20.2.2009 | 12:39
Mæðgnastund
Það er starfsdagur á leikskólanum hennar Lilju og ég er svo heppin að geta tekið mér frí til að vera með henni í dag. Við erum búnar að útrétta og borða hamborgara í vinnunni hjá mér. Nú erum við að fara heim að leggja okkur áður en við höldum áfram að hafa það kósý .
Það veitir nú reyndar ekkert af því að gamla konan fái frídag í dag. Elskulegur eiginmaður minn fór fram úr sjálfum sér í leitinn að hrikalegustu hlaupaæfingunni og dró kelluna, frekar þreytta á æfingu í gær.
Þetta hljómar ekkert svakalega: 3 mín bekkusprettir á 10 km keppnishraða í halla 4,0. 3-4 mín hvíld á milli. Við vorum ekki viss um hvort við ættum bara að lækka hraðann eða líka hallann í hvíldinni, þannig að til vonar og vara hélt ég hallanum. Ekki séns að ég gæti þetta, tók þrjá mínútu langa spretti og 3 mín 'hvíld' á 10, ennþá með hallann á 4,0. Fjórða sprettinn hélt ég út í eina og hálfa mínútu...
Hlaup | Breytt 24.9.2009 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 14:26
Að vanda valið
Á laugardaginn þegar ég var að skokka með manninum mínum við Ægissíðuna sagði ég upphátt í fyrsta sinn það sem hafði verið að gerjast í kollinum á mér í einhverja daga.
'Þórólfur, ég held að ég ætli kannski ekki að hlaupa Laugaveginn í ár'.
Það var komin tími á að skipuleggja fyrir alvöru æfingarnar fyrir Laugaveginn og allt í einu rann upp fyrir mér að nú væri komið að því að stimpla sig út úr fjölskyldunni næstu mánuðina og það var bara ekki nógu spennandi tilhugsun.
Fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að hlaupa langt annað hvort ár og einbeita mér að styttri og hraðari hlaupum hitt árið. Það voru margar ástæður fyrir því. Ég held t.d. að ég eigi slatta bætingu inni í styttri hlaupunum, undir 40 og undir 1:30 markimiðin flögrar um í kollinum á mér. Svo er það tíminn í æfingarnar. Það fer svo miklu, miklu minni tími í að æfa fyrir stutt, sem þýðir svo miklu, miklu meiri tími með krökkunum mínum og fólkinum mínu. Svo finnst mér líka hrikalega gaman að hlaupa hratt og maður gerir ekki allt í einu. Þess vegna var þetta svo brilljant plan að taka annað hvert ár langt og hitt stutt. Svo kom Laugavegurinn í fyrra og eftir hann fóru einhvern veginn öll vel íhuguð plön út um gluggann og það urðu bara örlög að fara aftur í ár...
Það er ekkert betra en að fá sér góðan, langan hlaupatúr til að komast að sannleikanum .
Pælingar | Breytt 24.9.2009 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2009 | 09:53
Betri ilmur, stærri ilmur.
Vigtun í morgun sem þýðir að akkúrat núna er ótrúlega ljúffengt hnetuvínarbrauð í mallakútnum og einhver girnileg súkkulaðikaka á leiðinni þangað í hádeginu. Í fyrsta sinn frá því að við hófum þetta ferðalag saman í denn, ég og hún Bibba mín, þá sveikst hún vinkona mín viljandi undan með lítilli og lélegri afsökun. Svo bregðast krosstré...
En sem betur fer komu milliliðar og nýliðar sterkir inn í mætingu og björguðu deginum. Vala rústaði þessu með 0 í frávik! Gamla konan var með 500 gr. í frávik í þetta sinn þrátt fyrir að vera bara rétt með nebbann uppúr í pottinum, allt kom fyrir ekki. Minnir að ég hafi nú samt verið með 600 gr. síðast þannig að maður getur glaðst yfir því.
Ég fékk alveg æðislegt ilmvatn í afmælisgjöf frá elskunni minni síðasta vor og þegar það kláraðist og ég ætlaði að kaupa annað glas, þá kom í ljós að þetta var svokölluð 'One shot' sumarútgáfa sem var uppseld og verður ekki framleidd aftur. Sniff... Síðan þá hef ég verið að klára restar sem ég á en er alltaf með það bak við eyrað að reyna að finna mér eitthvað æðislegt ilmvatn. Í morgun þegar ég var að renna yfir Fréttablaðið þá snarstoppuðu augun við auglýsingu í smáauglýsingadálkunum.
Betri ilmur, stærri ilmur
Þegar ég fór að skoða auglýsinguna betur þá sé ég að ég hafði óvart víxlað fyrstu tveimur stöfunum í seinna orðinu í huganum .
Vigtun | Breytt 24.9.2009 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2009 | 21:51
Hundfúl eða hundleið...
Í dag var ég að skokka í gegnum Laugardalinn þegar ég sé konu álengdar sem er með tvo lausa hunda. Mér finnst ekki í lagi að vera með lausa hunda á almannafæri og ef þeir gera sig líklega til að flaðra upp um mig þá er ég barasta ekkert ánægð með það. Í morgun gerðist það einmitt og ég benti konunni vinsamlega á að vera með hundana sína í bandi og fékk bara fuss og svei og önugheit í staðinn. Ég vil þess vegna koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég álít það ekki bara sem minn rétt, að sleppa við hundaáreiti (og mannaáreiti ef út í það er farið) á almannafæri, heldur er ég líka að hugsa um öryggi hundsins og ábyrgð eigandans að tryggja það.
Ég er ekkert sérstaklega hrædd við hunda (eða menn) en ef hundurinn (maðurinn) er illa upp alinn og vitlaus þá getur hann valdið mér skaða sem ég kæri mig ekki um. Þannig að ef óvelkominn hundur (maður) kemur of nálægt mér t.d. á hlaupum þá bið ég hann fallega að koma sér í burtu. Hlíði hann því ekki þá lít ég á það sem minn rétt að gera hann óvígan með þeim ráðum sem ég kann. Þar sem ég er þrautþjálfuð í sjálfsvörn og almennum fantabrögðum (Ji Jitzu og 4 eldri bræður) þá þýðir það ekki, að ég muni pota varlega í hann, flissa og vona að það sé nóg (hvorki við hund/né mann). Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að hann geti ekki á nokkurn hátt skaðað mig. Þar sem ég kann ekkert nema sársaukafull ráð til þess að ná því takmarki þá tel ég mikla ábyrgð hvíla á hundaeigendum að koma þeim ekki í þá aðstöðu...
N.b. Mér finnst hundar ágætir þó ég eigi ekki og langi ekki í hund sjálf. Mér fannst gaman að passa hunda þegar ég var lítil og óskaði þess örugglega að fá að eignast hund. Ég þekki líka nokkra ágætis hunda og fari ég inn á þeirra heimili eða á önnur hundayfirráðasvæði þá sýni ég þeim tilskilda virðingu og álít allt flaður vinahót. Ég hef líka verið illa bitinn í andlitið af hundi og var heppin að missa ekki augað þegar ég var krakki. Eigandi hundsins þurfti að velja á milli þess að senda hundinn í sveit eða láta lóga honum.
Krakkar mega aftur á móti flaðra upp um mig hvar og hvenær sem er . Og talandi um krakka þá er hún Lilja okkar alveg komin með toilet venjurnar á hreint. Þegar hún lýkur sér af, þá hneygir hún sig segir takk fyrir, takk fyrir... (við erum þá að segja húrra...). Lilja er líka alveg með allar pestir á hreinu, ætlar sér greinilega að byggja upp ofurónæmiskerfi fyrir þriggja ára aldurinn. Hringt af leikskólanum í dag, komin með 39 stiga hita. Here we go again...
Pælingar | Breytt 24.9.2009 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.2.2009 | 21:19
Stóra stelpan okkar
Mikil tíðindi af litlu skvísunni okkar. Síðasta bleyjan (fyrir utan næturbleyjur) var tekin af eftir leikskóla á föstudaginn. Laugardagurinn gekk svona frekar brösulega, nokkur fljótandi slys og eitt í föstu formi .
Vorum aðeins farin að efast um hvort okkar manneskja væri tilbúin. En dagurinn í dag gekk alveg frábærlega. Lilja fór klæddi sig bara sjálf úr buxum og skellti sér á koppinn þegar hún þurfti. Lét svo vita þegar hún þurfti að fara að kúka og skilaði sínu svona líka flott í klóið. Eftir daginn var bara eitt pínulítið slys en þá voru feðginin búin að vera í Húsdýragarðinum og á þotu og það gleymdist að fara með hana beint á klóið þegar þau komu heim aftur. Nú verður ekki aftur snúið, jeeehawww!
Ein mont mynd að lokum. Gamla konan prjónaði þessa lopapeysu fyrir ári síðan eða svo (vel við vöxt) og svo var ég að klára húfu og trefil (ala Lady Sigrún) um daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 18:56
Nú er ég svo aldeilis hissa...
Ótrúlegt en satt, maðurinn minn var að vinna úlpu frá 66° Norður í Helgarútgáfunni á Rás 2. Hann tók þátt í einhverjum leik á netinu og það var hringt í hann í dag þegar við vorum að koma heim af hlaupunum. Felix Bergsson tók smá viðtal við hann í leiðinni, það byrjar svona þegar rétt tæplega 3/4 af þættinum eru búnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 15:01
Hún mamma mín :)
Mamma leyfði mér að birta hérna bréf sem hún sendi í pósti í dag ásamt nokkrum bókum:
.
Hallgrímur Helgason.
.
Ég hef séð myndir af þér í sjónvarpi og dagblöðum undanfarið þar sem þú væntanlega sýnir þitt rétta andlit og innræti. Mér fannst eins og ég væri að horfa framan í "ljóta karlinn". Þess vegna vil ég losa mig við þær bækur af heimilinu sem eru höfundarverk þín, og okkur hafa verið gefnar, og senda þær til föðurhúsanna. (Ég veit að við höfum einhverntímann fengið 101 Reykjavík, en finn hana ekki núna, svo hún verður send seinna ef hún kemur í leitirnar).
.
Friðsamleg mótmæli eiga fullan rétt á sér, en ég hef andstyggð á félögum þínum sem eru svo huglausir að þora ekki að sýna á sér andlitin meðan þeir meiða lögreglumenn og eyðileggja eigur almennings, því undirrita ég með fullu nafni.
.
Gerd Ellen Skarpaas Einarsson.
Pælingar | Breytt 24.9.2009 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.1.2009 | 09:40
Hrokkið í gírinn, Laugavegurinn fyrir byrjendur..
Það eru 10 manns í vinnunni hjá mér sem ætla að hlaupa Laugaveginn í ár. Við erum búin að skrá okkur í lið og þegar ég kíkti á hlaupatölurnar eftir fyrstu vikuna þá varð mér aðeins um og ó... Sendi í kjölfarið póst til vinnufélagana og viðbrögðin létu ekki á sér standa (gamla konan með svipuna). Vil taka það fram að ég átti engan þátt í að hvetja fólk til að skrá sig en er boðin og búin að gefa góð ráð til þeirra sem vilja þiggja þau. En hér kemur bréfið sem fékk Lynghálsinn til að skjálfa á beinunum...
Til hamingju með að vera búin að skrá ykkur í Laugavegs Ultra Maraþon 2009
Langaði bara að koma með smá ráðleggingar til ykkar sem eru að fara Laugaveginn í fyrsta sinn. Ég er fullviss um að þið eigið eftir að klára þetta með sóma, þ.e. ef þið undirbúið ykkur eins og þarf. Því miður (eða sem betur fer) er ekki hægt að nota aðferðina ég redda þessu nóttina fyrir próf í þessu tilfelli.
.
Ég myndi segja að manneskja í góðu formi gæti mjög líklega klárað 10 km hlaup eða jafnvel hálft maraþon án þess að undirbúa sig sérstaklega en að sama skapi get ég eiginlega lofað því að það er ekki hægt að klára Laugaveginn innan tímamarka án undirbúnings.
.
Til þess að geta komist í gegnum 12 vikna Laugavegsþjálfun sem byrjar í apríl (og inniheldur nokkrar 30 km æfingar J ) er nauðsynlegt að vera komin með ákveðin grunn í hlaupunum, annað er ávísun á meiðsli.
.
Ég setti upp í smá töflu með þeim km fjölda sem ég tel að sé algjört lágmark, ekki til að rústa Laugaveginum og setja met, heldur til þess að standast tímamörk í Emstrum.
.
Ég myndi hlaupa alla vega 4 sinnum í viku (frá og með þessari viku) og þegar á líður lengja þá eina æfinguna, td. á laugardögum. Frá viku 12 myndi ég vilja hafa löngu æfinguna alla vega 15 km. N.b. ég er að tala um lágmörk að mínu mati hér.
.
Vika | Km |
5 | 20 |
6 | 22 |
7 | 25 |
8 | 28 |
9 | 30 |
10 | 33 |
11 | 35 |
12 | 40 |
13 | 42 |
14 | 45 |
15 | 45 |
Ef ég væri að kljást við einhver meiðsli og gæti ekki byrjað strax þá myndi ég hjóla klukkutíma í senn, 4 sinnum í viku á meðan.
Að klára Laugavegs Ultra maraþonið er stórkostleg upplifun sem þið eigið aldrei eftir að gleyma! Að renna á rassgatið með þetta allt saman og ná ekki að standast tímamörk vegna þess að undirbúningnum er ábótavant er örugglega glötuð reynsla sem þið eigið heldur aldrei eftir að gleyma....
Ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað ykkur með eða ef þið hafið einhverjar spurningar þá er bara að láta vaða.
Kv. Eva
- Laugavegurinn 2003 - 7:42
- Laugavegurinn 2005 - 6:55
- Laugavegurinn 2008 - 5:42
Hlaup | Breytt 24.9.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2009 | 15:14
Maður veit aldrei
Ég er glöð að vita að það er engin hætta á því að það verði tekin mynd af mér og birt í blöðunum þar sem andlit mitt er afmyndað af hatri. Ég á það ekki til.
Ég er glöð að vera ekki fljótfær, fullyrðingasöm og orðljót í garð annarra. Lögmálið um aðdráttaraflið virkar nefnilega alltaf, ekki bara þegar manni hentar.
Ég er glöð að vera ekki hluti af detox hreyfingunni sem heldur að þegar allt er komið í kúk og skít að þá sé hægt að redda því 1,2 og 3.
Ég er spennt að sjá hver staðan verður eftir aðra 100 daga.
Ég er glöð að vita að maður veit aldrei og haga lífi mínu þannig.
Pælingar | Breytt 24.9.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar