Leita í fréttum mbl.is

Svipmyndir frá helginni

Nokkrar svipmyndir frá því um helgina.  Barnaskemmtun í Norræna húsinu, fótboltamót hjá Gabríel og svo enduðum við í afmæliskaffi hjá Ástu systur.  Börnin voru svo uppgefin að þau sofnuðu bæði í sófanum hjá henni FootinMouth.

17 maí

Svo var það sveitaferðin með leikskólanum hennar Lilju. 

Sveitaferð

Framundan er löng helgi hjá okkur en við erum í fríi á föstudaginn, jeeehawww...


Þetta er sko lífið!

Á afmælisdaginn er góð regla að líta yfir síðasta ár og sjá hvort að maður sé ekki örugglega komin feti lengra á þeirri leið sem maður hefur valið sér.  Eins er mikilvægt að gleðjast yfir því sem var gott, vera stoltur yfir að hafa sigrast á hindrunum og þakklátur fyrir öll tækifærin sem lífið býður upp á. 

Það er ekki ónýtt að byrja nýtt ár í þessari veðurblíðu, vitandi að framundan er frábær dagur í faðmi fjölskyldu og vina.  Eftir hjólreiðatúrinn minn í morgun, er örstuttur stans í vinnunni, bara svona rétt til að kíkja á tvo fundi og fá mér góðan hádegismat...  verð ég í fríi eftir hádegi.  Það er vorferð í leikskólanum hjá henni Lilju okkar og við förum í sveitina klukkan eitt.  Svo verður heitt á könnunni í kvöld og ég á örugglega eftir að búa til eitthvað gott að narta í fyrir gesti Wizard.

 


Vigtunardagur

Mikil gleði og mikið gaman.  Hjólaði í vigtun rétt rúmlega 6 í morgun og mikið var gaman að hitta skvísurnar og Hálftímana.  Vorum bara ótrúlega sprækar á hlaupunum, fjörugar samræður í pottinum og Kiddi lét meira segja að sjá sig, allt eins og það á að vera.   Hörkukeppni í dag en ótvíræður sigurvegari í þetta sinn var hún Jóhanna með 0 í frávik.  Ég var með 800 gr. í frávik og var alveg afskaplega sátt með það og stefni á 0ið næst.  Ég hafði aðeins þokast út af sporinu í febrúar og mars.  Margt kom til, en ég náði áttum aftur fyrir rúmum mánuði og nú gengur þetta eins og í sögu, hægt og örugglega í átt að takmarkinu.

Eftir að vera komin með upp í kok af að hjóla í rokinu og tvo slappa hjóladaga í röð var ekki annað en að hysja upp um sig og sætta sig við það sem maður fær ekki breytt...  Oddur fyrirliði heimtar að ég standi við stóru orðin og hjóli mitt maraþon á dag.  Þorði ekki annað en að hlíða og lufsaðist tæpa 30 km í rokinu eftir vinnu.  Það er nefnilega vorferð á dagskrá í vinnunni á morgun og mikið húllumhæ, eins gott að hafa vinnufélagana góða.

Neshlaupið á laugardaginn með Gabríel og Kópavogsþríþraut á sunnudaginn, hljóma eins og mesta afslöppun eftir ótrúlega annasama viku Shocking.

 


Meira af okkur

Fann þessar fínu myndir af okkur Gabríel á hlaup.is frá Icelandair hlaupinu, það er sko ekkert verið að gefa eftir á endasprettinum.  Það er nú eins og ég sé að fara syngja mitt síðasta þarna...

ice09 img 3123
ice09 img 3634

Um daginn fórum við í göngutúr með hana Lilju okkar og rákumst á fjölskyldu sem var að leika sér á torfæruhjólum í næstu götu.  Lilja fékk að prófa og hún var ekkert smeyk; 'Meira mótorhjól...'.

IMG00361

Þegar við keyptum okkur sófa um daginn þá fylgdi þetta fína sófaborð með en það er aðeins og stórt fyrir okkur, 1,20 * 1,20.  Ef einhver hefur áhuga á þessu borði þá fæst það fyrir spottprís, er ennþá í kassanum, bara senda póst á eva@isb.is.

IMG00367

Rófan okkar

Lilja litla var komin með smá hósta og nokkrar kommur í gær.  Það fór nú ekkert í skapið á henni frekar en fyrri daginn og í gærkvöldi var hún búin að klæða sig í ballerínu pils og söng Dansi, dansi, dúkkan mín fyrir hann pabba sinn.  Hún dansaði líka fyrir hann og snéri sér í hingi.  Allt í einu missti hún jafnvægið og datt á rassinn, lenti beint á höldunni á kommóðunni, jææækkksss...

Litla skinnið getur ekki setið á bossanum, liggur á hliðinni þá líður henni best.  Seinnipartinn í dag þorðum við ekki annað en að fara með hana upp á slysó til að tékka hvort hún væri nokkuð rófubeinsbrotin.  Sem betur fer þá er það ólíklegt, bara illa marin.  

IMG 1049
Á mjög bágt!
IMG 1050
Samt alltaf stutt í brosið...

Af mér er það helst að frétta að eftir að hafa hjólað af mér rassinn í síðustu viku þá var ég þokkalega hjólamettuð...  Hljóp 10 km á laugardaginn og hvíldi svo alveg í dag, veitir ekki af fyrir næstu törn.  Framundan er áframhald á Hjólað í vinnuna og svo er ég búin að skrá mig í Kópavogsþríþrautina næsta sunnudag, ágætt að kveðja 37. aldursárið með trompi.  Fékk að því tilefni lánaðan Racer hjá honum Gísla ritara og er hann nú helsta stofustássið okkar og við skiptumst á að strjúka honum og lyfta.  Fyrsta prufukeyrsla verður á morgun eftir vinnu, spennó.  

IMG 1052

Icelandair hlaupið 2009

Hljóp besta Icelandair hlaupið mitt í kvöld með honum Gabríel syni mínum.  Er að springa úr stolti yfir stráknum mínum sem hefur aldrei hlaupið svona langt áður.  Svo duglegur alla leið í rokinu.  Þegar við áttum 1 km eftir sagði ég við hann: 'Eigum við að reyna að ná 10 manns áður en við komum í mark'.  Hmmpfr...   Svo hrökk minn í gírinn þegar við komum á beinu brautina og spændi hann af stað: 'Mamma, tveir!!!' og svo tók ég við og taldi um leið og hann tók fram úr einhverjum.  'Tuttugu og þrír, tuttugu og fjórir, tuttugu og fimm...', ekki séns að ég héldi í við hann.  Tíminn 41:46.  Geymi þennan dag á harða diskinum Wink.

Icelandair2009

Go Glennur!

Nýjasta Glennan, Kuskið okkar (a.k.a. Vala Svala), gerði sér lítið fyrir og sigraði 50 km legginn í hinni sögufrægu Fossavatnsgöngu sem haldin var í 60. sinn í ár.  Ekki leiðinlegt að horfa á íþróttafréttir á RÚV og heyra...:  'Fyrst kvenna í 50 km göngunni var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir...'   Við Þórólfur hoppuðum uppúr sófanum af gleði.

Til hamingju Vala, þú rokkar!

IMG 0012 (2)
Hérna erum við Agga einmitt að bjarga litla skinninu á leið yfir Fimmvörðuháls í fyrra!

Heilsumánuður

Maí mánuður verður tileinkaður heilsunni í vinnunni hjá mér.  Frábært framtak hjá okkar fólki, lögð verður áhersla á holla hreyfingu og matarræði. 

Fysta vikan verður tileinkuð hjólreiðum sem passar vel því átakð Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn.  Örninn verður með kynningu á hjólasportinu í hádeginu á morgun og seinna í vikunni verður fyrirlestur um yoga.  Við erum komin með tvö lið í minni deild og það verður barist til síðasta blóðdropa.  Yfirlýsingar um að hjóla 20 - 30 km 'detour' á leið í og úr vinnu og svo telur líka ef maður hleypur.  Ég sé alveg fyrir mér að fara helgarhringinn minn á (ekki) leiðinni í vinnu og hjóla svo einhvern útúrdúr heim úr vinnunni, stökkva af hjólinu og hlaupa hálftímann áður en ég fer inn til mín, það má!  Samningaviðræður við maka og börn næst á dagskrá Tounge.

Næsta vika verður svo tileinkuð hlaupum, vúhúúú... 


Vinkonur

Lilja fékk vinkonur sínar í heimsókn í síðustu viku, þær Amalíu og Emblu.  Ég og mamma þeirra, hún Jóhanna erum að vinna saman, vorum hjá sömu dagmömmu og búum rétt hjá hvor annarri svo það getur ekki verið þægilegara.  Lilja var þvílíkt spennt en fannst soldið erfitt að deila dótinu sínu og ég tala nú ekki um sviðsljósinu...  Amalía og Embla klæddu sig upp eins og prinsessur og sungu fyrir okkur:

Við fórum svo og heimsóttum stelpurnar í þessari viku og það var greinilegt að þær eru vanari að deila með sér.  Lilja fékk að lána dúkkur, kerrur og máta rúmin þeirra án mikilla átaka Grin.


Eyjar

Nú er hann Gabríel minn að gera sig kláran fyrir keppnisferð í handbolta til Eyja.  Hann fer á eftir og kemur aftur á sunnudaginn og við eigum eftir að sakna hans heilmikið.    Hann tók sér hlé frá handboltanum um tíma því álagið var of mikið að vera bæði í fótbolta og handbolta en hann saknaði félaganna og byrjaði að æfa aftur núna eftir áramót.  Hann þurfti að sjálfsögðu að vinna sér sess á ný hefur verið að spila með B-liðinu.  Nú í vikunni fékk hann hins vegar að vita að hann væri komin í  A-liðið og ég held að hann eigi það alveg inni.  Hann er ótrúlega samviskusamur að mæta á æfingar og er bara orðinn mjög góður.  Svo stolt af guttanum mínum Grin.

Þórólfur ætla að keppa í 10 km á morgun í Hérahlaupinu og ég er að gæla við að vera með í 5 km, alla vega ef það verður ekki hrikalega leiðinlegt veður.  Ekkert betra en að henda sér út í keppnishlaup til að ná sér í form.  Sé að það er heill hellingur af skemmitlegum hlaupum framundan, var annars ekkert búin að vera að skoða hlaupadagskránna síðustu vikur. 

Annar reíkna ég með rólegheita langri helgi, ekkert of mikið planað en nóg af skemmtilegu í boði.   

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband