20.10.2009 | 18:44
Tante Astrid
Í gær kvaddi ég hana elsku Tante Astrid mína en hún lést þann 9. október, 98 ára gömul. Hún Tante var heldur betur örlagavaldur í lífi minnar fjölskyldu, en hún var einmitt ástæða þess að mamma mín kom til Íslands í denn með tilheyrandi afleiðingum .
Á þeim tíma bjuggu Tante Astrid og Jóhann frændi minn á Þingvöllum, þar sem hann var prestur og þjóðgarðsvörður. Mamma fékk sumarvinnu hjá þeim heiðurshjónum og Jóhann frændi var fljótur að hóa í frænda sinn (pabba minn) og segja honum að nú væri hann búin að finna honum fyrirtaks konuefni. Mamma og pabbi hittust svo fyrst í Almannagjá og seinna giftu þau sig í Þingvallakirkju.
Foreldrar mínir ákváðu þegar tími vartil komin að stækka við sig (komin með fjögur börn...) að byggja parhús með þeim Tante og Jóhanni, í Norðurbrún. Þar bjuggum við hlið við hlið þangað til að ég var orðin stálpuð. Jóhann frændi dó reyndar þegar ég var fimm ára svo ég man ekki svo mikið eftir honum en Tante var stór hluti af daglegu lífi okkar allra.
Það eru ekki margar manneskjur sem eiga svona stóran þátt í lífi manns, sem maður á einungis góðar minningar um, en þannig er það með Tante Astrid. Hún var svo skemmtileg, lífsglöð, réttsýn og góð kona. Hún var líka endalaust stríðin, hafði frábæran húmor og eins og ég man hana þá var hún alltaf brosandi. Mér hlýnar um hjartaræturnar að hugsa um hana, dillandi hláturinn hennar og hlýju knúsin.
Tante lifði ótrúlega viðburðaríku lífi. Hún og Jóhann störfuðu sem trúboðar í Kína í mörg ár, m.a. á stríðstímum og hún átti endalausar sögur af ævintýrunum sem þau lentu í á þessum árum og það var ekkert smá spennandi að eiga frænku sem talaði Kínversku. Árin á Þingvöllum gekk hún í öll störf, sá um póstinn, alla gesti, var hjúkrunarkonan á svæðinu, mjólkaði kýrnar og ég veit ekki hvað... Aldrei man ég eftir því að hún hafi kvartað yfir einu né neinu, þetta var bara svona og hún einhenti sér í þau verkefni sem fyrir lágu með bros á vör.
Þegar heilsan fór versnandi með aldrinum, þá fékk maður alltaf sama svarið ef maður spurði hvernig hún hefði það. 'Hue opp og beina ned' og svo hló hún. Það komu margir ættingjar frá Norge til að kveðja Tante Astrid og í minningartölu sem var haldin af frænda okkar, þá kom fram að öllum þótti eins og þeir ættu sérstakan stað í hjarta gömlu konunnar, alveg eins og hún átti sérstakan stað í hjarta okkar allra. Það er ekki öllum gefið að lifa þannig. Það kom líka fram að hún lifði eftir því mottói að: 'Den største gleden en kan ha, er å gjøre andre glad'. Það tókst henni svo sannarlega. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með henni Tante Astrid minni.
Friðarsúlan í Viðey hefur fengið nýja merkingu fyrir mér. Ég veit alveg um hvern ég mun hugsa þegar það verður kveikt á henni í framtíðinni, þann 9. október á ári hverju .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samhryggist Eva mín
Alma María (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:12
Takk.
Eva Margrét Einarsdóttir, 21.10.2009 kl. 15:15
Aldeilis falleg minningargrein. Það er ótrúlegt hvað sumt fólk hefur haft sterk og jákvæð áhrif á mann í gegnum tíðina.
Sóla (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.