Leita í fréttum mbl.is

Dale Carnegie

Er á skemmtilegu og krefjandi námskeiði hjá Dale Carnegie þessa dagana.  Ég get tekið heilmikið með mér af því sem ég hef lært og nýtt mér í framtíðinni.  Mér finnst tímanum vel varið, vildi bara stundum óska að ég ætti aðeins meira af honum.

Í gærkvöldi eftir námskeiðið fengum við góða vini í mat til okkar og það var svo notalegt.  Eldaði einn af uppáhaldsréttunum mínum 'Flygande Arvidsson', set kannski uppskriftina inn við tækifæri (... þegar ég hef tíma...) og svo gæddum við okkur á afgangs eftirréttum frá hausfagnaðinum.  Þetta þarf ekkert að vera flókið.  Við vinkonurnar settumst svo í prjónahornið, karlanir okkar í kósý sófann og svo möluðum látlaust í nokkra tíma, rifjuðum upp fyndnar minningar og frækin framtíðarplön. 

Upp klukkan 6 í morgun af því að það var heimanám á námskeiðinu (var ekki búið að segja mér það...Shocking).  Nú er bara að koma sér af stað út í smekkfullan dag.  Eins gott að maður sé í ágætis formi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband