Leita í fréttum mbl.is

Allt að koma

Var heldur framlág eftir hlaupið góða og lagðist aftur í mína pest, kláraði í gær og var orðin hitalaus í morgun.  Nú getur þetta bara farið upp á við.  Var að koma af uppskeruhátíð hjólreiðamanna og kom ekki tómhent heim.  Það voru veitt verðlaun fyrir bikarmót sumarsins og ég varð önnur í heildina á götuhjólum, bikarmeistari 30-40 ára í götuhjólum og þriðja í heildina á fjallahjólum.

Bikarmót hjól
 

Ég er heilmikið að prjóna þessa dagana, þ.e. fyrir framan imbann á kvöldin og svo sel ég lopapeysur hæstbjóðanda.  Þessa gerði ég fyrir norskan frænda minn, ekki ónýtt að ná sér í smá gjaldeyri.  Núna er ég með léttlopa hettupeysu í vinnslu og eina á bið...

IMG_1857

Hérna er svo ein sæt mynd af Lilju og Mirru frænku hennar, tekin í fimm ára afmæli Mirru.  Lilja tók ekki annað í mál en að mæta í veisluna í prinsessu kjól!  Maggi litli frændi Mirru hefur meiri áhuga á súkkulaðikökunum en skvísunum, ennþá alla vega...

IMG_1862

Ég fæ bónda minn heim á eftir, mmmm, hlakka til Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þennan flotta hjólaárangur Eva. Þetta er æði.  Sá Copenhagen Challenge skráninguna. Ekkert smá ánægð að sjá nafnið þitt og Ásdísar þar

Mikið er Liljan þín alltaf sæt

Alma María (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Takk fyrir það.  Það er nóg pláss fyrir konur í þessu sporti, ég hvet allar sem hafa snefil af áhuga að prófa.  Ég skal gjarnan vera einhverjum til halds og trausts í fyrstu keppnunum.    Að keppa er líka besta æfingin svo þær konur sem hafa áhuga á þríþraut ættu að reyna að þræða allar keppnirnar sem eru í boð!!! 

Alma, þú ferð í hálfan næsta sumar, ok?

Eva Margrét Einarsdóttir, 28.10.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband