Leita í fréttum mbl.is

Æfingarnar ganga vel

Er búin að teka hverja gæðaæfinguna á fætur annarri síðustu vikuna.  Á eftir Powerade var það 6*Suðurhlíðin í Öskjuhlíðinni á laugardag.  Á sunnudag fórum við Siggi Hansen saman, fór lengra og hraðar en planið var en gekk alveg ljómandi vel.  Á mánudaginn var það svo 5000 m sprettur á braut og ég hljóp á 20:33.  Hádegisskokk á þriðjudaginn ein með sjálfri mér og svo er 4*1100 m á dagskránni á eftir.  Er líka búin að hjóla í vinnuna alla dagana í þessari viku. 

Við höfum verið að taka heilmiklar þrekæfingar líka og ég er með þvílíkar harðsperrur eftir átökin.  Þetta hlýtur að skila sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband