Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 09:23
Bara eitthvað...
Það er engin tilviljun að ég starfa við það sem ég geri. Á útlensku heitir starfið mitt Business Analyst og ég vinn við að gera þarfagreiningar og kröfulýsingar meðal annars.
Þegar að einhver segir mér að eitthvað sé ónýtt, ómögulegt, bilað og ég gerði ekki neitt... Þá spyr ég: 'Hvernig?', 'Hvenær?', 'Sýndu mér', 'Hvernig myndirðu vilja hafa þetta öðruvísi?', 'Finnst öllum sem koma að málinu það?', o.s.frv. Og ég hætti ekki fyrr en ég fæ svör. Í rauninni er starfið mitt fólgið í því að finna lausnir (eins og lífið mitt ), get verið mjög anal sem sagt.
Þess vegna á ég alveg hrikalega erfitt að kyngja því þegar fólk segist tala fyrir þjóðina (sannaðu það), að það vilji breytingar (hvaða breytingar?), að það vilji ríkistjórnina burt (hvað viltu í staðinn?), bara eitthvað annað (villa, villa, villa, gengur ekki upp....), bara einhverja sem hafa vit á peningum, einhverja hagfræðinga... (eru þeir í framboði?), bara eitthvað annað!!! (fjólublá í framan af meðfylgjandi temper tantrum!!!).
Ég umber 'af því bara' og 'bara eitthvað annað' frá börnunum mínum fram að ákveðnum aldri, ekki fullorðnu fólki sem vill láta taka mark á sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.11.2008 | 14:52
Dagur 4
- Hlaupatúr með myndavélina í för
- Fundum staðinn sem Toby Tanser pósar í síðasta Runners World
- Lísa í Undralandi í Central Park
- Á toppi Empire State Building
- Heimferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 09:05
Dagur 3
- Race to Deliver í Central Park (úrslit og myndir)
- Þyrluferð yfir Manhattan
- Snarl og kaffi með Löllu frænku
- Planet Hollywood
- Tjútt á Times Square
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 23:53
Dagur 2
- Brúðkaupsafmælið okkar
- Morgunskokk í úrhelli, skoðuðum 60 km hlauparana puða...
- Radio City Music Hall
- Times Square
- Markaður
- Snarl og léttvín á Fridays's
- Madison Square Garden (Star Wars...)
- Trjábrúðkaupsmyndataka í Central Park
- Bjútíblundur
- Kvöldverður á ítölskum stað í Brooklyn með Erin og co.
Bloggar | Breytt 23.11.2008 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 21:03
Dagur 1
- Morgunskokk í Central Park
- Morgunverður á Mangia
- Chinatown
- Brunch í Soho - Bar Rina
- 34th str - Empire State Building
- Tiffany's
- Kvöldsnarl í nágrenni Radio City
- Útsýni af svölunum okkar niður 57th street, í átt að 5th ave.
Bloggar | Breytt 23.11.2008 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 09:12
Níu mánuðir - 4. hluti
Þórólfur sat í sófanum í setustofunni á herberginu okkar með fimm síðustu vísbendingarnar fyrir framan sig í umslögum. Ég sat á móti honum með vídeókameruna.
5. vísbending Mynd af hlaupurum. 6. vísbending Mynd af kínahverfi. 7. vísbending Mynd af lítilli þyrlu. 'Hvað ertu eiginlega að bralla, Eva?'
8. vísbending Mynd af konu á leið upp í flugvél og passarnir okkar. 'Eva!!!' Á þessum tímapunkti var ég komin með nett taugaáfall, skalf og hristist og var næstum farin að grenja... 9. vísbending Mynd a Manhattan skyline, Empire State og Frelsisstyttunni...
'Annað hvort erum við að fara að horfa á bíómynd um New York... með passana okkar... eða við erum að fara til New York...'
'Hversu vel þekkirðu konuna þína, Þórólfur? Hvort finnst þér líklegra?'
Smá þögn... 'Það er nú aldrei neitt hálfkák hjá þér... VIÐ ERUM AÐ FARA TIL NEW YORK!!!'
Þremur tímum seinna sátum við um borð í vélinni og lögðum í ævintýraferð lífs okkar (hingað til J)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 13:08
Níu mánuðir - 3. hluti b
Áður en við lögðum í hann til Keflavíkur var ég búin að útbúa mynd og plasta, sem var samansafn af myndum af okkur tveimur í gegnum árin. Ég færði manninum mínum myndina og rifjuðum upp hvar og hvenær þær voru teknar á meðan við skáluðum í feyðivíninu... (ok ég veit, frekar væmið...)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 21:03
Níu mánuðir - 3. hluti
Ég var búin að velta því vel fyrir mér hvernig ég ætti svo að útfæra plottið (hafði nógan tíma...). Ég ákvað að lengja ferðina aðeins í annan endann með platóvissuferð, bara svona til að rugla manninn aðeins meira í ríminu. Ég hafði unnið nótt á Hótel Keflavík í Reykjanesmaraþoninu og pantaði fyrir okkur, nóttina fyrir brottför. Miðvikudaginn 12. nóvember byrjaði gamanið. Ég mælti mér mót við Þórólf eftir vinnu heima hjá tengdó, bað hann um að vera skikkanlegan til fara og í góðum skóm.
Ég læddist heim í fyrra fallinu, pakkaði niður fyrir okkur í tvennu lagi, annars vegar fyrir Keflavík og hins vegar fyrir NY. Faldi stóru töskuna aftur í skotti og setti farangurshlífina yfir. Fyrsta vísbending - Hótel Keflavík. Á þessum tímapunkti lét ég manninn vita að við værum líka í fríi daginn eftir. Þegar við komum suðureftir var búið að 'upgrade'-a okkur í Brúðarsvítuna, passaði svona líka vel. Næsta vísbending - Glóðin og út að borða. Þegar þangað var komið var sjónvarpið á fullu og við vorum ekki í stuði fyrir kreppufréttir, stungum af á Duus og fengum ljómandi fínan mat þar. Þriðja vísbending - James Bond. Á hótelinu, eftir bíóferðina, fékk hann fjórðu vísbendinguna - Freyðivín. Frúin var búin að læða flösku í kælinn og við skáluðum fyrir árunum 5.
Ég var búin að semja um að fá herbergið til klukkan 2 daginn eftir svo við gátum sofið út, farið í morgunmat í rólegheitunum og svo skelltum við okkur aðeins í ræktina á eftir. Klukkan að verða tvö, karlinn alsæll með kelluna og óvissuferðina. Ég var samt búin að læða því að honum að þetta væri nú ekki alveg búið, ég væri búin að plana smá 'happening' seinna um daginn. Hann var, held ég, helst á því að við værum að fara í motorcross eða eitthvað álíka, enda notaði ég hvert tækifæri til að afvegaleiða hann.
Á þessum tímapunki var ég að því komin að missa mig úr spenningi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2008 | 16:02
Níu mánuðir – 2. Hluti
Ég borgaði ferðina með kreditkorti upp á tryggingar og fyrsta verkefnið var að koma yfirlitinu undan og passa að elskan tæki ekki eftir því að það væri óvenju stór upphæð skuldfærð á kortið. Ég borgaði inná kortið fyrirfram og þegar yfirlitið kom, sagði ég Þórólfi að ég hefði verið að kaupa smotterí handa honum á netinu og þess vegna fengi hann ekki að sjá það.
Þegar líða tók á vorið hringdi ég í hana Láru sem vinnur á skrifstofunni hjá honum Þórólfi og bað hana um að gera mér greiða. Hún heldur utan um frídagana hjá starfsfólkinu og ég bað hana draga frá 4 daga frá uppsöfnuðu fríi án þess að láta hann vita.
Þegar líða tók á sumarið tók ég eftir því að gengið á dollarnum var hægt og rólega að skríða upp á við. Þegar dollarinn fór í 80 þá leist mér ekkert á þetta lengur og keypti gjaldeyri fyrir okkur. Daginn eftir fór hann í 79 krónur og ég man að ég fékk smá í magann, hélt að ég hefði kannski klúðrað aðeins...
Í ljósi breyttra aðstæðna síðustu vikur þá ákvað ég að breyta gisti fyrirkomulaginu aðeins, var búin að bóka hótel rándýrt hótel í Tribeca hverfinu en með hjálp Erin vinkonu minnar, sem býr í Brooklyn tókst mér að finna gistingu á miklu betra verði, á miklu betri stað fyrir okkur, tvær mínútur frá Central Park. Það var bara eitt vandamál, ég þurfti að staðfesta bókunina og erlendar greiðslur eru í lamasessi, ég fékk þær upplýsingar í bankanum að það tæki 10 virka daga! Það voru bara 8 virkir dagar til stefnu... Hringdi í hana Sigrúnu vinkonu mína sem er flugmaður og jú, viti menn hún var akkúrat á leiðinni til New York og hún bauðst til að skokka með seðlana á staðinn! (n.b. við erum að tala um árið 2008...) Var ekkert smá glöð þegar ég fékk sms frá henni Mission Accomplished.
10 dögum fyrir brottför hringdi ég svo í framkvæmdastjóra ÁÓ og lét hann vita hvenær Þórólfur yrði í fríi svo það væru engin akút verkefni fyrirliggjandi hjá honum. Hann mátti að sjálfsögðu ekki segja orð heldur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar