Leita í fréttum mbl.is

Sveitasæla

Fórum að dæmi Gabríels og stungum af í sveitina líka, þ.e. í sumarbústaðinn.  Drifum okkur beint eftir vinnu á föstudaginn, vorum innan við klukkutíma að pakka og koma okkur af stað.  Sundferðir, róló, ísbíltúrar, hádegisblundur með skvísunni, góður matur, prjónaskapur, rauðvínstár og ogguponsulítið nammi (yeah right...).

Fékk hlaupalöngunina aftur á sunnudaginn og skokkaði af stað í blíðviðrinu.  Hljóp fyrst út á glofvöll og þegar þangað var komið datt mér í hug að tékka á því hvort ég myndi drífa að Kerinu, hver veit, gæti verið síðasti séns að skoða það alveg ókeypis...  Gekk eins og í sögu, var á undan umferðinni á þjóðveginum og æðislegt að hlaupa í þessu umhverfi.  Fór niður að vatninu á botni Kersins í fyrsta sinn og hljóp svo hringinn í kringum það áður en ég skokkaði aftur upp í bústað.

Lilja nýtur þess að vera í sveitinni, sefur klukkutíma lengur á morgnana en heima hjá sér við miklar vinsældir foreldranna!  Hún fékk líka að spranga heilmikið um bellarass í blíðunni og eftir að hafa sprænt pínulítið á tærnar á sér var hún til í að pissa í koppinn sinn og gerði það með miklum sóma, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.  Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og svo var skrúðganga með koppinn inn á klósett þar sem Lilja fékk að tæma hann og sturta niður alveg sjálf!

Við hjónin skelltum okkur svo í bíó í gærkvöldi á Batman, The Dark Knight.  Stóðst svo sannarlegaallar væntingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig í gær...mjö mjö mjö gott! Og gallabuxurnar flottar!

Sóla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband