Leita í fréttum mbl.is

Vottuð

Er algjörlega á haus þessa dagana en þegar jólastúss bætist ofan á vinnu og æfingar þá er ekki mikill tími aflögu.  En alla vega, þetta hefst og ég hef gaman af öllu sem ég geri þó svo ég væri til í aðeins fleiri klukkutíma í sólarhringinn.  Eða kannski ekki, ætli ég myndi bara ekki finna mér eitthvað meira að gera þá...

Er búin að vera á mjög skemmtilegu og fróðlegu námskeiði síðustu tvo daga sem skilar mér út í lífið sem vottuðum Scrum Master, sem þýðir að ég fæ pottþétt hlutverk í næstu Star Wars mynd Grin.  Scrum Master er heiti á hlutverki í ákveðinni aðferðafræði sem notuð er til að vinna hugbúnaðar verkefni og fyrir ekki svo löngu tók ég það hlutverk að mér í mínu teymi í vinnunni.  Planið var að taka vottunarprófið sem hluta af námskeiðinu en eitthvað klikkaði hjá þeim þannig að við tökum það bara á næstu dögum.  

Námskeiðið var haldið á Nordica og hluti af prógramminu var hádegismatur á Vox en nú eru þeir að bjóða uppá jólahlaðborðið sitt.  Ég tók góðan snúning á því á mánudaginn en hélt mig við sushi og ávexti í gær svo þetta myndi ekki enda með ósköpum.  Í dag er svo ráðstefna á Nordica og þriðji í jólahlaðborði Shocking.

Hörku sundæfing í gær, fór upp í 2500 metrana og synti meðal annars 5* 100m skrið/10 sek hvíld á milli og kláraði alla sprettina á 1:50 - 1:53.  Fyrir þetta námskeið átti ég best 1:51 í 100 m.  Jólaföndur í leikskólanum hjá Lilju í eftirmiðdaginn og svo er sprettæfing í Höllinni.  Jeehaww....

þessa frétt á ÍR-síðunni í morgun. Gott mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hörku syndari skvís :) :)

María Ögn (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Með flottan þjálfara, frétti að þið þekktust .  Ég finn samt að sund einu sinni í viku er ekki nóg til að ná verulegum framförum, ekki frekar en að hlaupa einu sinni í viku.  Planið er að fara tvisvar í viku eftir áramót.  Fróðlegt að sjá hvernig við getum skvísað því inn í dagskránna hjá okkur... .

Eva Margrét Einarsdóttir, 3.12.2009 kl. 12:39

3 identicon

skvísar því léttilega inn, gætir td bara sleppt því að tannbursta þig, bara pissa max 2x á dag og ekki hátta þig á kvöldin...bara reddí í fötunum á morgnanna ;) pís of keik ;)

María Ögn (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Nákvæmlega, enda tannhirða þvílíkt ofmetin að mínu mati og til hvers eru skór ef ekki til að pissa í þá...

Eva Margrét Einarsdóttir, 4.12.2009 kl. 10:21

5 identicon

Talandi um jólahlaðborð Eva. Ég að keyra heim af glötuðu jólahlaðborði á kaffi Reykjavík í gærkvöldi þegar Gummi var að skýra út fyrir mér hvað "scrum master" væri. Hafði aldrei heyrt þetta orð fyrr og "heyri" það svo tvisvar á sama sólarhringnum. Til hamingju með scrum titilinn.

Alma María (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband