Leita í fréttum mbl.is

Mæðra og dætrakvöld

Fyrir 12 árum síðan hóaði gömul nágrannakona úr Norðurbrúninni, í okkur mömmu og bauð til veislu þar sem saman komu allar mæðurnar og dæturnar úr hverfinu sem ég ólst upp í.  Felstar fjölskyldurnar í hverfinu byggðu þarna rétt áður en ég fæddist og flestar fjölskyldurnar voru barnmargar, 5 krakkar voru normið.  Mamma og pabbi eru þau einu sem eftir eru af upprunalegu íbúunum í götunni.  Við krakkarnir vorum öll heimagangar hjá hvort öðru og ég þekki sumar mömmurnar betur en marga náskylda ættingja mína.  Í fyrsta boðinu var ég með bumbuna út í loftið, gekk með hann Gabríel minn.  Við höfum síðan hist reglulega, stefnum á einu sinni á ári heima hjá einhverri mömmunni eða dótturinni.

Í gær var einmitt komið að því að hittast aftur, reyndar eftir óvenju langan tíma en í síðasa boði var ég líka með bumbuna út í loftið fyrir 3 árum eða svo.  Við komum með góðgæti með okkur og spjölluðum langt fram eftir kvöldi, rifjuðum upp skemmtilegar sögur og skiptumst á fréttum. 

Í þessum hóp var mikið hlegið og lítið kvartað.  Frábært kvöld og við erum búnar að plana næsta boð í mars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hittir þú kannski ömmu mína og hennar dætur?

Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ójá og við töluðum einmitt heilmikið (og svakalega fallega) um þig .  Þær eru ekkert smá stoltar af þér, mega líka vera það.

Eva Margrét Einarsdóttir, 9.10.2009 kl. 12:44

3 identicon

Já þetta eru allt frábærar konur. Amma er alveg ótrúleg, yngist með hverju árinu. Alltaf gaman að hitta hana og spjalla, ekki alltaf alveg viss um að það séu 47 ár á milli okkar

Guðbjörg Rós (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband