Leita í fréttum mbl.is

Hlaupakonan

Þórólfur er á skriðsundsnámskeiði þessa dagana, æfir tvisvar í viku og er að rokka feitt, þvílíkt gaman hjá honum. 

Í gærkvöldi var hópurinn að spjalla saman og kennarinn, sem er gömul vinkona mín, segir við Þórólf og nikkar í átt að einni konunni í hópnum: "Þessi heitir Eva eins og konan þín.  Ertu nokkuð Einarsdóttir?..."  Þá svarar konan:  'Nei reyndar ekki, en ég heiti Eva Margrét eins og hlaupakonan!". 

Ég veit ekki hvort þeirra var skrýtnara á svipinn, maðurinn minn eða Sóley vinkona....  "ehemm ja það er sko konan hans..."  Grin


Sé til lands

Eftir óvenju miklar annir í vinnu og deadline ofan á deadline í verkefnum er stund milli stríða.  Í rauninni þá hef ég mikið og nánast allt um það að segja hversu mikið álag er í vinnunni en stundum dettur maður bara í einhvern gír, tekur allt of mikið að sér og verður síðan hálf frústreraður út í aðra fyrir að ætlast til of mikils af manni.  Sem betur fer þá rofar nú oftast til í kollinum á manni, oft á hlaupum, og maður áttar sig á því að það er á eigin ábyrgð að segja stopp.

Stundum segir einhver annar nákvæmlega það sem maður er að hugsa en hefur ekki komið orðum að eins og í þessu tilfelli.  Vil samt taka það fram að það samræmist ekki mínum persónulegu lífsskoðunum að nota orku í að mótmæla.  Saga af Móður Theresu getur skýrt það frekar.  Hún sagði einhvern tíma eitthvað á þessa leið:  'Ef þú biður mig um að taka þátt í að mótmæla stríði þá mun ég neita en bjóðirðu mér að ganga með friði þá mun ég gera það'.  Ég trúi því einlægt að til þess að ná árangri þarf fókusinn að flytjast frá því sem er neikvætt og við viljum ekki yfir á það sem er jákvætt og við sannarlega viljum.

Og stundum les maður eitthvað nýtt sem hittir einhvern veginn alveg í mark og lætur mann brosa þegar maður hugsar um það.


Angistaróp meðalmennskunnar

Já það er smá urgur í gömlu konunni, best að blogga hann úr sér. 

Í dag var ég að spjalla við vin minn um Laugaveginn og það kom á daginn að hann hafði orðið vitni að umræðum 'alvöru' hlaupara sem voru að pirra sig á því að það væri búið að loka fyrir skráningu og það væri fullt af 'ekki alvöru' hlaupurum sem væru að taka öll plássin.  Ég sjálf heyrði eitthvað álíka um daginn frá hlaupafélaga og það fór bara inn um eitt og út um hitt, gaf því ekki gaum frekar en annarri vitleysu sem verður stundum á vegi manns. 

En í dag þá var mér ekki sama því að það eru margir vinir mínir að fara Laugaveginn í fyrsta sinn sem þurfa ekkert á því að halda að heyra svona bull.  Bara það að ákveða að fara, skrá sig og hefja æfingar krefst mikils hugrekkis og við sem höfum reynslu eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á þeim.

Við vorum öll byrjendur einhvern tíma og vei þeim sem ætlar að halda því fram, að þegar ég fór Laugaveginn í fyrsta sinn, hafi ég ekki verið 'alvöru' hlaupari.  Ég varð 'alvöru' hlaupari frá þeirri stundu sem ég ákvað það sjálf að ég væri 'alvöru' hlaupari.  Mikið er ég þakklát fyrir allan þann stuðning og þá hvatningu sem ég fékk þá, frá mér reyndara fólki, þrátt fyrir að hafa aldrei hlaupið lengra en hálft maraþon.    

Ég þekki hlaupara sem hlaupa ekkert sérstaklega hratt eða mikið en eru svo sannarlega 'alvöru' hlauparar sem taka þátt í öllum almenningshlaupum sem þeir geta og leggja þannig sitt af mörkum til hlaupasamfélagsins.  Ég þekki líka hlaupara sem geta hlaupið alveg svakalega hratt en af því að þeir eru ekki bestir eða að ná sínum besta árangri þá taka þeir ekki þátt í almenningshlaupum.  Hvor er 'alvöru'?  Ég sjálf hef örugglega á einhverjum tímapunkti tilheyrt báðum þessum hópum.

Upplýsingar um að skráningu á Laugaveginn hafa verið aðgengilegar á netinu mánuðum saman.  Allir eiga sama möguleika á að skrá sig og reyndir hlauparar, með allar sínar félagslegu tengingar ættu að vera í enn betri aðstöðu en aðrir ef eitthvað er.  Jú, jú, leitt fyrir þá sem voru of seinir að skrá sig.  Lærið af reynslunni!

Megi ég um aldur og ævi reyna að lifa í auðmýkt og aldrei falla gryfju hrokans, sem einkennir meðalmennskuna.

Amen.      


Prinsessan á bauninni

Eitt það allra besta sem hún Lilja veit eru kaldar grænar Ora baunir.  Stundum gengur ekki nógu hratt að skófla þeim upp í sig með skeið og þá reynir hún að sturta þeim upp í sig úr skálinni.  Það veit sá sem allt veit að ekki erfir hún það frá mér, jakkk... 

Hérna eru svo nokkrar myndir frá tveggja ára afmælinu hennar þann 3. janúar.

IMG 0625

 

 

 


Hálftíminn 15.01.09

  • Mættir: Júlli, Kári, Árni og Garðar
  • Pottur: Gunni Richter
  • Veður:  Stillt og fallegt en sérstaklega erfið færð
  • Scoop: Bankafólkið bar saman bankabækurnar sínar á skokkinu og verkfræðingurinn lagði sitt af mörkum.  Náðum verkalýðsforingjann upp á há Cið með ábyrgðarlausu tali um rassskellingar verkalýðsforinga í stjórnum banka og lífeyrissjóða Tounge .  Lítið var gert úr afsökunum þeirra sem ekki hlupu og mikið gert úr því að undirrituð kom Hálftímanum í heimsfréttirnar.  Ritari hljóp beinustu leið heim til sín eftir morgunskokkið og missti þar af leiðandi af potti og Kidda
  • Tími: Vel yfir hálftíman, kennum færðinni um

The Road Less Travelled

Smjatta á bókinni minni eins og Gollum á hringnum, my precious...  Las þessa bók fyrst fyrir svona 15 árum og get með sanni sagt að hún hafi breytt lífi mínu þá og tala nú ekki um skilningi mínum á lífinu.  Las hana aftur fyrir ca. 10 árum og lærði jafn mikið ef ekki meira, eins fyrir nokkrum síðast þegar ég las hana.  Eins og að horfa á góða bíómynd, með hverju skiptinu nærðu fleiri smáatriðum sem gera hana bara enn betri.

Mamma mín á bókina svo það er ekkert mál að fá hana lánaða en í dag pantaði ég mér hana á Amazon og tvær aðrar bækur eftir sama höfund því mig langar til að eiga þær sjálf.  Eiga þær til að lesa reglulega og til þess að lána öllum sem hafa áhuga.

Núna er ég að lesa fysta hlutann sem fjallar um aga og hvaða þýðingu hann hefur í lífi hverrar manneskju.  Næsti hluti fjallar um kærleik.


Fullkominn dagur?

Sumir dagar eru bara þannig að allt er eins og það best getur orðið.  Sunnudagurinn var akkúrat þannig dagur.  Litla skottið okkar svaf óvenju lengi.  Við drifum okkur á lappir rétt um átta, smá hafragrautur og svo var mamma mætt á svæðið að passa ungana okkar meðan við fórum út að hlaupa. 

Hlupum inn í Elliðaárdal í rólegheitunum og fórum öfugan Powerade.  Heilmikil hálka á leiðinni svo það var ennþá meiri ástæða að taka því rólega og njóta þess bara að vera úti í góða veðrinu.  Við hjónin leystum eina til tvær lífsgátur í leiðinni á þessum 16 km.

Fórum beint í sund í Árbæjarlaugina með hana Lilju okkar, Gabríel fór í heimsókn til ömmu og afa á meðan.  Lilja fór með pabba sínum í klefann í þetta skiptið og var rosalega dugleg.  Hún verður áræðnari með hverju skiptinu sem við förum, er alveg farin að bjarga sér með armkútana og finnst þetta svoooo gaman.

Náðum okkur í smá kríu eftir sundið á meðan Lilja lagði sig.  Þórólfur pumpaði í dekkin á hjólinu hans Gabríels og hann hjólaði í afmæli til vinar síns. Þvínæst ryksugaði Þórólfur bílinn og ég fór í smá tölvustúss fyrir tengdapabba.  Þórólfur og Lilja fóru síðan í heimsókn til afa og ömmu í Garðabæ, á meðan dundaði ég mér við að strauja (í fyrsta sinn í marga mánuði) allar skyrturnar mínar.  Maður getur afkastað ótrúlega miklu þegar maður er bara einn með sjálfum sér, skipti um á rúminu hennar Lilju, bakaði pestóbrauðið hennar Elínar og hafrakökurnar góðu í framhaldi.

Lilja gerði sér síðan lítið fyrir og kúkaði í klósettið í fyrsta skipti á ævinni!  Það brutust út þvílík fagnaðarlæti meðal annarra fjölskyldumeðlima og þeim ætlaði aldrei að linna, fimmfalt húrra fyrir Lilju.

Kvöldmatur, tannburstun, knús og kósíheit fyrir svefninn og krílinu komið í bólið.  Ég ryksugaði á meðan strákarnir flokkuðu flöskur og dósir fyrir Sorpu.  Við Þórólfur kíktum aðeins á CSI áður en við læddumst inn í rúm (já já klukkan tíu).  Þar beið mín ein af mínum uppáhaldsbókum í þessum heimi, The Road Less Travelled, en ég fékk hana lánaða fyrir vinkonu mína og stenst ekki freistinguna, ætla að rúlla í gegnum hana fyrst sjálf. 

Finnst ég hafa gert alveg ótrúlega mikið á einum degi.  Það sem er best samt er að þetta var allt einhvern veginn svo létt og í góðu jafnvægi.  Krakkarnir voru góð við hvort annað og við líka.  Ég var bara alveg mátulega þreytt að degi loknum enda gaf ég mér líka tíma í að leggja mig og slaka á, inn á milli og ekkert stress.  Fullkominn dagur?  Svei mér þá ég bið ekki um meira. 


Laugavegurinn 2009

Ég er ekkert smá ánægð með vinnufélaga mína.  Í dag vorum við orðin 6 í minni deild sem erum búin að staðfesta þáttöku í Laugavegshlaupinu 2009.  Þið þarna úti sem ætlið að fara og eruð ekki búin að skrá ykkur, sá síðasti sem skráði sig í dag hjá okkur var númer 86...

 


Með morgunkaffinu :)

Við Bibba skiptum fjölmiðlunum bróðurlega á milli okkar.   Hérna er smá umfjöllun í Fréttablaðinu í morgun.


Hlaup hér, hlaup þar og hlaup alls staðar... lallalalla...

Í dag var 12. hlaupadagurinn minn í röð en það geri ég ekki oft.  Það var engin ástæða fyrir því önnur en að mig langaði bara út að hlaupa og var í fríi.  Samtals gerði jólafríið 130 km og ekki gramm upp í vigt þrátt fyrir veislur á veislur ofan, ljúft.  Tók út statistikk úr hlaupadagbókinni fyrir árið 2008. 

  • Hljóp 2929 km
  • Hljóp 275 daga á árinu

Þetta var frábært hlaupaár fyrir mig, bætti mig í öllum vegalengdum og náði settum markmiðum í 5 km, maraþoni og á Laugaveginum. 

Undir 40 í 10 og undir 1:30 í hálfu erfast bara yfir á 2009 Tounge.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband