Leita í fréttum mbl.is

Langt og mjótt

Dæmigert mjónuhlaup í gær, langt og rólegt (ÍR rólegt), sem hafði þær afleiðingar að vigtin var í sögulegu lágmarki, þ.e. miðað við síðustu mánuði.  Er komin akkúrat á þann stað sem ég vil vera, matarræðið í fínu lagi og í samræmi við aukið álag.  Ég fór tæpa 24 km í góða veðrinu, helminginn með ÍR-ingum og helminginn með Michael Bublé, mjög góð blanda.  Kom heim í nýbakað Sibbu-brauð (döðlubrauðið sem við fengum í brunchinum) en ég hafði skellt í það og hent inní ofn áður en ég lagði í hann og Þórólfur sá um að kippa því út fyrir mig.  Mmmmmm..., þarf að pikka inn uppskriftina og henda henni inn en þetta er klárlega búið að taka yfir tiltilinn uppáhaldsbrauðið mitt!

Við mæðginin fórum í verslunarferð eftir æfingu, guttan bráðvantaði nýjar legghlífar í boltann og svo er bara gaman að dingla saman.  Eftir blund hjá Lilju rölti ég með hana í Húsdýragarðinn.  Á leiðinni stálumst við til þess að gefa öndunum pínu brauð.  Gæsirnar voru svo aðgangsharðar við litlu prinsessuna að ég þurfti að forða henni uppá brúarhandriðið.  Þar sat mín alsæl og henti molunum í endurnar.  Í Húsdýragarðinum skoðuðum við selina, vísindaverið, nýfæddan kálf og svo fengum við að sjá þegar beljurnar voru mjólkaðar.  Annars var Lilja mest spennt fyrir því að láta mig bíða einhvers staðar (ALVEG KJURR MAMMA), hlaupa lengst í burtu og kalla svo 1,2 og 3 og þá mátti ég hlaupa á eftir henni.  Skríkti og hló.

Rólegheitakvöld og ég náði að prjóna slatta, komin upp fyrir ermar, nú er ég orðin spennt að klára!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband