31.7.2008 | 13:54
Í stríðu, í blíðu
Fyrsta sprettæfingin í æfingatörninni var tekin á þriðjudaginn. 6 * 1000 m á 15 (4:00) í Laugum, kom mjög ánægjulega á óvart að ég gat hlaupið soldið hratt. Æfingin var erfið en engin spurning um annað en að klára.
Við erum búin að njóta verðurblíðunnar eins og aðrir landsmenn. Í vinnunni hjá mér fengum við frí vegna veðurs, e.h. á þriðjudag , vííí... og svo verður að viðurkennast að maður er ekkert sérstaklega 'dedicated' þegar svona viðrar úti. Höfum verið dugleg að fullnýta dagana, fór með krakkana í Nauthólsvík eftir æfinguna á þriðjudaginn og svo fórum við Þórólfur með Lilju eftir vinnu í gær.
Amma og afi buðu Gabríel til sín í sveitina í gær. Við skutluðum honum upp að Litlu kaffistofunni þar sem þau tóku á móti piltinum og buðu okkur í kaffi í leiðinni.
Glennurnar komu í kaffi til mín í gærkvöldi. Leist ekkert á holdafarið hjá þeim, allar ótrúlega mjóar og ræfilslegar, þannig að ég sá mig tilneydda til að gera eitthvað í málunum og bauð uppá ljúffengar brownies sem minn heittelskaði bakaði eftir uppskrift úr norsku vikublaði og henti svo í eina skyrtertu, því ég hef séð til þeirra þegar þær komast í feitt. Ótrúlega gaman að hitta skvísurnar, mikið hlegið, spjallað og prjónað. Sýndi þeim líka gamlar myndir, meðal annar fermingarmyndir. Held að það sé engin spurning um hver vinnu keppnina 'Ömurlegasta fermingarmyndin', sem mun fara fram næst þegar við hittumst. Ég er alla vega nokkuð sigurviss....
Lilja fór í skoðun hjá háls, nef og eyrnalæknis í morgun. Hún hefur aðeins verið með vökva í eyranu og er ótrúlega oft með hor í nös. Sem betur fer voru eyrun bara í nokkuð góðu standi og ekki ástæða til inngripa. Spurning með nefkirtlana, ef hún verður ekki skárri í haust þá verða þeir teknir til að létta henni lífið.
Já og svo stóru hlaupafréttirnar fyrir mig. Sportís, sem er með Asics umboðið, hefur ákveðið að styrkja mig með því að sjá mér fyrir keppnisfatnaði, skóm og aukahlutum í framtíðinni. Fyrstu hlaupaskórnir mínir voru frá Asics og ég hef aldrei hlaupið á öðrum skóm, enda engin ástæða til að breyta því sem virkar vel. Ég hleyp alla jafna á Asics Nibus, keppi í Asics Speedstar eða Racer, hjóp Laugaveginn á Asics Gel Trail Atack, á Asics þríþrautarskó og DS Trainer og er alltaf jafn ánægð með skóna mína. Ótrúlega glöð og með þetta allt saman og þakklát, ég á ekki orð yfir rausnarskapnum í þeim. Þetta er nú engin smá búbót og tala nú ekki um, hvatning til að halda áfram að reyna að standa sig vel í hlaupunum.
Eins og sjá má, mikil blíða í lífskortunum...
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með styrkinn! Ekkert smá flott - vissi að þetta stæði kannski til en ekki að þú hefðir landað dílnum:-) Svo þarf bara að koma öllum flottu Gelnnunum í þetta - við erum jú flottastar og bestastar þetta með fermingarmyndina skaltu alveg vera róleg yfir - Þú átt alveg eftir að sjá mína. Og hvað segir þú, var prjónað í gær já - hvað voruð þið að prjóna? Muhahah........
Sigrún (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:00
Snilld að fá þennan styrk! Loksins einhver sem gerir eitthvað fyrir afrekskonuna! KLÆÐNING styrkti okkur Glennurnar auðvitað þannig að það eru einstaka aðilar sem gera vel við bestu og jafnframt hógværustu hlaupakonur landsins. Múaha. Annars er ég bara fín eftir aðgerðina og skrifa þetta í morfínvímu...NOT. Eigðu góða helgi Eva mín.
Sóla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:27
Til hamingju með þennan flotta styrk. Og við erum ekkert búnar að rekast á hvora aðra í vikunni, efast samt um að ég muni hitta á þig í eyjum um helgina
Bogga (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:30
Til hamingju með styrkinn, ekkert smá flott þú átt hann nú líka skylið fyrir frábæra frammistöðu undanfarið. Haltu bara svona áfram..
kveðja Hafdís
hafdís (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 09:55
Til hamingju með sponsorinn
Fjóla Þorleifs (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:25
Elín (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:39
Já, já engin pressa...
Eva Margrét Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.