9.11.2009 | 12:03
Helgin
Viðburðarrík helgi að baki hjá okkur. Við tókum þátt í síðasta Víðavangshlaupi Framfara í bili á laugardaginn en það fór fram á túninu við Borgarspítalann. Hörkubraut með hæðum, háu grasi, möl og skurðum. Fann mig vel frá upphafi og takmarkið var að reyna að hanga í henni Írisi Önnu eins og ég gæti og sjá hvernig það færi. Var eins og skugginn á eftir henni fyrstu fjóra hringina og á síðasta hring, eftir skurðahopp var allt sett í botn á endaspretti. Aníta Hinriks sigraði, Arndís Ýr önnur og ég náði þriðja sætinu, alsæl með það. Hlakka til að vera með á næsta ári, þetta er sko akkúrat eitthvað fyrir mig.
Fórum í notalegt kaffiboð hjá vinum okkar í eftirmiðdaginn og vorum leyst út með gæsabringum sem bóndinn eldaði svo fyrir okkur í gærkvöldi. Hann fór alla leið og sló upp veislu með alls konar meðlæti og bauð meira að segja upp á rauðvín með matnum, nammi namm.
Orri bróðir og Lúlla tóku þátt í Þrekmeistaranum og hugurinn var heilmikið hjá þeim. Þau stóðu sig að sjálfsögðu með prýði og Orri og félagar hans gerðu sér lítið fyrir og settu nýtt Íslandsmet í sínum aldursflokki. Held að hann sé búin að selja mig í eitthvað lið á næsta ári, til er ég!
Á sunnudaginn fór ég á langa æfingu með ÍR-ingum en Þórólfur fór með Gabríel og Lilju á fótboltamót í Fífunni. Við vorum fleiri núna en síðasta sunnudag og stelpurnar voru í meirihluta! Ekki að það hafi haft nokkur sköpuð áhrif á hraðann, en gamla konan á fullt í fangi með að fylgja þessum töffurum eftir á langt undir 5 pace... Ég hljóp 14 km með hópnum (lengra en síðast) en kvaddi svo og stakk iPodinum í eyrun og lullaði heim, samtals var þetta akkúrat 1/2 maraþon og meðalpace var 5:12.
Það var heilmikill gestagangur hérna hjá okkur á sunnudaginn og svo náðum við að kíkja á hana Siggu Löngu sem er að jafna sig eftir mjaðmarbrot á hjúkrunarheimilinu Eir. Það er nú ekki vælið á þeim bænum, Sigga var í sjöunda himni með matinn, starfsfólkið, herbergisfélagana og vildi bara helst af öllu fá að vera til frambúðar!
Ég kláraði létt-lopapeysu sem ég var að prjóna fyrir dóttur vinnufélaga Þórólfs. Fyrsta sinn sem ég geri hettupeysu. Verst að mig langar mest að til eiga hana sjálf, passar og allt.... Er heima með Gabríel núna en hann er aftur orðin veikur, var komin með dúndrandi hausverk í gærkvöldi, var fölur sem nár og búin að missa matarlystina. Hann er aðeins að koma til sýnist mér, aðeins farin að narta í mat og brosa út í annað. Hann tók mynd af mér áðan þar sem ég pósaði í peysunni.
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.