Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
11.6.2009 | 16:28
Glanni
Held ég verði að segja skilið við Glennurnar og sækja um hjá Glönnunum...
Fór á hjólinu (n.b. mínu hjóli) í vinnuna í morgun, ákvað að slaka aðeins á í hlaupunum fyrir keppnirnar framundan. Ég er svona eins og 10 ára strákur á hjóli, ég hjólaði aldrei neitt sem heitir sem krakki og er þess vegna ennþá að læra mín takmörk, sbr. að það er ekki hægt að hjóla í mjög djúpum snjó og hvernig á að láta sig vaða niður tröppur og svoleiðis.
Akkúrat núna er ég líka eins og 10 ára strákur sem þarf að læra sína lexíu... Það var svo gaman að hjóla í morgun í góða veðrinu að ég lét mig þvílíkt gossa niður allar brekkur og tók vel á því. Á hvínandi siglingu lagðist ég vel í síðustu beygjuna inn á bílaplanið í vinnunni og ... krashhhbaaaannggg!!! Rak pedalann í jörðina í vinstri beygjunni, flengdist í loft upp og lenti á hægri hliðinni á malbikinu. Eins og alltaf þá eru fyrstu viðbrögð að dröslast á fætur og athuga hvort einhver hafi séð mann, næst skakklappaðist ég með hjólið inn í bílageymsluna en þegar þangað var komið var ég að missa rænuna, gat ekki læst hjólinu og ráfaði inn á skrifstofunar á neðstu hæðinni. Þá var mér orðið svo óglatt að ég settist úr í horn með hausinn á milli hnjánna og reyndi að ná áttum. Eftir nokkrar mínútur tók ég stöðuna og sá að ég var hvergi brotin, en ansi illa krambúleruð á hægri hliðinni. Ég náði ekki í Þórólf svo ég endaði með að hringja í Pabba gamla, 'Pabbi, ég datt á hjólinu, geturðu sækt mig...' (liggur við), alla vega leið mér eins og hálfskömmustulegri smástelpu.
Ég þykist nú oftast vera voða mikill jaxl og vildi bara komast heim og í sturtu, en pabba leist ekkert á ástandið á mér, fékk mig til að samþykkja að bíða eftir að mamma liti á mig. Henni leist heldur ekki nógu vel á blikuna og keyrði mig upp á slysó. Ég var ennþá með svona aulahroll þar sem ég sat á biðstofunni, þrátt fyrir að vera öll blóðug og rifin. En það var sennilega eins gott að ég hlustaði á mömmu gömlu. Ég hafði fengið vægan heilahristing, sárin voru hreinsuð almennilega, olnboginn á mér var saumaður saman og mjöðmin límd og plástruð. Ég þarf að hafa saumana í 10 daga og má helst ekki bleyta þetta mikið.
Ég setti upp besta hvolpasvipinn minn og spurði lækninn þegar hann var búin að tjasla mér saman: 'Má ég ekki samt fara Gullsprettinn laugardaginn ef ég pakka þessu voða vel inn og ...Blálónsþrautina á sunnudaginn (voða lágt)? 'Ef þú treystir þér í það, þá ætla ég ekki að banna þér það, en það er nú þannig að þegar maður lendir í svona slysi þá er yfileitt dagur númer tvö og þrjú sem eru verstir...'
Ohhh well, sjáum til
Hjól | Breytt 22.9.2009 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.6.2009 | 14:21
Hann Gabríel okkar
Guttinn okkar stóð sig með stakri prýði í skólanum, var með yfir 9 í meðaleinkunn og fékk góða umsögn að öllu leyti. Okkur fannst heldur betur tilefni til að verðlauna góðan árangur, fórum á stúfana í gær og keyptum glænýja takkaskó. Hann gat ekki beðið eftir því að komast á æfingu í dag til að prófa, var komin út í garð um leið og við komum heim og svo niður á gervigras í Laugardalnum.
Til að toppa daginn þá heyrðum við í Sverri bróður, hann ætlar að sækja strákinn í dag og bjóða honum með sér í sveitina. Gabríel elskar að vera hjá Sverri í sveitinni, hugsa um dýrin og hjálpa til. Til að toppa þetta allt saman þá á Sverrir nokkur torfæruhjól og það er ekkert í heiminum skemmtilegra en að leika sér á torfæruhjólum og keppa við stóra frænda sinn þegar maður er 10 að verða 11.
Já, glaðari strák er ekki hægt að finna, það er sko alveg á tæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2009 | 15:36
Mig langar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2009 | 20:51
A little bit of Stockholm...
Ferðalög | Breytt 22.9.2009 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 20:22
Starfsmenn Ericsson
Vid tokum leigubil fra flugvellinum ad hotelinu og fast verd a taxa i baeinn er 565 SEK. Vid vorum rett lagdar af stad thegar vid vorum komnar i hörkusamraedur vid leigubilstjorann sem var innflytjandi fra Iran. Hann sagdi okkur medal annars ad hann byggi i Uppsala og aetti islenska nagrannakonu, Gudbjörg... Thegar vid erum svo komnar a leidarenda segir hann, 'You work for Ericsson, right?'. 'No, no I work for a bank in Iceland'. 'No, no, you work for Ericsson and I will give you the discount price, 490 SEK. And when you order a taxi to go back to the airport you ask for the Ericsson fixed rate, it's even less going back.'
Ekki leidinlegt hja okkur .
Annars vorum vid ad koma heim af Kina restaurant thar sem vid gaeddum okkur a fjorum smarettum og fengum djupsteiktan banana (voda litinn skammt samt) med is i eftirrett. Life's good!
Ferðalög | Breytt 22.9.2009 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2009 | 17:30
Stockholm
Ekki leidinlegt hja okkur mommu. Erum bunar ad labba okkur upp ad herdablodum og versla oggu ponsu litid... (eda thannig). Vid vorum ekki komnar i rumid fyrr en seint og sidar meir i gaer eftir ad hafa skodad Sollentuna (thar sem vid buum) og midborgina. Bordudum kvoldmatinn inn i bae a griskum veitingastad, alveg ljomandi gott.
I dag byrjudum vid a ad skoda Gamla Stan, Konungshollina, Akademiuna, Radhusid og Thingid, bara svona til ad vera menningarlegar og tokum svo einn godan shop till you drop a Drottnigsgata. Bordudum hadegismatinn i Gamla Stan a veitingahusinu Svortu saudirnir, sem okkur fannst eiga serstaklega vel vid.
A morgun aetlum vid ad fara i hopp on/hopp off tur a bat um eyjarnar herna og svo forum vid i Operuna annad kvold.
Nu er eg a leidinni i raektina herna a hotelinu, flottur aefingasalur, SPA og sundlaug a stadnum. Rakst ta a thessa tolvu og akvad ad tekka inn .
Ferðalög | Breytt 22.9.2009 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar