8.10.2009 | 14:01
Mæðra og dætrakvöld
Fyrir 12 árum síðan hóaði gömul nágrannakona úr Norðurbrúninni, í okkur mömmu og bauð til veislu þar sem saman komu allar mæðurnar og dæturnar úr hverfinu sem ég ólst upp í. Felstar fjölskyldurnar í hverfinu byggðu þarna rétt áður en ég fæddist og flestar fjölskyldurnar voru barnmargar, 5 krakkar voru normið. Mamma og pabbi eru þau einu sem eftir eru af upprunalegu íbúunum í götunni. Við krakkarnir vorum öll heimagangar hjá hvort öðru og ég þekki sumar mömmurnar betur en marga náskylda ættingja mína. Í fyrsta boðinu var ég með bumbuna út í loftið, gekk með hann Gabríel minn. Við höfum síðan hist reglulega, stefnum á einu sinni á ári heima hjá einhverri mömmunni eða dótturinni.
Í gær var einmitt komið að því að hittast aftur, reyndar eftir óvenju langan tíma en í síðasa boði var ég líka með bumbuna út í loftið fyrir 3 árum eða svo. Við komum með góðgæti með okkur og spjölluðum langt fram eftir kvöldi, rifjuðum upp skemmtilegar sögur og skiptumst á fréttum.
Í þessum hóp var mikið hlegið og lítið kvartað. Frábært kvöld og við erum búnar að plana næsta boð í mars.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hittir þú kannski ömmu mína og hennar dætur?
Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:39
Ójá og við töluðum einmitt heilmikið (og svakalega fallega) um þig . Þær eru ekkert smá stoltar af þér, mega líka vera það.
Eva Margrét Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 12:44
Já þetta eru allt frábærar konur. Amma er alveg ótrúleg, yngist með hverju árinu. Alltaf gaman að hitta hana og spjalla, ekki alltaf alveg viss um að það séu 47 ár á milli okkar
Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.