1.10.2009 | 13:43
Kvöldskokk með einkasyninum
Var með hroll allan daginn í gær, var komin í 3 peysur í vinnunni og ekki dugði það til. Ákvað þess vegna að sleppa sundinu í hádeginu (ekki að sjá það fyrir mér að vera á bikiní... ) og þegar ég kom heim úr vinnunni langaði mig meira undir teppi en á sprettæfingu (þá hlýtur eitthvað að vera að...). Kúrði mig upp í sófa í smá stund með börnunum mínum og náði loksins hita í kroppinn.
Við kíktum svo á hana Sólu sætu, fengum lánaðan flottan útigalla fyrir Lilju, fullt af fötum og skóm. Lilja var sérstaklega ánægð með strigaskó með blikkandi hjartaljósum, alla, malla þvílíkt flott!
Ég var svo endurnærð og hress eftir heimsóknina að mig langaði bara að skjótast út að skokka. Fékk Gabríel með mér og við mæðginin hlupum rétt rúmlega 7 km í myrkrinu og ræddum heima og geima. Guttinn var meira segja í svo góðu stuði á skokkinu að hann sagði mér frá því hvaða stelpu hann væri skotin í! Gaman .
Hlaup.com niðri þá er best að skrá æfingarnar hér:
- 30.09.09 7,03 km - 42:20 Kvöldskokk með Gabríel
- 01.10.09 8 km - 22:16 Hjólað í vinnuna
- 01.10.09 7,8 km - Upphitun 1,35km/5 km á 23:59/Niðurskokk 1,45km. Sub æfing hjá Margréti.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá bloggið þitt opið aftur, sæki mikið af fróðleik og krafti hingað :) Trúi því mjög vel að þið séuð stolt af hlaupastráknum ykkar, frábært að eiga svona tíma með börnunum sínum og finna að þau treysti manni fyrir öllu :)
Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:58
Tek undir þetta - miklu skemmtilegra að hafa opið blogg! Gott og gaman að fá þig í heimsókn, þó stutt væri. By the way, gulrótarkakan með fjólubláa glimmerinu smakkaðist vel.
Sóla (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:33
Eva Margrét Einarsdóttir, 3.10.2009 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.