Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Glanni

Held ég verði að segja skilið við Glennurnar og sækja um hjá Glönnunum...

Fór á hjólinu (n.b. mínu hjóli) í vinnuna í morgun, ákvað að slaka aðeins á í hlaupunum fyrir keppnirnar framundan.  Ég er svona eins og 10 ára strákur á hjóli, ég hjólaði aldrei neitt sem heitir sem krakki og er þess vegna ennþá að læra mín takmörk, sbr. að það er ekki hægt að hjóla í mjög djúpum snjó og hvernig á að láta sig vaða niður tröppur og svoleiðis.

Akkúrat núna er ég líka eins og 10 ára strákur sem þarf að læra sína lexíu...  Það var svo gaman að hjóla í morgun í góða veðrinu að ég lét mig þvílíkt gossa niður allar brekkur og tók vel á því.  Á hvínandi siglingu lagðist ég vel í síðustu beygjuna inn á bílaplanið í vinnunni og ... krashhhbaaaannggg!!!  Rak pedalann í jörðina í vinstri beygjunni, flengdist í loft upp og lenti á hægri hliðinni á malbikinu.  Eins og alltaf þá eru fyrstu viðbrögð að dröslast á fætur og athuga hvort einhver hafi séð mann, næst skakklappaðist ég með hjólið inn í bílageymsluna en þegar þangað var komið var ég að missa rænuna, gat ekki læst hjólinu og ráfaði inn á skrifstofunar á neðstu hæðinni.  Þá var mér orðið svo óglatt að ég settist úr í horn með hausinn á milli hnjánna og reyndi að ná áttum.  Eftir nokkrar mínútur tók ég stöðuna og sá að ég var hvergi brotin, en ansi illa krambúleruð á hægri hliðinni.  Ég náði ekki í Þórólf svo ég endaði með að hringja í Pabba gamla, 'Pabbi, ég datt á hjólinu, geturðu sækt mig...'  (liggur við), alla vega leið mér eins og hálfskömmustulegri smástelpu.

Ég þykist nú oftast vera voða mikill jaxl og vildi bara komast heim og í sturtu, en pabba leist ekkert á ástandið á mér, fékk mig til að samþykkja að bíða eftir að mamma liti á mig.  Henni leist heldur ekki nógu vel á blikuna og keyrði mig upp á slysó.  Ég var ennþá með svona aulahroll þar sem ég sat á biðstofunni, þrátt fyrir að vera öll blóðug og rifin.  En það var sennilega eins gott að ég hlustaði á mömmu gömlu.  Ég hafði fengið vægan heilahristing, sárin voru hreinsuð almennilega, olnboginn á mér var saumaður saman og mjöðmin límd og plástruð.  Ég þarf að hafa saumana í 10 daga og má helst ekki bleyta þetta mikið.

Ég setti upp besta hvolpasvipinn minn og spurði lækninn þegar hann var búin að tjasla mér saman: 'Má ég ekki samt fara Gullsprettinn laugardaginn ef ég pakka þessu voða vel inn og ...Blálónsþrautina á sunnudaginn (voða lágt)?  'Ef þú treystir þér í það, þá ætla ég ekki að banna þér það, en það er nú þannig að þegar maður lendir í svona slysi þá er yfileitt dagur númer tvö og þrjú sem eru verstir...'

Ohhh well, sjáum til GetLost 


Hann Gabríel okkar

Guttinn okkar stóð sig með stakri prýði í skólanum, var með yfir 9 í meðaleinkunn og fékk góða umsögn að öllu leyti.  Okkur fannst heldur betur tilefni til að verðlauna góðan árangur, fórum á stúfana í gær og keyptum glænýja takkaskó.    Hann gat ekki beðið eftir því að komast á æfingu í dag til að prófa, var komin út í garð um leið og við komum heim og svo niður á gervigras í Laugardalnum.

Til að toppa daginn þá heyrðum við í Sverri bróður, hann ætlar að sækja strákinn í dag og bjóða honum með sér í sveitina.   Gabríel elskar að vera hjá Sverri í sveitinni, hugsa um dýrin og hjálpa til.  Til að toppa þetta allt saman þá á Sverrir nokkur torfæruhjól og það er ekkert í heiminum skemmtilegra en að leika sér á torfæruhjólum og keppa við stóra frænda sinn þegar maður er 10 að verða 11.

Já, glaðari strák er ekki hægt að finna, það er sko alveg á tæru.


Mig langar...

...til að vera með í Álafosshlaupinu á föstudaginn, Gullsprettinum á laugadaginn og Bláalónsþrautinni á sunnudaginn!

A little bit of Stockholm...

2009 06 Stokkhólmur

Starfsmenn Ericsson

Vid tokum leigubil fra flugvellinum ad hotelinu og fast verd a taxa i baeinn er 565 SEK.  Vid vorum rett lagdar af stad thegar vid vorum komnar i hörkusamraedur vid leigubilstjorann sem var innflytjandi fra Iran.  Hann sagdi okkur medal annars ad hann byggi i Uppsala og aetti islenska nagrannakonu, Gudbjörg...  Thegar vid erum svo komnar a leidarenda segir hann, 'You work for Ericsson, right?'.  'No, no I work for a bank in Iceland'.  'No, no, you work for Ericsson and I will give you the discount price, 490 SEK.  And when you order a taxi to go back to the airport you ask for the Ericsson fixed rate, it's even less going back.'

Ekki leidinlegt hja okkur Tounge.

Annars vorum vid ad koma heim af Kina restaurant thar sem vid gaeddum okkur a fjorum smarettum og fengum djupsteiktan banana (voda litinn skammt samt) med is i eftirrett.  Life's good!


Stockholm

Ekki leidinlegt hja okkur mommu.  Erum bunar ad labba okkur upp ad herdablodum og versla oggu ponsu litid... (eda thannig).  Vid vorum ekki komnar i rumid fyrr en seint og sidar meir i gaer eftir ad hafa skodad Sollentuna (thar sem vid buum) og midborgina.  Bordudum kvoldmatinn inn i bae a griskum veitingastad, alveg ljomandi gott. 

I dag byrjudum vid a ad skoda Gamla Stan, Konungshollina, Akademiuna, Radhusid og Thingid, bara svona til ad vera menningarlegar og tokum svo einn godan shop till you drop a Drottnigsgata.  Bordudum hadegismatinn i Gamla Stan a veitingahusinu Svortu saudirnir, sem okkur fannst eiga serstaklega vel vid.

A morgun aetlum vid ad fara i hopp on/hopp off tur a bat um eyjarnar herna og svo forum vid i Operuna annad kvold.

Nu er eg a leidinni i raektina herna a hotelinu, flottur aefingasalur, SPA og sundlaug a stadnum.  Rakst ta a thessa tolvu og akvad ad tekka inn Grin.


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband