17.11.2009 | 13:43
Helgaruppgjör
Átti alveg hreint frábæran dag á Þjóðfundi á laugardaginn. Það er erfitt að lýsa uplifuninni og andrúmsloftinu á staðnum og fyndið að heyra þá sem ekki voru þarna vera að skilgreina fundinn og hafa á honum miklar skoðanir. Ég upplifði samkennd, vinsemd, kjark og kærleika hjá mínu fólki og reyndar öllum sem ég talaði við á staðnum. Við sem þarna vorum eigum eitthvað alveg spes og það er ekki alltaf auðvelt að útskýra svoleiðis.
Úr einni gleði í aðra. Ég hafði rétt svo tíma til að snurfusa mig aðeins áður en vaskir ÍR-ingar bönkuðu upp á í tilefni Haustfagnaðar. Á boðstólnum var fordrykkur, matur frá Austur-Indíafélaginu og svo voru nokkrir úr hópnum sem komu með kaloríu-BOMBUR í desert. Frábært kvöld í hópi góðra félaga og áður en kvöldið var liðið var búið að skrá mann og annan í Challenge Copenhagen .
Þessi vika ætlar að vera jafn þétt og sú síðasta. Fórum á hörku sprettæfingu í gær í Höllinni, 3 *2500m og svo þrekhringur á eftir. Þjálfarinn bætir jafnt og þétt við prógrammið svo það sé nú öruggt að við fáum okkar út úr þessu. Var nú samt ekki um sel þegar einn missti út úr sér að það vari eitthvað til sem héti 'Súperfroskar' og við fengum að sjá dæmi. Hmmm....
Í kvöld er það sund og annað kvöld er svo hlaupa námskeið í Heilsuskóla Keilis í Keflavík. Það voru tæplega áttaíu manns búnir að skrá sig þegar ég heyrði síðast í skipuleggjendum!
Rock and Roll og ekki mikið prjónað í þessari viku .
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pjúff... Brjálað að gera hjá þér eins og alltaf. Ég trúi því að það hafi verið gaman að taka þátt í þjóðfundinum og ætla sko ekki að kommenta á það sem þar fór fram enda var ég ekki þar :) Vildi sko alveg hafa viljað vera í úrtakinu.
Verst að missa af fjörinu á laugardagskvöldinu. Mætum næst.
Gangi þér vel með hlaupanámskeiðið. Þú getur sko kennt eitt og annað.
Alma María (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:59
Já við söknuðum ykkar á laugardaginn .
Eva Margrét Einarsdóttir, 17.11.2009 kl. 21:44
já járnkall er alveg nýjasta æðið á íslandi í dag ;)
frábært að það séu svona margir búnir að skrá sig á námskeiðið, kemst ekki sem er glatað :( þyrfti alveg hressilega að fá einhvað af hlaupa vitneskjunni þinni ;)
súperfroskar...gotta love it !! ;)
María Ögn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:25
María Ögn: Þú getur nú bara kíkt í kaffi einhvern daginn ef þig vantar einhver ráð, ekkert flókið. Getur tekið mig í súperfroska kennslustund í staðinn .
Eva Margrét Einarsdóttir, 20.11.2009 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.