Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
11.12.2008 | 15:55
Powerade?!#$&%
Það er alveg skelfilegt þegar maður missir af Powerade hlaupi. Þá gerist það nefnilega þegar kemur að næsta hlaupi að maður fer eitthvað að spá í veðrið, hvort maður sé í stuði, hvort það sé ekki eitthvað annað merkilegra á döfinni o.s.frv.
Akkúrat núna sé ég fyrir mér svona 100 hluti sem mig langar frekar að gera í 25 m/sek á fimmtudagskvöldi í desember.
Sjáum hvað setur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.12.2008 | 13:59
Bestu vinir
Það tekur á að vera með tvöfaldan 'career'... Lagðist í rúmið á þriðjudaginn með vægt felnsuafbrigði (var búin að fara í flensusprautu!) og lá fram á föstudag. Þá beið haugur af vinnu eftir mér, ekkert svona byrja rólega. Verð samt að hrósa nýju skemmtinefndinni okkar. Í vikunni voru þau búin að skreyta allt hátt og lágt og í andyrinu tók á móti manni hurð með risastórri jólaslaufu og jólaljós út um allt. Ekki nóg með það, þau voru búin að útbúa lítið kaffihús í elhúsinu hjá okkur. Jóladúkur á borðinu, nýir púðar í sófanum, kósí lampi og hilla undir blöðin.
Er komin í þrusu jólaskap. Jólaföndur á leikskólanum hjá Lilju á fimmtudaginn, jólahlaðborð hjá ÁÓ á föstudaginn, jóla skokk með Laugaskokki í gær og aðventu matarboð hjá Kalla og Röggur í kvöld. Útijólaserían komin á sinn stað og jólastjörnur í gluggana. Tengdapbbi var að ná í krakkana til að fara með þau á Þjóðminjasafnið að hitta Grýlu og Leppalúða, við nýtum tækifærið á meðan og förum í jólagjafaleiðangur.
Að lokum, ein af litlu englunum okkar sem eru ALLTAF svona við morgunverðarborðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 09:07
ABBA alla leið
Hérna eru nokkrar svipmyndir af hinum stórglæsilegu meðlimum ADDA and the Upper Class og lífverðinum okkar frá föstudagskvöldinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 11:24
Helgin
Þessi helgi var tekin með trompi. Jólagleði Glitnis var haldin á föstudagskvöldið og í samræmi við tíðarandann þá voru heimatilbúin skemmtiatriðið og gleðin fór fram í höfuðstöðvunum. Það var keppni á milli deilda um flottasta ABBA aðriðið og ég var með í góðum hóp fyrir okkar hönd. Við fengum úthlutað laginu Money, Money, Money og við tóku stífar æfingar og undirbúningur, þvílíkt gaman hjá okkur. Við fórum líka alla leið, rústuðum þessu með flottasta atriðinu og lönduðum verðlaununum hingað upp á Lyngháls við mikla gleði samstarfsfélaga.
Á laugardaginn var svo vetrargleði Laugaskokks. Rúta frá Laugum og upp á Kjalarnes þar sem boðið var upp á skemmtun, frábæran mat og dansiball. Við hjónin skemmtum okkur konunglega með hlaupafélögunum og tókum góðan snúning á dansgólfinu.
Á sunnudaginn lögðum við leið okkar niðrí bæ að kaupa nokkrar jólagjafir og fylgjast með þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Lilja var þvílíkt spennt yfir þessu öllu saman, svolgraði í sig heitu kakói og borðaði pönnsur á meðan við biðum eftir Grýlu og jólasveinunum. Grýla var alveg svakaleg og Lilja var nú ekki alveg nógu ánægð með að hún borðaði óþekk börn. Var mikið að spá í þetta 'Drýla borra krakkana...'. Seinna um kvöldið þegar hún var eitthvað að rífa sig spurði ég hana hvað það væri nú sem hún Grýla borðaði. Mín var fjót að svara 'Drýla borra bara popp, má ég líka???'.
Mér finnst alveg sérstaklega gaman að vera á staðnum þegar kveikt er á jólatrénu á Austurvelli. Það er nefnilega þannig að það er hefð fyrir því að norsk/íslensk börn kveiki á trénu sem er gjöf frá Oslóar borg...
Tvísmella á myndina og svo aftur tvísmella til að sjá í fullri stærð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar