessu máli hefði átt að vera lokið fyrir löngu. Sigga er þá loksins búin að fá þau verðlaun sem hún hljóp svo sannanlega til. Og þetta er gott fyrir íþróttina og okkur öll.

Geir Jóhnnsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:30

3 identicon

Sæl Eva

Sóley systir hvatti mig til að þakka þér fyrir það sem þú hefur verið að berjast fyrir þ.e. réttlæti. Ég röflaði líka yfir þessu við Óskar Halldórss. En það er búið að lagfæra þetta en ég sakna þess samt að fá ekki öll verðlaunin, þ.e. ekki jakkann og ávaxtakörfuna.

Sigríður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:54

4 identicon

Snilldin ein!!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Það var bara sjálfsagt Sigríður, ég var aldrei í vafa um hvað væri rétt í þessu máli.  Það er samt skemmtilegra að óska þér til hamingju með sigurinn núna, þó svo ég hafi svo sem gert það á sínum tíma líka .

Ég er sammála þér, leiðréttingin ætti að ganga alla leið.  Í auglýsingu um hlaupið er tekið fram að sigurvegarinn hljóti bikar, jakka og ávaxtakörfu.  Mér finnst sjálfsagt að standa við það með sóma, ekki síður þegar forsagan er þessi. 

Ég sakna þess reyndar líka að sjá hvergi tilkynningu um þessa leiðréttingu og ég get ekki séð að það sé ekki búið að leiðrétta úrslitin. 

En alla vega þá er þetta skref í átt að réttlæti.  Vonum svo bara að þeir sem eiga hlut að máli gangi alla leið, taki sína ábyrgð, tryggi að öll mistök séu leiðrétt og geti þannig staðið stoltir að leiks lokum. 

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.10.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Fékk þetta sent áðan.  Gott mál.

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.10.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Það er líka komin tilkynning á Landsmóts síðuna, flott hjá þeim.

Eva Margrét Einarsdóttir, 1.10.2009 kl. 14:29

8 identicon

Í mínum huga var aldrei efi á hver niðurstaðan yrði ef farið yrði eftir þeim alþjóðlegu reglum sem gilda um tilvik sem þessi. Ánægjulegt fyrir alla aðila að þetta skuli til enda leitt á óyggjandi hátt. Þá er einnig vonandi búið að leggja allt hnotabit aftur fyrir sig því að þetta er niðurstaðan. Það er aldrei gaman fyrir einn eða neinn að lenda í svona stöðu en stundum eru hlutirnir bara svona. Ég held að hlauparasamfélagið hafi haft gott af því að takast á við svona mál þar sem meðal annars þarf að gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband