Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
31.12.2008 | 15:00
Gamlárshlaup 2008
Skemmtilegasta hlaup ársins. Við hjónin hlupum þetta saman og vorum með jólasveinahúfur til að undirstrika að þetta hlaup var fyrst og fremst skemmtihlaup fyrir okkur. Frábært veður, frábær stemmning og frábært hlaup. Við hlupum þetta á rétt rúmlega 43 mínútum sem að þessu sinni nægði til að skila gömlu konunni fjórða sætinu, það kom skemmtilega á óvart. Margir félagar voru að bæta sig í dag, alltaf gaman þegar vel gengur hjá einhverjum. Að mínu mati átti Bibba búning dagsins, ómótstæðilega, ótrúlega, ólekker de lux.
Hlaup | Breytt 24.9.2009 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2008 | 22:01
Lífið er yndislegt
Þetta er náttúrulega toppurinn á tilverunni. Að líða útaf í miðdegislúrinn á meðan pabbi les fyrir mann. Annars hafa þetta bara verið algjörlega topp jól með öllu tilheyrandi. Er að njóta þess til hins ítrasta að vera í fríi í tvær vikur, dæs og meira dæs.
Ég er búin að hlaupa ótrúlega mikið síðustu daga, hef notið þess að fara út á hverjum degi, geta svo komið heim og lesið upp í rúmi, lagt mig og leikið við krakkana mína og karlinn þess á milli. Í dag fórum við á stórskemmtilega Laugaskokksæfingu. Áttum von á hörku sprettæfingu en stemmningin var meira svona rólegheitaskokk og hvíld fyrir Gamlárshlaupið. Við vorum í stuði og búin að fá pössun og allt, breyttum æfingunni í hörku Fartlek æfingu ásamt þremur öðrum og tókum svakalega á því, stuð!!!
Í fyrramálið er svo hin árlega milli jóla og nýárs vigtun. Mæting 6:30 sharp, vatn og ekkert annað þangað til... Hnetuvínarbrauð, brunch hjá mér og bullandi sukk fram á nýtt ár í framhaldinu, jehawww...
Smá brot af jólunum 2008 hjá okkur:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.12.2008 | 18:17
Jól 2008
Enn eitt gott og viðburðarríkt ár að baki hjá okkur á Dyngjuveginum.
Gabríel er glaður og duglegur strákur, stendur sig vel í skólanum og á fullt af góðum vinum. Það er nú samt fótboltinn sem á hug hans allan, hann mætir á allar æfingar með Þrótti og þess á milli er hann í boltanum með félögunum. Hann uppskar líka eins og hann sáði, fékk viðurkenningu fyrir bestu ástundun á uppskeruhátíð Þróttar í haust.
Lilja er byrjuð á leikskólanum Hlíðarenda og er alsæl þar. Hún er að sjálfsögðu búin að vefja öllum starfsmönnunum utan um litlu fingurna sína en glaðlyndara barn er erfitt að finna. Hún brosir og syngur allan daginn, ekki það að hún sé skaplaus því hún getur alveg látið í sér heyra ef henni mislíkar eitthvað. Okkur foreldrunum til mikillar gleði er hún líka hætt að vakna upp úr 5 á morgnana og sefur núna eins og sveskja þangað til heimilisfólkið fer á fætur, dæs...
Þetta hefur verið stórt hlaupaár hjá okkur hjónum. Tókum Kaupmannahafnarmaraþonið í nefið á afmælisdaginn minn, frábær upplifun sem við munum aldrei gleyma. Frúin fór svo í framhaldinu í stífar æfingar fyrir Laugavegs hlaupið og náði að landa sigrinum á síðustu bensíndropunum, ógleymanlegt.
Stelpurnar á heimilinu skelltu sér í stutta ferð til Norge í sumar á meðan strákarnir fóru á fótboltamótið í Eyjum. Frúin notaði svo megnið af árinu til að skipuleggja óvissuferð fyrir húsbóndann í tilefni 5 ára brúðkaupsafmælisins núna í nóvember. Steinhélt kjafti og stakk undan mjólkurpeningum í níu mánuði og plottið tókst fullkomlega, 3 tímum fyrir brottför til New York leysti hún loks frá skjóðunni. Chinatown, Empire State, keppnishlaup í Central Park og þyrluflug var meðal þess sem boðið var uppá.
Við horfum björtum augum á framtíðina, fullviss um að næsta ár verði gæfuríkt.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Kveðja, Þórólfur, Eva, Gabríel og Lilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2008 | 20:34
Jólatónleikar
Lilja litla náði sér í enn eina pestina í gær, var send heim úr leikskólanum með hita. Af 18 börnum þá voru 10 kríli orðin veik. Hún er hundlasin, liggur bara eins og klessa, helst í fanginu á manni.
Við fengum tengdapabba til að passa fyrir okkur í morgun og lögðum grunn að góðum degi með Laugaskokkurum. Eftir hádegi fórum við svo á Jólatónleika Sinfóníunnar og það er bara toppurinn að komast á þessa tónleika fyrir jólin. Það var kannski ekkert verra að Lilja þurfti að vera heima, er alveg í það yngsta og við gátum notið þess að slaka á og skemmta okkur með Gabríel og fylgdumst með nokkrum mömmum á fleygiferð um salinn á eftir minnstu krílunum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 09:50
Skemmtilegt
Ég man þegar ég var lítil (áður en ég fór inní dökka tímabilið) þá var ég stundum steinhissa þegar einhver spurði að því hvort eitthvað væri að? 'Af hverju spyrðu?' 'Æ bara af því þú varst ekki brosandi...'.
En alla vega þá rifjaðist þetta upp þegar ég fékk símtal fá kærum vini um hvort það væri nú ekki allt í lagi, ég hefði sagt að mér fyndist eitthvað leiðinlegt á blogginu, tvisvar á einni viku!
En ónei, ég er ekki komin í jólaþunglyndi, langt í frá. Mér finnst ennþá eiginlega allt skemmtilegt sem ég geri og meira segja þegar ég hugsa mig betur um þá man ég að mér fannst t.d. mjög skemmtilegt á tímabili að labba með hjólið mitt í fallega vetrarveðrinu. Mér fannst líka innst inni soldið skemmtilegt að hafa klárað Powerade og tekið þátt í geðveikinni.
Gærdagurinn var svo yfirmáta skemmtilegur frá A-Ö. Byrjaði daginn í jólahálftímanum en í þetta sinn voru þrettán snillingar sem hlupu. Mætingarmetið er 14 og nú hafa tvær skróp glennur það á samviskunni að metið var ekki bætt!
- Hálftíminn 18.12.2008
- Mættir: Ívar, Pétur, Pétur Ísl., Kári, Gunni, Árni, Júlli, Vala, Kolla, Eggert, Friðrik og Eva. (Það vantar einn og ég get ómögulega munað hver það er, hjálp?)
- Potturinn: Jóhanna og Garðar
- Veður: Sérstaklega fallegt veður, jólasnjór og allt.
- Scoop: Sérstaklega hátíðlegt að hlaupa með þessum fríða hópi svona eldsnemma í ekta jólaveðri. Telst að sjálfsögðu til tíðinda að Foringinn mætti í öllu sínu veldi og ekki síður að nafni hans braut odd af oflæti sínu og lét sjá sig í fyrsta sinn. Fjörugar umræður í pottinum þar sem rætt var um gamla daga í Hálftímanum og skráningar á honum. Umræðan flögraði í átt að bankakreppu en það var snarlega stöðvað enda bann umræðuefni í Hálftímanum. Eftir pott var boðið upp á snafs og smákökur og Hálftímameðlimir brustu síðan í söng, sungu Jólasveinar ganga um gólf með hárri raust fyrir gesti og gangandi. Algjör snilld.
- Tími: Örugglega vel rúmlega hálftími.
- Kiddi: Klikkaði á mætingunni eins og sumar Glennur.
Skemmtilegur vinnudagur, jólaball í leikskólanum hjá Lilju og jólagardínurnar settar á sinn stað. Dagurinn endaði svo með óvæntu, sérstaklega skemmtilegu matarboði heima hjá okkur. Mamma, pabbi, Orri bróðir, Hildur og Daníel komu í gúllassúpu og nýbakað brauð. Jólalög, kertaljós og kósíheit. Skemmtilegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 10:08
Sæææællll...
Það var ekki mikil stemmningin í bílnum á leiðinni á sprettæfingu hjá okkur hjónum. Vorum eins lítið mótíveruð og hægt var, langaði miklu fekar að vera heima og jólast. Hverjum datt eiginlega í hug að fara í söbbið núna!
5*2000 m spettir á 15 var á boðstólnum. Fyrsti var frekar leiðinlegur, annar örlítið leiðinlegri og ekki bætti úr að Þórólfur gaf skít í þetta í miðjum öðrum. Ákvað að auðvelda mér lífið og taka 2*1000 m og svo 2 * 500 m og láta það gott heita. Fyrsti 1000 m spretturinn var jafn leiðinlegur og síðasti 2000 m spretturinn, í seinni sprettinum var ég alveg búin að fá nóg og var líka að pissa í buxurnar. Ívar var nokkrum brettum frá mér og kallaði um leið og ég var búin, '...ert ekki að fara að hætta núna...'. Ég hugsaði með mér að fyrst Ívar segði að ég þyrfti að hætta þá væri tími til komin að láta þetta gott heita. Slökkti á brettinu og þá segir Ívar 'Ertu bara hætt?'. Ég hváði en þá hafði hann verið að setja út á hraðann hjá mér '...ertu ekki að fara of hægt núna...'. Ekki séns að hætta við að hætta, lufsaðis upp til elskunnar minnar að teygja og við vorum þeirri stund fegnust að komast heim til okkar aftur. Við eurm samt ekkert alveg hætt við söbbið, verðum örugglega æðisleg á næstu æfingu .
Ákvað að hjóla í vinnuna í dag. Sennilega að bæta upp fyrir aumingjaskapinn í gær. Fráleit hugmynd, barðist um í sköflunum og endaði með að þurfa að labba stóran hluta leiðarinnar þar sem ekkert var búið að ryðja. Svo mikill snjór að naglarnir náðu aldrei neinu gripi og ég var eins og belja á svelli, stórhættulegt.
Eftir góða sturtu, eðal kaffi og kósíheita kertjaljós frá leynivini mínum í vinnunni er allt orðið gott aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2008 | 14:52
Fyrsti í söbbi
Það er kannski þriðji í aðventu hjá öðrum, en hjá okkur er fyrsti í söbbi. Við hjónin ætlum nefnilega að taka einn hring á sub prógramminu fyrir Gamlárshlaupið, alltaf gott að komast í markvissar æfingar. Í dag var það 60-70 mínútur rólega, fórum í jólahlaup niðrí bæ og í kringum Tjörnina, algjört æði. Reyndar hafa öll hlaup eftir Poweradið verið æðisleg, maður græddi það þó á því að vera með, kann betur að meta venjulegt íslenskt vetrarveður.
Ég er líka búin að spá í það hvað þyrfti eiginlega til fyrir mig að hætta í keppnishlaupi. Málið er að þegar maður á fortíð sem 'quitter', þá er það einhvern veginn ennþá mikilvægara að klára það sem maður tekur, á annað borð, ákvörðun um að byrja á. Fyrir mig, í dag, er það einn af grunnþáttunum í minni sjálfsmynd, eins og til dæmis að vera heiðarlegur, sanngjarn, duglegur, sjálfum sér samkvæmur o.s.frv. Ég held að ég sé pínulítið eins og alki með þetta, dauðhrædd um að ef ég hætti einu sinni þá sé ég bara 'fallin'. En niðurstaðan var sem sagt, að eina ástæðan sem mér dettur í hug er ef ég myndi meiðast (sem er ekkert sérstaklega líklegt þar sem ég er mjög samkvæm sjálfri mér að þjösnast ekki á mér nema ég sé 100%). Vont veður, að vera þreyttur, leiður eða ná ekki takmörkum er ekki nægileg ástæða.
Í gærkvöldi fórum við mæðgur út og vígðum nýju snjóþotuna hennar Lilja.
Svo er það spurning hvenær hún dóttir mín kemur út úr skápnum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2008 | 13:24
Powerade í stormi
Hafði lítið gaman að þessu, mjög lítið!
Hjakkaði þetta á eins 'þægilegu' pace og hægt var. Hélt dauðahaldi í Pétur Ísleifs upp að efri brú, veit ekki hvar ég hefði endað annars, sennilega inná bás einhvers staðar.
Hugsaði í fyrsta skipti um að hætta í keppnishlaupi. Fauk hins vegar á þvílíkum hraða niður dalinn að ég átti svo sem engra kosta völ. Var í samfloti við nokkra stóra og stæðilega karlmenn á tímabili, þegar rokið var í fangið hjökkuðust þeir fram úr mér, en þegar rokið var í bakið fauk ég eins og pappíssnifsi fram úr þeim aftur, mjög fyndið. Rafstöðvarbrekkan var algjört horror. Síðasta kílómeterinn var ég farin að blóta upphátt í kapp við hlaupafélaga minn.
Þurfti að fá hjálp til að ná miðanum úr vasanum í markinu og gat ekki stoppað Garminn fyrr en ég komst inn, þá sagði hann 51:32 en reikna með að tíminn hafi verið ca. 49.
Var nánast blind (smá ýkjur) eftir allt haglélið í augun og þegar ég kom upp í laug var ég góða stund að ná fókus á ný. Eins og atriði úr hryllingsmynd að virða fyrir sér hríðskjálfandi, fjólubláa, berrassaða kroppa í hlandvolgum sturtunum. Meira að segja potturinn sem aldrei klikkar á eftir var glataður, var með gæsahúð í vatninu og haglél í eyrunum.
Fór ekki að birta yfir gömlu konunni aftur fyrr en hún var komin í stóru, hlýju kósípeysuna sína og ullarsokkana, með rauðvínstár í glænýju Ittala glasi heima í stofu (þar sem hún hefði betur verið!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Skapandi skrif
- Gjöfin Gjöfin
- Litlu leyndarmálin Litlu leyndarmálin
Hitt og þetta...
- Fyrir myndir... Einu sinni var
- Afrekin mín Þetta getur maður...
- Afrekin hans Þórólfs Þetta getur kallinn...
- Afrekin hans Gabríels Þetta getur guttinn...
- Afrekin hennar Lilju Afrekin hennar Lilju
- VO2 MAX Mæling í þrekprófi - Apríl 2006
- Gamla bloggið mitt Í denn...
Hlaup
- Búdapest Maraþon 2003 Fyrsta maraþonið mitt
- Laugavegurinn 2005
- Reykjavíkur Maraþon 2005 Annað maraþonið mitt...
- Glitnir Copenhagen Marathon 2008
- Laugavegurinn 2008 Laugavegurinn 2008
- Almost Famous
- Viðtal í 24 Stundum Viðtal í 24 Stundum
- Viðtal í Fréttablaðinu Viðtal í Fréttablaðinu
Þríþraut
- Ultra IronMan ÞRÍH Ultra IronMan ÞRÍH
- Þríþrautafélag Reykjavíkur Þríþrautafélag Reykjavíkur
Hinir...
vitleysingarnir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar