5.10.2009 | 21:09
Brekkur à la Þorlákur
Var óvenjulega þreytt eftir annasama helgi sem innihélt lengri hlaupaæfingar en venjulega og voða mikið stúss á heimilinu. Gengum frá sumarblómunum, hér voru teknar upp kartöflur, græjuðum hjólið hans Gabríels og ýmislegt smálegt annað sem tók einhvern veginn miklu meiri tíma en maður ætlaði.
Mætti með hálfum huga á æfingu en sem betur fer erum við með þjálfara sem fær allt einhvern veginn til að hljóma viðráðanlegt. Jafnvel brekkusprettir á brekkuspretti ofan í Elliðaárdalnum og þrek á eftir... Reyndi að búta æfinguna niður í huganum og plan b var að læðast í burtu á milli spretta, þykjast þurfa að leysa barnapíuna af. En það var svo skrýtið að þetta var erfiðast áður en við tókum fyrsta sprettinn, um leið og við byrjuðum þá var þetta bara, já svei mér þá, gaman???
Þrisvar sinnum upp skíðabrekkuna, einu sinni upp Rafstöðvarbrekkuna, einn lítill hringur á malarstígnum handan við Elliðaárnar og að lokum einn stór hringur. 3 * (10 armbeygjur og 20 magaæfingar) í desert, ljúffengt!
Æfingin var rétt tæpir 15 km samtals og ekki gleyma upphitun og niðurskokki á 4:50 pace. Við skildum við hópinn 2 km að heiman og um leið og við vorum komin í hvarf þá sunkaðist hraðinn niður í þægilegt 5:15 pace, mmmm...
Núna: Södd og sæl með rauðvínstár í glasi og prjónarnir bíða .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snillingur :)
Sigrún Þöll, 5.10.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.