Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 13:37
Alvara lífsins
Í dag er síðasta hlaup fyrir prógramm, er ekki ennþá alveg búin að ákveða hvað það verður. Við byrjum svo af alvöru í Köben undirbúningi á laugardaginn. Erum algjörlega tilbúin til að byrja og búin að skipuleggja í stórum dráttum hvernig við ætlum að pota æfingunum okkar passlega inní fjölskyldulífið.
Það verða engar stórkostlegar breytingar, langar á laugardögum, pace á sunnudögum, tempó og sprettir til skiptis á þriðjudögum og fimmtudögum, lítið og létt á mánudögum og miðvikudögum. Föstudagarnir verða okkar frídagar og það er eins og verið hefur.
Annar barneignarfrídagur á morgun, dagmömmurnar á leiðinni til London í helgarferð. Elskan mín er búin að panta fyrir okkur nudd í hádeginu á morgun, jeii. Hann átti tíma sem hann fékk í afmælisgjöf og ákvað að bjóða mér með í tilefni konudagsins. Við vorum nefnilega algjörlega á haus í framkvæmdum á sunnudaginn og konudeginum þar með frestað til föstudags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 15:35
Tilhlakk
Hádegisskokkið í dag var frekar einmanalegt, rétt sá í toppinn á Öggu yfir skjáinn en hún mátti ekkert vera að því að viðra sig í dag, er á kafi. Hélt mínu striki þó það væri erfitt að koma sér af stað og fór hringinn okkar í Elliðaárdalnum.
Í kvöld er svo Glennuhittingur hjá henni Ástu, hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 12:52
Svetlana og co.
Erum að leggja loka, loka, lokahönd á framkvæmdirnar hjá okkur. Helgin fór í að mála, pússa, setja saman, ganga frá, saga lista og negla. Nú á bara eftir að festa tvo lista og lakka skáphurðirnar hans Gabríels, jeiii...
Náði nú samt að pota inn á milli verkefna tveimur góðum hlaupatúrum, 21,39 km með Glennum um hóla og hæðir Kópavogsbæjar á laugardagsmorgun og 18,77 km með mínum heittelskaða og nokkrum Vinum Gullu á sunnudagsmorgun. Góðir 40 km atarna .
Fékk senda þessa snilldarmynd sem var tekin á MÍ Öldunga um daginn og einn vinnufélagi minn hafði á orði að ég væri 'köttaðri en Gillzenegger'. Það er hægt að smella á myndina til að stækka hana og smella svo aftur á þá mynd til að sjá hana í fullri stærð. Rosalegt mar..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 22:57
Að lifa fullu lífi (n.b. ekki fullur...)
Í dag vorum við hjónin í barneignarfríi. Eigum bæði inni nokkra daga og vorum bara fegin þegar dagmamman tilkynnti okkur að það væru nokkrir frídagar framundan hjá henni. Vöknuðum snemma og komum Gabríel í skólann, þurftum svo að taka á honum stóra okkar til að koma okkur af stað út í daginn. Vorum lúin eftir törnina í vikunni og svo var ég með skvísurnar úr vinnunni í heimsókn í gær og þá drollar maður fram eftir.
Eftir morgunskokk í Laugardalnum og smá hleðslustopp í Bakarameistaranum héldum við í IKEA að kaupa nýtt rúm fyrir Gabríel, kommóðu fyrir Lilju og eitt og annað sem okkur vantaði. Komum út þremur tímum síðar (reyndar með matarstoppi), nær dauða en lífi og það bjargaði okkur að pabbi gamli mætti á svæðið til að skutla rúminu heim.
Nýjasti þátturinn í ævintýrinu um risbúana: Nanna vinkona mín í vinnunni, kom til mín fyrir nokkru og sagði mér að hún hefði verið að tala um Przemek og co heima hjá sér og þá kom í ljós að manninn hennar vantaði duglega menn í vinnu. Þórólfur fór með Przemek að skoða vinnustaðinn í gær og honum leist svona líka vel á. Í dag gengu þeir Pawel frá sínum málum í Krónunni og byrja sem sagt í nýrri vinnu næsta mánudag!
Eftir að við komum heim fór Þórólfur af stað að kaupa lakk í Húsasmiðjunni, fara með bílinn í skoðun og fékk svo inni í bílskúrnum hjá pabba að pússa skákphurðir. Á meðan gaf ég krökkunum að borða, baðaði Lilju, hjálpaði Gabríel að læra og í því banka félagarnir í risinu uppá. Fyrst og fremst að þakka enn einu sinni fyrir sig en þegar þeir ráku augun í kassana úr Ikea þá kom ekki annað til greina en að fá að hjálpa til.
Þegar Þórólfur skreið heim núna rétt fyrir tíu þá ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin augum, kommóðan komin saman, fötin á sinn stað og stákarnir að leggja lokahönd á rúmið hans Gabríels. Ég á alveg svakalega glaðan mann ákkúrat núna .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 11:44
Argasta ólán
Kláruðum að parketleggja Gabríels herbergi í gær með dyggri aðstoð og náðum að skila söginni og 3 pökkum af parketi (góð nýting) fyrir lokun, pjúfff...
En... eftir alla þessa puðvinnu þá stórsá á vigtinni og reddingar á síðustu stundu (gúffa í sig ís með salthnetum, skúkkulaði sósu og súkkulaði rúsínum, vakna extra snemma til að borða morgunmat og nýta hvert tækifæri til að þamba vatn) voru ekki að skila sér á ögurstundu. 700 gr. undir og Jóhanna skvísa nýtti sér ástandið og rústaði þessu með 0 í frávik! Argasta .
Przamek kom alveg uppnumin til okkar í gær og spurði hvort við værum með Stöð 2. Það hafði þá verið tekið viðtal við innflytjendur sem starfa í Krónunni og hann þar á meðal. Hér er hægt að skoða viðtalið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 10:59
One down, one to go...
Léttir parket sprettir voru á dagskrá í gær eftir vinnu. Brunuðum í Húsasmiðjuna og fundum rosa flott parket, leigðum sög, sóttum parketið og byrjuðum að leggja það. Þegar við vorum rétt byrjuð bankaði Przemek uppá með nýbakaðar fylltar pönnukökur handa okkur og spurði hvað væri eiginlega í gangi, af hverju við hefðum ekki kallað í hann strax og fussaði bara þegar við sögðumst hafa ætlað að gefa honum smá break... . Pawel slóst svo í hópinn og allt gekk þetta eins og smurð vél, mæla, saga, leggja og við náðum að klára fyrir klukkan 9.
Fengum okkur smá kaffihle og þá kom í ljós að þetta var afmælisdagrinn hans Pawel. Við sungum fyrir hann og sendum strákana svo upp að slappa af en við kláruðum að þrífa eftir okkur og mála síðustu umferðina á herbergið hans Gabríels. Klárum að leggja parketið á það eftir vinnu í dag.
Nú verður líka tekið á því í hlaupunum (engin miskunn) eftir tveggja daga 'HVÍLD'... Agga er búin að plana hádegisskokk dauðans, það á víst að taka Jensinn. Hef ekki prófað það áður, spennó .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 11:00
Almost famous
Bara aðalnúmerið í Sportinu, það held ég nú eða þannig . Sést í startinu í 800 m hlaupinu ef smellt er á þennan link, svona 3/4 inní þáttinn.
Byrjuðum á Gabríels herbergi í gær, strákarnir rifu gólfefnin af og búnir að mála eina umferð. Við ætlum að renna við í Húsó á eftir og versla parket, byrjum að leggja í kvöld. Það er ekki mikill tími til hlaupa eða orka svo það kemur bara í ljós hvernig þessi vika verður. Sennilega fínt að fá svona rólegheita viku núna, maraþon prógrammið byrjar af fullum krafti þann 25. febrúar, tikk, takk, tikk, takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 08:57
Secretað í spað...
Skynsemin réði ríkjum hjá gömlu konunni á sunnudaginn, ákvað að fara frekar langt og vera spök en að keppa í 3000 og sjá hvort ég gæti ekki losnað við þetta tak í lærinu. Fór 18,55 km og það var eins og við manninn mælt, finn ekki fyrir þessu lengur. Ég er reyndar með þokkalega öflugar harðsperrur hingað og þangað, sérstaklega í kúluvarpshandleggnum .
Við héldum áfram að gera fínt hjá okkur, búin að mála Lilju herbergi og koma krökkunum þar fyrir á meðan við tökum Gabríels herbergi í gegn. Fengum smá pásu til að fara í afmæliskaffi hjá henni Dagnýju, Daníel litli frændi minn orðinn sautján ára töffari. Góð hleðsla þar, gúmmelaðið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Á leiðinni heim fórum við í Sorpu með flöskur sem Gabríel er búin að safna fyrir fótboltaferð í sumar. Við höfum varla undan, hann á marga góða að og nú eru nágrannar okkar í risinu búin að bætast í hóp velgjörðarmanna. Ég sat út í bíl á meðan Þórólfur fór inn með flöskurnar og var einmitt að hugsa að nú eru þau uppi eiginlega komin með allt til alls, eina sem þau virkilega vantar er þvottavél. Í því keyrir bíll upp að hliðinni á okkur og stoppar, með kerru í eftirdragi fulla af alls kyns dóti og þessari fínu þvottavél. Ég vippaði mér út úr bílnum og spyr hjónin hvort þau séu að fara að henda vélinni og hvort hún sé nothæf. 'Já, já í fínu lagi, þetta er Siemens vél, með nýjum mótor'. Og má ég kannski fá hana fyrir leigjendurna okkar??? 'Þó það nú væri, bara gaman ef einhver getur notað hana'.
Það var svoooo fyndið að sjá svipinn á Przemek og Karolinu þegar við bönkuðum uppá hjá þeim. Þau geta bara engan veginn trúað sínum eigin augum, held þau gruni helst að við séum í leyni að kaupa allt þetta dót handa þeim. Veit ekki hvort þau kaupi þetta með Secretið... .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 15:48
Svetlana hérna megin
Jæja þá getur maður hakað við það á listanum yfir hluti sem ég er búin að prófa. Tók þátt í KÚLUVARPI á MÍ Öldunga og kem bara sterk inn . Frábær dagur 'so far', fórum niðrí höll rétt fyrir 10 og hitaði upp með því að keppa í 60 m hlaupi... Bætti tímann minn aðeins frá því fyrir tveim árum og hljóp á 9,64. Ekkert til að hrópa húrra yfir en gaman að vera með og upplifa þá súrrealísku tilfinningu að þegar hausinn á manni er löngu komin í mark og búin að rústa þessu, þá eru lappirnar bara ekkert með í baráttunni, tilfinningin er eins og að hlaupa í kafarabúning get ég ímyndað mér. En fín grein til að taka úr manni spenninginn og koma manni í gír.
Næsta grein var langstökk og þar tók ég fínum framförum frá því síðast (3,51) , bætti mig um rúman hálfan metir, stökk 4,08 í síðasta stökkinu og var að bæta við mig 20 cm í hverju stökki. Er ekki enn búin að gleyma þegar Baddi bróðir spurði mig hvort þessir 3,51 væri stökk án atrennu .
Stelpurnar plötuðu mig svo með í kúluvarp á meðan við biðum eftir starti í 800 m. Hef aldrei kastað kúlu áður og var nokkuð sátt með 7,70 , svona í fyrstu tilraun alla vega. Er viss um að það leynist smá Svetlana í mér og á örugglega eftir að prófa kúluvarpið aftur.
Svo var komið að 800 m. Helsti keppinautur minn í mótinu (fædd sama ár og ég) var í Svissneska landsliðinu í frjálsum í gamla daga og var búin að hafa mig í hinum greinunum. Fríða Rún tók strax forystuna í hlaupinu enda í sérflokki og ég ákvað að elta Ungfrú Sviss af stað og sjá hvort ég gæti hangið í henni. Eftir 200 m rúma fór ég upp að hliðinni á henni og fannst hún blása ansi mikið. Eftir 300 - 400 m sá ég hana ekki meir og tíminn minn 2:37:47 , næst á eftir Fríðu Rún. Fann samt eftir fyrstu 200 m að ég fékk tak aftan í vinstra lærið og fann verulega fyrir því eftir hlaupið. Þorði þess vegna ekki að taka þátt í 200 m hlaupinu til að fara ekki alveg með mig.
Er orðin miklu betri núna eftir að hafa hreyft mig soldið og kælt lærið. Reikna með að hlaupa 3000 m á morgun ef ég finn ekki fyrir neinu en læt 400 m eiga sig.
Nú eru Þórólfur og Przemeck að mála og gera fínt í nýja herberginu hennar Lilju. Búnir að rífa gamla spónarparketið af og Pawel ætlar að hjálpa okkur að parketleggja í vikuna. Gabríels herbergi fær sömu meðferð á morgun. Frúin er alsæl .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar