Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

MÍ 5000 m kvenna

Meistaramót Íslands í 5000 m á braut á morgun klukkan hálf sjö á Laugardalsvellinum.  Vona að sem flestir mæti.  Ég var með í fyrra og var sú eina sem var með, samt sem áður náði ég besta tímanum mínum, fór í fyrsta skipti undir 20 mínútur.  Á staðnum er starfsfólk sem telur hringina, hvetur mann áfram og tekur tímann.  Það er bara bannað að sleppa svona tækifæri til að ná, í versta falli frábærri tempóæfingu eða pb og í besta falli Íslandsmeistaratitli!

MÍ karla í 10000 m tekur svo við klukkan sjö.  Í fyrra voru bara 5 karlar með, vona að það hysji fleiri upp um sig í ár og láti vaða.  Komaso!

 


Agga rúlar

Er svo stolt af henni Öggu að ég er að springa.  Hún rúllaði upp 6 tíma hlaupinu með stæl og kom brosandi í mark.   Gæti ekki verið stoltari af henni þó hún væri dóttir mín eða systir.  Hjartanlega til hamingju elsku vinkona mín! 

Er líka ótrúlega stolt af henni Völu sem stóð sig eins og hetja í þessari þrekraun.  Ég segi það satt að í dag átti ég bara alveg nóg með mína 16 km og þá virka svona hetjudáðir ofurmannlegar.  Hjartanlega til hamingju Vala, þú ert algjör nagli. 

Ívar var líka ótrúlega flottur eftir sex tímana, sigraði karlaflokkinn.  Svo voru líka fullt af flottum 3 tíma hlaupurum, til hamingju allir saman. 

 


Mamma mia

Fór með henni mömmu minni í bíó í gær.  Við skemmtum okkur konunglega, mest við það að hittast of spjalla en jú, jú líka við að hlusta á ABBA lögin.  Við vorum sammála um að söngleikir eiga nú eiginlega heima í leikhúsinu ekki á hvíta tjaldinu.  Mér fannst sum atriðin, eins og atriðin þar sem fólk var að rúlla sér fram og til baka á þakinu á gamla hótelinu, syngjandi hástöfum, mjög kjánalega fyndin.  Á örugglega ekki eftir að sjá þessa mynd aftur, en á hinn bóginn á ég ekki eftir að gleyma henni og frábærri gæðastund með mömmu minni. 


Litlu leyndarmálin

 
  •  Ég vanda mig við lífið
  •  Ég get treyst á sjálfa mig
  •  Ég tek góðar ákvarðanir og fylgi þeim eftir
  •  Ég set mér krefjandi en raunhæf markmið
  •  Ég hlusta á aðra
  •  Ég drekk í mig hvatningu úr umhverfinu
  •  Ég sný allri reynslu, í jákvæða reynslu
  •  Ég er sannfærð um að allt fari á besta veg
  •  Ég hugsa vel um sjálfa mig
  •  Ég er sigurvegari

Ef þú hefur ekkert annað að gera...

Þá er hægt að skemmta sér við þetta

Ég fann mig árið 1978...

1978


Úrslit - Þríþraut Árbæjarþreks 2008

  eftir sund 500 meftir hjól 10 kmeftir hlaup 3 km
 Karlar   
1Dagur Egonsson08:0332:52:0046:11:00
2Trausti Valdimarsson08:5832:15:0047:10:00
3Remi Spilliert07:4832:52:0048:59:00
4Hartmann Bragason09:0035:15:0049:40:00
5Ívar F. Finnbogason10:3335:15:0050:18:00
6Þórólfur Ingi Þórsson10:0339:33:0052:50:00
7Óskar Jakobsson11:2740:15:0053:19:00
8Þórhallur Halldórsson09:5837:49:0054:48:00
 Konur   
1Eva Einarsdóttir11:0239:52:0054:15:00
2Arndís Björnsdóttir11:2746:36:0066:12:00
3Elín Gísladóttir12:0048:59:0067:10:00


Ljósanótt 2008

Viðburðarrík helgi að baki.  Við héldum suður í Keflavík snemma á laugardagsmorgun til þess að taka þátt í Reykjanesmaraþoninu.  Ansi blöktu nú fánarnir vel og ég var fegin að vera bara að fara 10 km en ekki hálft í Suðurnesjarokinu.  Við hittum Þór afa og Jóa frænda fyrir sunnan og þeir ásamt Gabríel pössuðu skvísuna meðan við gömlu hjónin sprikluðum.

Hlaupið var annars bara fínt og samkvæmt plani.  Hljóp á 41:52 án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því, fín tempóæfing og ánægð með stöðuna hjá mér.  Þórólfur hljóp á 39:08 í ár og varð annar í hlaupinu.  Ég held að ég hafi verið 5. í heildina og fyrsta konan.  Það eru vegleg verðlaun í boði fyrir bestu tímana, flottur bikar, gisting á Hótel Keflavík á Deluxe herbergi og gjafakassi frá Casa. 

Borðuðum hádegismat á Primo, flott hlaðborð og bara einn flottasti staður sem ég hef komið á 'i det siste'.  Við röltum svo um bæinn, skoðuðum listaverk og mannlífið eins og tilheyrir á svona dögum.  Um kvöldið bauð tengdapabbi svo í ítalskt hlaðborð á Flughótelinu og syngjandi ítalski sunlaugavörðurinn sá um að krydda þetta með bandinu sínu.  Alveg frábært, matur, drykkur Wink og skemmtun.  Tengdapabbi, höfðinginn sem hann er, var líka búin að útvega okkur gistingu á Flughótel svo það var ekkert stress hjá okkur.  Töltum okkur aftur niður í bæ eftir matinn og horfðum á flugeldasýninguna sem verður bara flottari með hverju árinu, topp endir á topp degi.

Á sunnudagsmorguninn, eftir enn eina átveisluna, rúlluðum við niður á höfn og heilsuðum uppá hana Siggu skessu, en litla prinsessna okkar svaf hana af sér á laugardaginn.  Við klifruðum upp klettana, selfluttum Lilju og gægðumst inn um gluggann á hellinum hennar. 

Brot af því besta...

Ljósanótt

Smá tilkynning

Var að vinna rauðvínslottóið í vinnunni.  Verð seint valin vinsælasta stúlkan í léttvínslottóinu. 

En þetta var allt henni Nönnu að kenna, hún tók sér hlutverk innri endurskoðanda, var að passa uppá að það væri ekkert svindl í gangi af því ég hef unnið svo oft.  Fyrirkomulagið er þannig að sá sem vinnur dregur næst og ég sagði við hana að hafa ekki áhyggjur, það hafa alltaf einhverjir aðrir dregið mig út, ég hef aldrei dregið sjálfa mig. 

Í því dró ég sjálfa mig, thí hí, secretið skilur ekki 'Ekki'.  Grin


Mett

Glennuhittingur í gær hjá henni Sólu sætu.  Bara gaman og ekki vantaði veitingarnar, enda Sóla landsþekkt fyrir myndarskap og af okkur Glennunum ber hún af í þeim efnum!

DSC00247

Hún er nú ósköp sæt þrátt fyrir að vera svona krambúleruð, litla skottið mitt.  Á leiðinni í leikskólann í morgun.

DSC00254

Framundan er heljarinnar dagskrá um helgina hjá okkur.  Þar sem að elskan mín er úr Keflavík, þá er náttúrulega engin spurning um að taka þátt í Reykjanesmaraþoninu og að upplifa Ljósanótt.  Við hjónin ætlum að hlaupa 10 km og Gabríel 3,5 km.  Gabríel þurfti ekki hvatningu frá foreldrunum í þetta sinn, hann ætlar að taka aðal úrdráttarverðlaunin, ferð fyrir tvo til Evrópu!   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband