Leita í fréttum mbl.is

Powerade #1 2009

Ég var ennþá að hugsa um það þegar ég var komin í gallann og út í bíl, hvernig í ósköpunum ég ætti að snúa mig út úr þeirri klípu að þurfa að mæta enn eina ferðina í Poweradehlaup, dauðþreytt og í hífandi roki...  Málið var að ég var búin að dissa nokkra (mjög pent samt...) sem ákváðu að mæta ekki og ég gat bara engan veginn hugsað mér að horfast í augu við félagana ef ég myndi svo sjálf skrópa.  Það var bara gott á mig GetLost.

Hitaði upp með henni Bibbu minni og þá varð þetta allt miklu betra og skemmtilegra.  Við fundum svo bónda minn á leiðinni og eftir þennan litla hring var ég bara komin í fínasta stuð.  Tætti mig úr svona 4 lögum af klæðnaði sem ég hafði troðið mér í, af því það var svo mikill hrollur í mér þegar við lögðum í hann og skokkaði í besta skapinu mínu að startinu. 

Hlaupið var sennilega eitt best útfærða Powerade hlaupið mitt.  Ég byrjaði skynsamlega, var sterk og yfirveguð allan tímann og átti nóg eftir síðustu 3 km.  Hélt ég væri nú samt eitthvað farin að sjá ofsjónir þegar ég þóttist sjá í skottið á henni Fríðu Rún í Rafstöðvarbrekkunni...  Náði henni eftir brekkuna og var mikið að spá í að láta lítið fyrir mér fara og freista þess að koma henni á óvart rétt fyrir endamarkið Devil.  Ég stóðst bara alls ekki mátið að hlaupa upp við hliðina á henni og heilsa, mín var fljót að setja í annan gír og kvaddi gömlu konuna pent...  Þetta var nú samt alveg nóg til að gera hlaupið ennþá skemmtilegra fyrir mig.

Ég var 4. kona í mark á 43:16.  Þórólfur hljóp eins og vindurinn, varð 6. á 38:35, glæsilegt hjá mínum manni.  Sérstaklega gaman að sjá nokkra Sigurvegara og aðra vini sem voru að taka þátt í fyrsta sinn.  Potturinn var snilld og við hjónin komum heim alsæl eftir enn eitt frábært Powerade kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottir tímar hjá ykkur !
Það var nú eiginlega bara ágætis veður í þessu hlaupi og mótvindurinn á endasprettinum var svosem líka hjá öllum hinum :)

Bibba (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:56

2 identicon

Gott að fá þig aftur Eva, vantaði mikið í bloggrúntinn þegar þú fórst. 

Ert í geðveiku formi að vanda, þarf að herða aðeins á skrúfunum til að ná maraþontímanum þínum svo ekki vera að taka of mikið á því á næstunni ;)

Heia Norge!

Börkur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Gaman að heyra Börkur .   Hvenær er planið að negla á gott maraþon?  Og hvar? 

Ég get því miður ekki lofað stöðnun eða afturför á næstunni ef ég þekki nýja þjálfarann minn rétt .

Eva Margrét Einarsdóttir, 11.10.2009 kl. 15:00

4 identicon

Glæsilegur árangur !

 Við hjón mætum næst án kvefs og tennisolnboga :)

kv. Magnea Arnar

Magnea Arnar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Flott, hlakka til :)

Eva Margrét Einarsdóttir, 12.10.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband