Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kílóin fjúka

Nei það var ekki svo gott að þetta væru mín kíló...  Kallinn minn lét heldur betur á sjá í pestinni og var búin að missa hátt í 4 kg síðan í síðustu viku!  Þetta er náttúrulega ekki hægt.  Nú er það bara rjómabland og steikur í hvert mál (bara fyrir hann þ.e.a.s....).

Gat ekki annað en hlegið, í nýjasta RW var einmitt grein sem fjallaði um ástæður þess að fólk hleypur og hvernig maður eigi að æfa miðað við það.  Sumir hlaupa til að bæta tímana sína, til að létta sig, sér til ánægju eða heilsubótar.  Í hlutanum sem fjallar um þá sem hlaupa til að létta sig þá er sérstaklega tekið fram að maraþon þjálfun er ekki best til þess fallinn, þar sem flestir þyngjast aðeins frekar en léttast.  Löngu æfingunum fylgir brjálæðislegt hungur og þá er maður að missa sig aðeins of mikið...  Fyndið, nákvæmlega eins og ég upplifi þetta.  Hálfmaraþon þjálfun er aftur á móti alveg kjörinn til að ná þannig markmiðum.

Tempó æfing hjá okkur á eftir og nú eru þær aftur að styttast, erum komin yfir hápunktinn á prógramminu.  45 mínútna pjúra ánægja framundan, jeiiiii....


Flóinn, árshátíð og 33.

Dæs...  Föstudagskvöld, græjaði hjólið mitt fyrir sumarið og festingarnar fyrir barnastólinn.  Á laugardagsmorgun flúðum við Lilja svo úr pestarbælinu og prufukeyrðum hjólið.  Það tísti í henni þarna fyrir aftan mig og lang skemmtilegast að fara í holur og hristing.

Það var stelpuferð hjá okkur í Flóann.  Mamma kom með til að hlaupa 3 km með Lilju á meðan ég spretti mína 10.  Í fínum gír og hlaupið gekk glimrandi vel.  Bætti tímann minn aðeins og var fyrst kvenna.  Sparaði mig nú samt pínu til að klúðra ekki löngu æfingunni minni Wink.  Lilja fékk bronsið í 3 km hlaupinu með dyggri aðstoð ömmu sinna, sverja sig í ættina stelpurófurnar.

Það var ekkert elsku mamma þegar í bæinn var komið.  Í glamúrgallan og á frábæra árshátíð hjá Glitni.  Tókum öskubusku á þetta og vorum komin heim vel fyrir miðnætti.

Alein og yfirgefin af pestargemlingnum, elskunni minni, lagði ég að stað í bítið í snjókomu og fínheitum.  Byrjaði á að hlaupa öfugan Fossvogshring og hitti svo á Vini Gullu.  Hljóp með þeim upp að Árbæjarlaug þar sem hinir snéru við en ég hélt áfram og kláraði Powerade hringinn.  31,5 sagði garmurinn fyrir utan dyrnar hjá mér en þá var ég ennþá svo spræk að ég tók einn Austurbrún/Vesturbrún hring til að rúnna þetta af upp í 33 km.  Nokkuð kát með gömlu konuna en meðal pace var 5:21.

Amma og Lilja
hlaup 005

 

hlaup 009

Bara cool

Í gær var komin tími á klippingu hjá syni mínum.  Síðast þegar ég klippti hann (daginn fyrir fjölskyldumyndatöku) bað hann um hanakamb og það var ekki samþykkt.  Núna var hann búin að steingleyma því.  Ég spurði hvort hann vildi ekki fá hanakamb núna, drengurinn er í skýjunum og finnst ég besta og skemmtilegasta mamma í heimi.  Er á meðan er...

 Töffarinn!
Bara sætastur...

Bring it on

Lilja litla er að skríða saman.   Var heima í dag hjá ömmu og pabba sínum til skiptis til að ná upp aðeins meira þreki áður en hún fer aftur til dagmömmu.

Það er alveg tjúllað að gera hjá mér í vinnunni og verður út þennan mánuð.  Hafði yfirdrifið að gera fyrir en í dag fengum við fréttir um að þriðji maður í stóru verkefni sem við erum að vinna að er dottinn út... Eftir smá 'jæks' tilfinningu þá breytti maður í 'Bring it on' gírinn Cool.  Ég er ekki til sölu utan venjulegs vinnutíma svo í rauninni eru bara hægt að þétta dagana, ég bæti ekki við mig á annan hátt.

Æfingarnar fyrir Köben ganga eins og í sögu, tökum næstu 3 æfingar og hristum upp í þeim milli daga.  Planið segir fimmtudagur tempó, laugardagur 35 km og sunnudagur 10 km.  Við ætlum að fara 10 á morgun, keppa í Flóahlaupinu á laugardaginn og fara langt á sunnudag. 

Milli æfinga látum við okkur ekki leiðast, ársfagnaður Glitnis verður haldin með pompi og pragt á laugardagskvöld.  Eins og ég segi.... Bring it on W00t.

 


What goes up...

must come down..dah, dah, dah...  

Þetta lag á alveg einstaklega við akkúrat núna og ég er þá ekki að tala um gengi eða hlutabréf.  Er alla vega búin að komast að því að fá gusuna yfir sig úr æðri endanum er eiginlega bara allt í lagi, miðað við að fá hana úr þeim óæðri...  Förum ekki mikið nánar út í það en Lilja litla heldur sturtunni og þvottavélinni alveg í stöðugri notkun GetLost.


Inni í blíðunni

Aumingjans litla Liljan okkar er ekki brött núna.  Á föstudaginn var hún komin með hita og bólgna efri vör.  Sá að hún var sár í munninum og hún vildi ekkert borða. 

Á laugardaginn fórum við hjónin löngu æfinguna okkar að venju, sem var stutt að þessu sinni, bara 19 km og nú er svo komið að við finnum ekkert fyrir svoleiðis smáræði.  Þetta er svona rólegheitavika í prógramminu okkar eftir tvær strembnari vikur. 

Ég vissi að ég yrði að mestu inni og til að mygla ekki alveg í blíðunni fór ég aldrei þessu vant í pils og sætan bol í staðinn fyrir 'heima' buxurnar.  Lilja sat svo í fanginu á mér alveg domm þegar fyrsta gusan kom.  Hitti svona laglega ofan í hálsmálið á krúttlega bolnum mínum, ekki mjög þokkafullt.  Önnur sturta og nú var bara farið í gömlu 'heima' buxurnar og næsta sólarhringinn gat litla skinnið varla haldið niðri vatnsdropa.

Í morgun tókum við Þórólfur fyrstu maraþon pace æfinguna okkar úti.  Hlupum 10 km að heiman, niður að Tjörn og heim aftur, tíminn var 45:30.  Hugsuðum nú til þess að síðasta sumar var ég að rembast við að komast undir 45 og nú er maður að taka þetta bara nokkuð létt á æfingu, gaman.

Skildi Þórólf eftir á vaktinni og skrapp til hennar Ástu ofurglennu í 'smá' afmælisboð eða þannig.  Eftir tveggja tíma massíva hleðslu rúllaði ég heim aftur með sýnishorn af veitingunum handa elskunni minni Grin

Lilja er farin að halda niðri mat en er ennþá algjörlega eins og drusla.  Liggur í fanginu á okkur til skiptis og er í hálfgerðu móki.  Finnst hún nú samt aðeins vera að hjara við núna.

Kíktum á úrslitin í París og Neil hljóp á 2:34, glæsilegt!


Glennukvöld

Ég er södd!  

Sigrún bauð okkur Glennum til sín í kvöldmat og franska súkkulaðiköku í gærkvöldi.  Sigurjón sá um eldamennskuna og fær toppeinkunn.  Sigrún stóð sig ekki síður í bakarahlutverkinu og bauð uppá þeyttan rjóma og fersk jarðarber með frönsku súkkulaðikökunni.  Fullkomið.  Við vorum sammála um það að síðustu vikur, núna þegar æfingaálagið hefur aukist, þá erum við sísvangar og höfum þyngst aðeins ef eitthvað er.  En núna er ég sem sagt orðin södd. 

Eftir matinn rúlluðum við okkur yfir í sófann og á sófaborðinu var stærsta nammiskál sem ég hef séð (hægt að nota sem ungbarnabað...) og þegar á reynir bregst maður ekki skyldum sínum.  Lagði mitt af mörkum og vel það.

Þegar hér var komið við sögu rifum við okkur úr fötunum og fórum að máta maraþon keppnisgallana okkar sem voru að koma glóðvolgir frá Amríku.  Við Glennurnar erum nefnilega með styrktaraðila.  Sama hvernig fer hjá okkur í hlaupunum, þá er alveg pottþétt að við eigum eftir að looka vel!!!

DSC 0379
Glennum raðað í stærðarröð...

Spræk

Sprækari en nokkru sinni fyrr.  Fínt hádegisskokk í gær og ég er úthvíld og endurnærð.  Kroppurinn í algjöru toppformi, mmmmm.   Tempóæfing á eftir og engin spurning um að rúlla henni upp.

Nýjasta Runners World komið og fullt af skemmtilegu lesefni.  Í þessu blaði er sérstök áhersla lögð á konur í maraþonhlaupum (nákvæmlega!).  Daginn fyrir Boston Maraþon verður nefnilega haldin USA undankeppni kvenna í maraþoni fyrir Ólympíuleikana. 

Það er frábært viðtal við Deenu Kastor sem er líklegust til að vinna undankeppnina en það sem er enn skemmtilegra er að það eru viðtöl við nokkrar frábærara maraþon konur sem eru bara venjulegar konur, með venjulegan lífsstíl, þ.e. vinnu, fjölskyldur, börn o.s.frv.  Gaman að sjá hvernig þessar konur eru að skipuleggja æfingarnar og dagana hjá sér.  Deena Kastor talar t.d. um að hún leggur ofuráherslu á recovery, vegna þess hversu mikið hún leggur á líkamann.  Hún sefur t.d. alla jafna 8-10 tíma á nóttu og leggur sig svo í 1-2 tíma á daginn.  Ekki alveg í takt við minn raunveruleika....


Lúin

Tökum Sólu á þetta, við hjúin erum lúin núna.  Eftir endorfín kikk á laugardaginn og mjatl upp í 31 km, 19 km á sunnudaginn í hífandi roki, þá var mér allri lokið að þurfa að hlaupa 6,5 km í gær Frown.  Dreif mig nú samt út og lullaði með mín blýþungu læri í áttina að Elliðaárdalnum.  Bjargaði mér að hitta hann Ella á leiðinni, með sitt sólskinsbros, lifði á því restina af æfingunni.  Síðustu 2 km voru bara nokkuð þolanlegir og eftir teigjur, sturtu og snarl varð lífið aftur gott.

Í dag tók svo alvara lífsins við á nýjan leik, ekkert meira lull takk fyrir!  7 * 800 m sprettir á 4:00 pace, nokkuð krefjandi en vel viðráðanlegt.  Allt á réttri leið. 

Eins og svo oft þá hrúgast verkefnin einhvern veginn á mann í gusum.  Alveg brjálað að gera í vinnunni (sem er gaman), Lilja á ofurspræku morgunhressu tímabili og lengsta vikan okkar í prógramminu.  En fyrst við rúllum þessu upp þá tökum við þetta þon í nefið.

Hittum Sigga Smára í Laugum áðan og kom í ljós að hann er að fara til Köben líka.  Ekki nóg með það, hann á líka afmæli 18 maí!  Það þýðir bara að það verður tvisvar sinnum skemmtilegra hjá okkur W00t...


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband