Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
11.7.2009 | 19:47
Landsmót á Akureyri
Þórólfur vann 10 km hlaupið! Ég var önnur í hlaupinu, næst á eftir mínum manni og fyrst kvenna :) Orri bróðir fékk gull í sínum aldursflokki. Magnaður dagur, meira síðar!
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2009 | 10:16
Hneturúnnstykki í morgunmat
Það þýðir bara eitt, já einmitt í dag var vigtunardagur. Það var fámennt en góðmennt í þessari vigtun, mættar voru Bibba, Vala og Jóhanna. Það er skemmst frá því að segja að Jóhanna tók þetta á Ipponi eina ferðina enn með 0 í frávik, við hinar vorum allar aðeins yfir okkar markmiðum.
Ég var með nákvæmlega eitt kg í frávik sem er náttúrulega ekki mjög gott vigtunarkeppnislega séð en ... Eftir þessa lotu (þetta var vigtun 5 af 6) reikna ég með að sækja um breytingu upp á + 1 kg eða í 63 kg. Það er n.b. mjög vel ígrunduð ákvörðun og hér fyrir neðan verða taldar til nokkrar ástæður þess:
- Í fyrsta lagi var ákvörðun um að létta mig í 62 kg (úr 64 kg/ úr 66 kg sem var upprunalega kílóið mitt í keppninni) tengd keppnismarkmiðum í hlaupunum og átti að vera tímabundin.
- Í annan stað finnst Jóhönnu ég miklu sætari þegar ég er 63.
- Í þriðja lagi þá þarf voðalega lítið til að leggja mann í rúmið þegar maður er með svona lága fituprósentu (13 - 17% eftir mismundi mælingaraðferðum...).
- Í fjórða lagi þá verður rassinn á manni soldið asnalegur ef maður er of grannur (það segir Bibba alla vega).
- Í fimmta lagi þá held ég að ég verði búin að ná hlaupamarkmiðunum áður en til formlegrarar þyngingar kemur, sem verður einhvern tíma í september
Hnetuvínabrauð og kaffi, Laugavegsspjall og slúður að vigtun lokinni, mmmmm. Framundan er hádegismatur á einhverjum sjávarréttarstað rétt hjá Gullinbrú, spennandi.
Ja, vi rike har det gott, eins og hún mor-mor sagði alltaf!
Vigtun | Breytt 22.9.2009 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2009 | 22:00
Kominn heim :)
Mikið vorum við glöð að fá hann Gabríel heim til okkar aftur! Það ískraði í henni Lilju af spenningi þegar jeppinn hans afa renndi í hlaðið. Gabríel var svo glaður að sjá litlu systur sína að hann gaf henni ísinn sinn . Það er mikil gleði hjá henn Lilju með nýju rólurnar og hún getur endalaust rólað og syngur svo hástöfum að það tekur undir í öllu hverfinu...
Atti katti nóa, atti katti nóa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2009 | 20:20
Gull, silfur og brons!
Íþróttaálfarnir á heimilinu létu allir ljós sitt skína í dag. Við hjónin sóttum sitt hvorn bikarinn á Skagann í 10 km hlaupinu, Þórólfur var annar í hlaupinu og ég var fyrst kvenna. Var í góðum félagsskap á palli, Vala samGlenna mín varð önnur og Fjóla fyrrum samNFRari í þriðja. Sérstaklega skemmtilegt hlaup þar sem saman voru komnar fullt af gömlum góðum vinkonum mínum sem og nýjum, getur ekki verið betra.
Gabríel var líka á palli í dag en liðið hans varð í 3. sæti á N1 mótinu. Þeir töpuðu bara einum leik og það var í undanúrslitunum í vítaspyrnukeppni. Ótrúlega flottir stákar og við Þórólfur hefðum svo gjarnan viljað vera þarna fyrir norðan til að upplifa þetta og fagna með stráknum okkar, en við vitum að amma og afi í Norðurbrún standa sig frábærlega sem okkar staðgenglar á staðnum. Við sláum bara upp veislu um leið og við fáum guttann okkar heim á morgun!
Eftir hlaupið fórum við á skemmtilegt kaffihús á Akranesi og þegar heim var komið tók við rólusmíði, en við vorum að klára fyrir stundu. Rétt í þessu var elskan mín að koma heim með eitthvað gúmmelaði frá Austurlandahraðlesinni, later...
Hlaup | Breytt 22.9.2009 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2009 | 21:21
Meira um N1 mótið
Gabríel hringdi í okkur heldur betur glaður seinnipartinn, þeir eru komnir í undanúrslit! Í dag voru 3 leikir, eitt jafntefli og 2 sigrar í viðbót og strákarnir eru efstir í sínum riðli. Nú er bara að krossa allt sem hægt er að krossa og hugsa til hans Gabríels á morgun!
Við Þórólfur tókum okkur sólarfrí eftir hádegi í dag og notuðum seinnipartinn til að lakka og pússa nýja elshúsplötu og svo keyptum við svaka flottar rólur í garðinn. Erum hálfnuð með uppsetningu en við gátum ekki klárað alveg vegna þess að frúin átti pantaðan tíma í 60 mínútna Comfort Zone andlitsbað og spa (afmælisgjöf ). Hef ekki prófað svoleiðis dekur áður og svei mér þá, I loved it! Ég steinsofnaði með einhvern maska á fésinu, á upphituðum bekk, innvafin í mjúk handklæði og með eitthvað svalandi yfir augun (gúrka???). Er með svona mmmmm tilfinningu, á leið upp í sófa að kúra hjá kallinum.
Á morgun eru það svo 10 km á Skaganum. Engar yfirlýsingar, við ætlum bæði að láta þetta bara ráðast hjá okkur. Megin fókus verður á að skemmta sér á írskum dögum með Lilju og tengdapabba í för.
Fótbolti | Breytt 22.9.2009 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 14:06
N1 og Guðmundarlundur 2009
Heyrði í guttanum okkar í gærkvöldi og hann var nú heldur betur glaður. Strákarnir unnu báða leikina sína í gær og Gabríel skoraði 2 mörk í seinni leiknum í 3-1 sigri. Lifi Þróttur!
Update: Var að heyra í Gabríel og þeir gerðu jafntefli í fyrri leiknum í dag og voru að vinna seinni leikinn 1-0 en Gabríel skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu .
Gamla konan hélt uppteknum hætti og mætti svellköld (eða þannig ) í Guðmundarlundinn þar sem fram fór hrikaleg fjallahjólakeppni delux. Eftir brautarskoðun á mánudag var stemmningin þannig að eftir fyrsta hring hugsaði ég með mér, ekki séns að taka þátt í þessari vitleysu. Eftir annan hring, nei ég held að þetta sé ekkert fyrir mig. Eftir þriðja hring, mmmm kannski, sé til hvernig ég verð stemmd...
Fyrst hjóluðum við hring fyrir utan Guðmundarlundinn á moldarvegi og svo lá leiðinn inn í lundinn þar sem hjólaðir voru sex (Meistaraflokkur kvenna og B flokkur karla) eða 12 (Meistaraflokkur karla) hrikalegir hringir upp og niður snarbratta, örmjóa, malar-, skógar-, lúpínubreiðu-, grjót- og tröppustíga! Við vorum 5 sem lögðum af stað í styttri vegalengdina, þar af 3 konur.
Var mjög ánægð með startið hjá mér í þetta sinn og náði í fyrsta sinn að hanga í Láru fyrsta hringinn og inn í lundinn (gleðjast yfir litlu sigrunum...). Ég er mjög seig upp brekkurnar en vantar sárlega æfingu í að þora að láta vaða niður brekkurnar og á fyrstu tveim hringjunum var ég að fara fram úr upp og svo þutu strákarnir fram úr mér niður. Á þriðja hring náði ég að halda mínum hlut alla leið næst á eftir Láru þrátt fyrir að hafa þurft að snarstoppa út af grjóti í brautinni og henda mér af hjólinu áður en það fór tvo hringi fram yfir sig. Varð ekkert meint af og stökk á hjólið aftur og hjakkaðist áfram. Hrikalega erfitt að hjóla upp snarbrattar brekkurnar á kræklóttum stígum og maður mátti ekki missa fókus í augnablik, þá fór maður að spóla eða átti á hættu að flengjast út úr brautinni. Passaði að víkja vel þegar stóru strákarnir hringuðu okkur. Kláraði 1 og 1/2 mínútu á eftir Láru og ca. 5 mínútum á undan næsta manni, mjög sátt eftir erfiða þraut.
Það voru 25 einstaklingar sem lögðu af stað í þrautina, 21 sem kláraði, nokkrir sem krambúleruðu sig og sigurvegarinn, hann Haffi, nefbrotnaði eftir árekstur í 9. hring! Myndir og úrslit á www.hfr.is og www.hjolamenn.is .
Hérna er nokkrar af gömlu koninni af hfr.is síðunni, ljósmyndarar Albert og Elvar Örn:
Hjól | Breytt 22.9.2009 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar