Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
16.12.2009 | 15:50
Æfingarnar ganga vel
Er búin að teka hverja gæðaæfinguna á fætur annarri síðustu vikuna. Á eftir Powerade var það 6*Suðurhlíðin í Öskjuhlíðinni á laugardag. Á sunnudag fórum við Siggi Hansen saman, fór lengra og hraðar en planið var en gekk alveg ljómandi vel. Á mánudaginn var það svo 5000 m sprettur á braut og ég hljóp á 20:33. Hádegisskokk á þriðjudaginn ein með sjálfri mér og svo er 4*1100 m á dagskránni á eftir. Er líka búin að hjóla í vinnuna alla dagana í þessari viku.
Við höfum verið að taka heilmiklar þrekæfingar líka og ég er með þvílíkar harðsperrur eftir átökin. Þetta hlýtur að skila sér!
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 15:46
Vörustjóri í afleysingum
Tók að mér að vera vörustjóri í Retail í afleysingum næsta mánuðinn. Spennandi fyrir mig að prófa eitthvað nýtt og sjá hvernig þetta á við mig og þakklát fyrir að mér sér treyst fyrir verkefninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 15:43
Powerade #3 2009
Gekk alveg ljómandi vel í Powerade, varð önnur á rétt rúmum 42 mínútum í rokinu. Hefði getað tekið betri tíma hefði ég kosið að fórna skjólinu hjá Daníel Smára og Trausta. Bjarnsteinn dreif mig svo með í flottan endasprett þar sem við skildum stóru strákana eftir. Nú er ég komin í góða stöðu í stigakeppninni, er búin að planta mér örugglega í annað sætið í heildina og fyrsta í mínum flokk.
Þórólfur hljóp vel þrátt fyrir að hafa verið drullu lasin (thíhí) með magakveisu daginn áður. Hann kláraði á rúmum 38 mínútum í þetta sinn.
Hlaup | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 21:53
R.I.P.
Einhvern veginn þá komst ég aldrei almennilega í blogg stuð aftur eftir að ég tók mér hvíld í sumar. Ég fann að ég var meira að rembast við að skila einhverju af mér af skyldurækni, ekki af því mig langaði alltaf til þess. Ég fattaði þetta eiginlega bara núna um daginn þegar ég horfði á hana Lilju mína, sem er svo opin og skemmtileg. Hún er ekki búin að missa þetta barnslega sakleysi ennþá, hún heilsar, knúsar, kjassar og syngur fyrir alla og býst alltaf við því besta frá öllum sem hún hittir. Einhvern daginn á það eftir að breytast, en þannig er bara lífið.
Mér fannst alveg svakalega gaman að blogga hér áður fyrr, deila gleðinni í mínu lífi, skoðunum, sigrum og sorgum. En mér finnst ekkert gaman að ritskoða sjálfa mig út í hið óendanlega. Ég ætla að nota blogg tímann minn í annað á næstunni og er búin að finna mér ótrúlega spennandi verkefni í staðinn. Núna er einmitt rétti tíminn til að söðla um, ekki vegna þess að að allt er ómögulegt, heldur einmitt vegna þess að allt er eins og ég vil hafa það.
Í dag sagði Lilja grafalvarlega við mig; 'Mamma, þegar þú verður amma, þá verð ég mamma.' Það var einmitt það sem ég þurfti að heyra til að vera fullkomlega sátt við ákvörðunina. Tíminn líður nefnilega alveg ótrúlega hratt og það er eins gott að nota og njóta hverrar einustu mínútu strax í dag. Ekki einhvern tímann seinna þegar litla krílið sem hjúfrar sig að manni, er orðin mamma .
Gabríel tók þessa mynd af mér í dag, í nýju peysunni minni, sem ég var að klára að prjóna!
Amen.
Bloggar | Breytt 7.12.2009 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2009 | 08:37
Vottuð
Er algjörlega á haus þessa dagana en þegar jólastúss bætist ofan á vinnu og æfingar þá er ekki mikill tími aflögu. En alla vega, þetta hefst og ég hef gaman af öllu sem ég geri þó svo ég væri til í aðeins fleiri klukkutíma í sólarhringinn. Eða kannski ekki, ætli ég myndi bara ekki finna mér eitthvað meira að gera þá...
Er búin að vera á mjög skemmtilegu og fróðlegu námskeiði síðustu tvo daga sem skilar mér út í lífið sem vottuðum Scrum Master, sem þýðir að ég fæ pottþétt hlutverk í næstu Star Wars mynd . Scrum Master er heiti á hlutverki í ákveðinni aðferðafræði sem notuð er til að vinna hugbúnaðar verkefni og fyrir ekki svo löngu tók ég það hlutverk að mér í mínu teymi í vinnunni. Planið var að taka vottunarprófið sem hluta af námskeiðinu en eitthvað klikkaði hjá þeim þannig að við tökum það bara á næstu dögum.
Námskeiðið var haldið á Nordica og hluti af prógramminu var hádegismatur á Vox en nú eru þeir að bjóða uppá jólahlaðborðið sitt. Ég tók góðan snúning á því á mánudaginn en hélt mig við sushi og ávexti í gær svo þetta myndi ekki enda með ósköpum. Í dag er svo ráðstefna á Nordica og þriðji í jólahlaðborði .
Hörku sundæfing í gær, fór upp í 2500 metrana og synti meðal annars 5* 100m skrið/10 sek hvíld á milli og kláraði alla sprettina á 1:50 - 1:53. Fyrir þetta námskeið átti ég best 1:51 í 100 m. Jólaföndur í leikskólanum hjá Lilju í eftirmiðdaginn og svo er sprettæfing í Höllinni. Jeehaww....
Sá þessa frétt á ÍR-síðunni í morgun. Gott mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar