Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Heilsumánuður

Maí mánuður verður tileinkaður heilsunni í vinnunni hjá mér.  Frábært framtak hjá okkar fólki, lögð verður áhersla á holla hreyfingu og matarræði. 

Fysta vikan verður tileinkuð hjólreiðum sem passar vel því átakð Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn.  Örninn verður með kynningu á hjólasportinu í hádeginu á morgun og seinna í vikunni verður fyrirlestur um yoga.  Við erum komin með tvö lið í minni deild og það verður barist til síðasta blóðdropa.  Yfirlýsingar um að hjóla 20 - 30 km 'detour' á leið í og úr vinnu og svo telur líka ef maður hleypur.  Ég sé alveg fyrir mér að fara helgarhringinn minn á (ekki) leiðinni í vinnu og hjóla svo einhvern útúrdúr heim úr vinnunni, stökkva af hjólinu og hlaupa hálftímann áður en ég fer inn til mín, það má!  Samningaviðræður við maka og börn næst á dagskrá Tounge.

Næsta vika verður svo tileinkuð hlaupum, vúhúúú... 


Vinkonur

Lilja fékk vinkonur sínar í heimsókn í síðustu viku, þær Amalíu og Emblu.  Ég og mamma þeirra, hún Jóhanna erum að vinna saman, vorum hjá sömu dagmömmu og búum rétt hjá hvor annarri svo það getur ekki verið þægilegara.  Lilja var þvílíkt spennt en fannst soldið erfitt að deila dótinu sínu og ég tala nú ekki um sviðsljósinu...  Amalía og Embla klæddu sig upp eins og prinsessur og sungu fyrir okkur:

Við fórum svo og heimsóttum stelpurnar í þessari viku og það var greinilegt að þær eru vanari að deila með sér.  Lilja fékk að lána dúkkur, kerrur og máta rúmin þeirra án mikilla átaka Grin.


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband