17.10.2009 | 18:06
Víðavangshlaup Framfara í Draugaklettum
Vorum ekki beint í partý stuði eftir veikindaviku barnanna og ákváðum að sleppa Íslandsbanka tjútti í gærkvöldi. Kúrðum okkur bara uppí sófa (ég með prjónana) og horfðum á sjónvarpið. Planið var að við myndum skipta liði í dag, ég færi svona 15 km snemma og þá kæmist Þórólfur í Víðavangshlaup Framfara og ég tæki við hjúkrunarstörfum. Eftir drollið á okkur í gærkvöldi breyttum við um plan og ákváðum að sofa þangað til litla skottið okkar myndi vekja okkur. Lilja svaf til hálf níu en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Það sem meira var, hitinn var komin niður fyrir 38°.
Í snarhasti var breytt yfir í plan b, við heyrðum í tengdapabba sem var voða glaður að fá að koma og passa afastelpuna sína. Þá gátum við hjónin farið saman í hlaupið . Hlupum að heiman til að hita almennilega upp. Það var hægt að hlaupa styttri og lengri vegalengd. Við ákváðum að vera með í báðum, hlupum stutta hlaupið (1,3 km) í rólegheitum saman en tókum svo á því í lengra hlaupinu (4,3 km).
Ég fann mig mjög vel og náði að hanga í henni Fríðu Rún, sem tók forystuna í upphafi, allan fyrsta hringinn. Hún seig svo fram úr mér seinni tvo en ég missti hana ekkert rosalega langt frá mér og varð önnur í hlaupinu. Ég upplifi það þannig að nýjar æfingar séu að skila sér í miklu meiri styrk og hraða, bara gott mál.
Á morgun er það svo Heiðmerkurtvíþraut en það er alltaf jafn gaman að vera með í henni. 4 km hlaup, 15 km hjól og 4 km hlaup í lokin, delissjuss og mjög mjókkandi . Sá að það voru næstum engar stelpur búnar að skrá sig í gær, hvað er það? Komaso stelpur, láta vaða!
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er svoooo sæt....við (ég og Helga og Hildur) biðjum að heilsa Lilju og Gabríel og vonum að þau verði alveg frísk sem fyrst.
Dagbjört Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.