Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
11.7.2008 | 20:06
Sjáumst hinu megin...
... við Laugaveginn.
Kom manni og börnum í rútuna, treysti því að þau séu að renna í hlað heilu á höldnu innan skamms. Ohh hvað það verður gaman að sjá þau aftur!
Allt klárt hjá mér. Hljótt í húsinu. Er farin að sofa.
Nú er bara að duga..., víííí .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2008 | 08:39
Móttökunefnd
Nú er ég sko glöð!
Þórólfur ákvað í gær að taka krakkana með í Þórsmörk til að taka á móti mömmu gömlu. Þau leggja í hann með rútu eftir vinnu á morgun og svo verðum við öll samferða heim úr Mörkinni á laugardaginn. Nú hef ég ennþá betri ástæðu til að flýta mér inn í Mörk .
Það var haft samband við mig frá 24 stundum í vikunni og í morgun birtist smá viðtal í tengslum við Laugavegshlaupið sem hægt er að skoða hérna.
p.s. Vinnufélagi minn var að benda mér á að viðtalið er er líka á mbl.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 10:52
Ein æfing eftir
Ótrúlega ljúft að fara út að skokka í morgun, litla hringinn minn í rólegheitum. Nú er bara ein æfing eftir fyrir Laugaveginn, skrýtið hvað þetta er alltaf fljótt að líða.
Er í ótrúlega fínum fílíng, allt eins og það á að vera og ég held að ég sé eins vel undirbúin og ég mögulega get verið. Það er samt einhvernveginn allt öðruvísi að hugsa til þess að hlaupa Laugaveginn en maraþon. Maraþonið er útpælt, nákvæmt pace allan tímann, miklu færri óvissuþættir. Maður hleypur gott maraþon með hausnum.
Laugavegurinn er aftur á móti í mínum huga svona hjarta (eða maga) hlaup. Maður verður að hlusta vel á líkamann, laga sig að fjölbreyttu undirlagi og mismunandi álagi sem fylgir brautinni. Það er ekki hægt að pæla Laugaveginn út í ystu æsar, maður verður bara að 'go with the flow' og sjá hverju það skilar. Get ekki beðið, rain or shine, þetta verður enn eitt æðilegt ævintýrið í safnið!
Í Þröngá 2003
Lagt af stað frá Landmannalaugum 2005.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 23:40
Amish
Í dag fórum við í sveitina til Sverris að ná í guttann okkar. Hann tók á móti okkur á hlaðinu skælbrosandi, brúnn og sætur . Gabríel lærði að keyra mótorhjól í sveitinni og tætti af stað á tryllitækinu svoleiðis að mamma hans fékk smá í magann... Hann var líka búinn að veiða vænan fisk og búa til sultu með frænda sínum sem hann færði okkur í búið. Hann hafði staðið sem með eindæmum vel sem vinnumaður, Sverrir átti ekki orð yfir hvað hann væri góður strákur, sjálfum sér nógur og duglegur og leysti hann út með vænni fúlgu fjár.
Tókum smá Amish á þetta líka. Reistum eitt stykki hesthús, bara svona einn tveir og þrír. Tengdapabbi hans Sverris var búin að smíða alla útveggina og við hjálpuðumst að, fjögur, við að reisa og tryggja veggina, gaman!
Ég er svo mikið borgarbarn sem útskýrir af hverju ég varð að taka mynd númer tvö og er ennþá að flissa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 11:00
Frífíkn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 12:29
Vínguðirnir...
... eru okkur sérstaklega hliðhollir og ég veit ekki hvað er verið að reyna að segja okkur. Kannski bara að það sé ágætt að fá sér eitt léttvínsglas öðru hvoru ef maður getur höndlað það...
Ekki var það rauðvínslottóið í þetta sinn heldur var það húsbóndinn sem kom klifjaður (ekki slompaður) heim. Það var leikur í kringum EM í vinnunni hjá honum og minn maður tippaði á að Spánn myndi taka þetta. Frúin hefur líka aldrei verið eins spennt fyrir boltanum og núna, horfði á næstum því allan úrslitaleikinn á Bleikerasen og miðað við fagn og spenninginn mætti halda að ég væri hin mesta fótboltabulla. Var alveg með það á tæru að potturinn væri í höfn þegar 'Torres' skoraði .
p.s. Ég var að sjá að ég á besta tíma ársins í hálfu maraþoni á hlaup.is . Þá er staðan þannig:
- Maraþon - 1.
- Hálft maraþon - 1.
- 10 km - 4.
- 5 km - 6.
Hlakka til að snúa mér að stuttu aftur eftir Laugaveginn .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 10:30
Heim, ljúft að koma heim...
Ferðalagið gekk eins og í sögu og í þetta sinn gafst hún Lilja upp eftir snarlið og við mæðgur sváfum eins og klessur alla leið heim. Vélin var næstum því full og alveg mökkur af litlum krökkum með í för og ekki hægt að fá aukasæti svona fyrirfram. Var svo heppin að stelpurnar sem sátu í röðinni fyrir aftan mig fóru eitthvað að hrókera til að geta setið með vinkonum sínum og allt í einu var eina lausa sætið í vélinni við hliðina á mér (setja upp hissa svipinn takk), þvílíkur lúxus!
Áður en við lögðum í hann heim fórum við í bæjarferð til Oslo með ömmu og afa að skoða nýja Óperuhúsið og svo fengum við okkur bita á Aker brygge og nutum veðurblíðunnar. Þetta var alveg frábært frí hjá okkur og eina sem vantaði var að hafa strákana okkar með, erum strax farin að plana almennilega ferð næsta sumar.
Hvíld, góðar æfingar, quality time með dóttur minni og hellingur að jarðaberjum gerðu kroppnum gott og ég kom léttari og nettari heim. Jeeeehawww...
Lilja að busla í gosbrunninum í Asker sentrum.
Með Helena frænku í Hövik.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar