Leita í fréttum mbl.is

Sveitalíf

Hrökk upp við símann klukkan hálf tólf í gærkvöldi (já, já vorum löngu sofnuð...) og sé að þetta er númerið hjá Sverri.  Smá í magann.  Ég svara og heyri titrandi röddina í Gabríel kalla 'Mamma, mamma...'. Mikill hjartsláttur.  'Mamma, ég var að veiða með Sverri frænda og ég fékk 8 punda lax og ég er að fara að bíta uggann af honum.  Mamma, þetta er Maríulaxinn minn!!!'. 

Allir ætla að vera með í Jökulsárhlaupinu og í gær var ég með smá fiðring, æiii það væri nú gaman að vera með.  Svo heyrði ég í Orra bróður og hann ætlar að hlaupa líka...  Fór með Þórólfi út að skokka eftir vinnu og prísaði mig sæla að komast litla hringinn minn skammlaust og öll löngun í 30 km + hlaup rauk út í veður og vind.  Tókum svo aðeins á því í salnum á eftir, aðeins að lyfta, magaæfingar og svoleiðis.  Endaði á upphífingum og nú ætla ég að verða góð í þeim.  Kreisti út úr mér 22 upphífingar í þrem settum, stefnan sett á 20 í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agga

22 upphífingar! Vá, ég held að ég geti 1/3 úr upphífingu

Agga, 25.7.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Mínar upphífingar eru þannig að ég fer með hökuna upp fyrir stöng og slaka niður fyrir 90 gráður með olbogana áður en ég hífi mig upp aftur.  Bara svo allt sé á tæru og ég verði ekki kærð fyrir ýkjur...

Eva Margrét Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 15:37

3 identicon

Eva mín það gleymir enginn upphífingum þínum í Austurbæjarskóla hérna um árið með NFR þetta er bara þannig að þetta liggur svona misjafnlega fyrir mönnum.

Fjóla Þorleifs (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Það var nú gaman hjá okkur í NFR...

Eva Margrét Einarsdóttir, 28.7.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband